Translate

Saturday, December 29, 2012

Gleðileg jól

Jólin hjá okkur hafa verið alveg yndisleg.  Okkur var boðið til mömmu á aðfangadag þar sem við vörðum kvöldinu saman með mömmu og Benna bróður í huggulegheitum.  Æðislegur matur ( jólaöndin nammi nammi namm  og möndlugrauturinn ).  Kári Steinn vann möndluna og vá hvað hann var hissa og glaður.  Síðan var þvegið aðeins upp áður en við brenndum nokkrum kaloríum við að dansa í kringum jólatréið og syngja saman jólalög.  Dansinn endaði á danska jólalaginu " nu er det jul igen " með tilheyrandi hlaupum um alla ibúð :) með Víking Atla í fararbroddi.
Svo komu gjafirnar.  Jólin hjá okkur hafa oft verið þematengd, alveg óvart haha.  Ein jólin fengu ansi margir verkfærakassa og verkæri, önnu jólin voru skurðbretti ansi vinæl.  Í ár var Iitala vinælt.  Ég fékk frá 2 kertastjaka fá mínum ástkæra eiginmanni og sonunum ( set inn mynd síðar ), Kivi kertastjaka frá bróður mínum grænan að lit og Marimekko skál frá Önnu Maríu.  Svo fengum við fullt af öðrum æðislegum gjöfum, sængurver og jólaóróa fá georg Jenson.

Á jóladag var haldið heim til tengdamömmu og tengdapabba að halda upp á afmælið hennar tengdamömmu.  Þar fengum við fleiri jólagjafir :)  ekki leiðinlegt !  og hittum skemmtilegt fólk og fengum góðan mat.  Um kvöldið fórum við aftur til mömmu og enduðum kvöldið í að púsla jolapúslið.

Annar í jólum var letidagur sem var alveg yndislegt ! :)

 
Ekki voru allar myndirnar jafn hlæjandi þvi elsti strákurinn er með mörg andlit hehe
 
 
 
Vona að allir hafi haft jafn yndisleg og hátíðleg jól og við fjölskyldan.
 


Friday, December 7, 2012

Aðventukransinn


Mamma gaf mér þennan fallega aðventustjaka fra Georg Jensen fyrir nokkrum árum.  Ég dýrka hann, ég hef notað hann síðan sem aðventukransinn minn og lika við önnur góð tækifæri, Hægt að setja ská innan í hringinn og setja eitthvað gott þar eða bara hafa hann einfaldan og fallegan.

Í ár ákvað ég að skreyta hann sjálfan og lika setja skreytingu innan i miðjuna.  Hugmyndina fékk ég fór á jólaskreytingakvöld Blómavals í nóvember með Margréti Völu, vinkonu minni.  Reyndar kom ég mér ekki í það að búa hann til fyrr en á miðvikudagskvöldið. 

Ég notaði ýmisslegt sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og svo yndislega sveppi sem ég keypti í Blómavali.

Borðstofuglugginn okkar að kvöldi til
Aðventukransinn minn, er hann ekki flottur

Thursday, December 6, 2012

Jóla, jóla, jólatré................

Tók mig til um daginn og bjo til silfur "jolatré".  Pínu subbuvinna en hva ! maður þrífur bara upp eftir sig :)  Ég allavegana keypti silfurgarn i rúmfatalagernum og setti það út í soðið sykurvatn ( hlutföllin í sykurvatninu 50:50 af sykri og vatni ).  Ég var með pappirskeilu og var búin að vefja utan um hana matarfilmu og þar utan um vafði ég svo silfurgarninu.

Hér er svo afraksturinn.

 
Jæja hvað finnst ykkur ?  Í skálinni er smá afgangur af marengstoppum sem ég gerði.
 
 
 
 



Monday, December 3, 2012

Dísarkjóll


Ég hafði prjónað yndislegan ungbarnakjól í fyrrasumar sem ég hafði geymt fyrir sérstakt tækifæri :)  Svo þegar ég heyrði að strákarnir mínir myndu eignast litla frænku þá vissi ég hvert kjóllinn ætti að fara enda er hann fjólublár sem eru litir þessarar fjölskyldu :)
 
Er hann ekki yndislegur ??
 
 


Svo er hægt að sjá bakið á honum  hér :)
 
 



 
Hver veit nema við fáum mynd af dísinni hingað inn þegar hún passar í kjólinn :)
 
Knús í krús
Prjónarós
 


Tuesday, November 20, 2012

Smákökur...........

Ég byrjaði á smákökunum í gær....................... já, já þær verða búnar löngu fyrir jól hahahaha en þær eru svooooo góðar.

Gerði lakkrís-súkkulaði-marengstoppa í gær og þeir eru æði.



Ákvað að nota loksins kökukrukkurnar sem ég keypti i sumar, 2 af 3 krukkum eru komnar í notkun núna.  Spurning hversu fljótt þessar kökur verða að klárast :)

Uppskriftin er einföld, fann hana utan á pokanum af Lakkrís kurli hjúpað súkkulaði frá Nóa Síríusi.

Nóa lakkristoppar

3 stk eggjahvítur
200g púðursykur
150g sírus rjómasúkkulaði
150 g nóa lakkrískurl

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykur.
  • Saxið súkkulaðið smátt.
  • Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
  • Látið á plötu með teskeið.
  • Bakið i miðjum ofni við 150°C í 15-20 mín.

Monday, November 19, 2012

Sætabrauðsdrengir

Fann þessa uppskrift í Gestgjafanum 2 tbl 2008.  Skemmtileg til að eiga og narta í.

24-26 stk

100g smjör, kalt i bitum
500g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk þurrger
3 dl volg mjólk
1 egg

1 egg til að pensla með
1 dl sykur + 1-2 tsk kanill, blandað saman

  • Hitið ofninn í 200°C
  • Myljið smjör vel saman við hveiti.
  • Setjið hveitiblönduna, sykur, salt og þurrger i skál
  • Bætið mjólk og eggi út í og hnoðið í sprungulaust deig
  • Látið deigið lyfta sér í 1/2 - 1 klst og skiptið síðan íu 2 hluta
  • Flegið degið út og stingið t.d. með piparkökumóti i kökur.
  • Raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
  • Sláið egg sundur i skál og penslið kökurnar með eggjahrærunni og stráið kanilsykri ofan á.
  • Bakið í 8 mín.
  • Kökurnar eru bestar nýbakaðar en þær má gjarnan frysta.

35........

dagar til jóla og .........
 
Smákökubaksturinn hefst hjá mér i dag :)
 
 




Thursday, November 8, 2012

45 dagar og það styttist


í jólin :)
 
Ég reyni þó af öllu alefli að draga það að fara að skreyta eða spila jólalög, tala nú ekki um að baka jólasmákökur hehe.  Vil hafa það í lok nóvember en það má alltaf telja niður til jóla.

Monday, November 5, 2012

Litlu vinir mínir :)

 
Ég hef eignast nokkra litla sæta vini sem hafa fengið stað í gluggakistunni í eldhúsinu.  Ég hef fengið dálæti af litlum fuglum, sérstaklega uglum :) 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Friday, November 2, 2012

51......

................. dagar og nóvember kominn með öllum sínum stælum.
 
 

Thursday, November 1, 2012

Loksins loksins

Loksins tókst mér það.  ...................... AÐ KLÁRA peysuna hennar Önnu Mariu.  Það var mikið, þessi peysa hefur verið leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengi í vinnslu , svo lengi að ég er farin að skammast mín fyrir það. 

Hér er peysan Land úr blaðinu Lopi Lopi 27.  Þar sem við ákváðum að vera með tölur þá lenti ég í vandræðum með að festa þær en það er nú kannski hægt að gera þetta fallegra seinna.

 
Önnu Maríu leyst ekki nógu vel á peysuna með þennan lista og ég var nú bara sammála henni i því.  Ég tók þvi listann af og setti segulsmellur i staðinn, hef aldrei prófað þær áður og er spennt að vita hvernig þær virka þegar farið er að nota peysuna.
 
Hér er peysan með smellununum.
Fram á :
 
Aftan á
 
 
Jæja hvernig list ykkur ?
 
Betra með smellunum eða listanum?
 
Knús i krús Prjónarós
 
 

Wednesday, October 31, 2012

53................

.......................dagar til aðfangadags.



Hver hefur séð Herbie myndirnar?  Ég man að mér þótti þær svaka skemmtilegar, spurning hvort ég finni þær einhversstaðar til að geta synt strákunum mínum þær.

Tuesday, October 30, 2012

Monday, October 29, 2012

Grænahlíð

Prjóni prjóni prjón.......

Þá er komið að næsta kjól :)  Grænahlíð varð fyrir valinu eða fjólubláahlíð í þessu tilfelli haha.  Kjóllinn mun vonandi passa á stelpu á aldrinum 6 ára og þá er það hvaða stelpa mun eiga afmæli um það leiti sem kjóllinn verður tilbúinn :)  Uppskriftina fékk ég hjá Litlu prjónabúðinni.

Einband varð fyrir valinu og núna dökkfjólublátt
Stroffið tilbúið og hringurinn sameinaður.

 
 
1 dokka búin og það eru 12 cm

2 dokkur búnar og pilsið orðið 28 cm langt, 12 cm eftir :)

 
Pilsið tilbúið



Komin upp að handveg, 3 dokkur búnar.

 
3,5 dokkur,  Eftir að ganga frá endum og hekla kant.
 

55...........

................. en hver er svo sem að telja :)
 
Þessar dásemdarkúlur fást í ILVA.
 
 
 

Friday, October 26, 2012

58........

....................... og í dag er það fyrir afa minn.
 

 
Knús í krús Prjónarós
 

Wednesday, October 24, 2012

59..........

..........dagar :)
 


Alltaf að skoða eitthvað sætt.


Ungbarnapeysa

 
Nú býður þessi yndislega peysa bara eftir að eigandinn fæðist svo hún fái að hlýja eigandanum :)
 
Lanetull og prjónuð á prjóna 2 og 2,5. Garnið fékk ég í rúmfatalagernum og tölurnar í storkinum.
 
 
  


Stroffið komið

Peysan nærri því tilbúin, vantar listann og tölurnar :)
 
 
 
 
 
Knús í krús
Prjónarós