Translate

Monday, April 30, 2012

Döðlugott

Ég elska að prófa nýjar uppskriftir.  Svo bíð ég í ofvæni eftir þvi hvernig kakan smakkast þvi ekki get ég skorið i kökuna áður en gestirnir koma, það myndi bara ekki líta vel út.  Hinsvegar þegar ég bjó til döðlugottið þá gat ég það og varð ekki fyrir vonbrigðum :)  Prjonahópurinn minn datt þvi i lukkupottinn þegar ég bar þetta fram ( vona bara að þeim hafi þott þetta jafn gott og mer ).


Súkkulaðidöðlubitar ( úr kökublaði Vikunnar 24. nóvember 2011 )

200g smjör
500g döðlur, saxaðar
120g púðursykur
150g Rice Krispies
200g siríus Kosnum suðusúkkulaði
3 msk matarolia

  1. Bræðið smjörið i potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið saman þar til að döðlurnar mýkjast.
  2. Látið Rice Krispies saman við og setjið i form.
  3. Setjið formið i frysti i 10 min.
  4. Bræðið súkkulaðið  yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við.
  5. Hellið yfir Rice Krispiesblönduna og frystið i uþb 30 mín.
  6. Sekrið i bita og berið fram.
Þetta nammi er bara gott, rosalega gott.



Sunday, April 29, 2012

Frosti

Ég lofaði manninum mínum hlýja lopapeysu og auðvitað stóð ég við mín orð :)  Peysan sem hann fær heitir Frosti og er uppskriftin úr Lopablaði frá Istex.  Hún er næstum því tilbúin , allavegana er prjónaskapurinn búinn.  Kiddi var búinn að segjast ætla að þvo hana áður en ég get keypt rennilás í hana og svo ætlar tengdamamma mín að sauma rennilásinn í peysuna.

Hér má sjá peysuna eins og hún er áður en hún er þvegin.


Svo kemur framhald þegar bóndinn er kominn í peysuna :)

Saturday, April 28, 2012

Smörkrem með hvitu sukkulaði

Ég bjó til vanillubollakökur um daginn sem eru mjög góðar einar og sér en stundum er gaman að hafa þær með kremi, svona til hátíðarbrigða.  Ég fann þessa uppskrift í kökublaði vikunnar frá því nóvember 2011.  Það er rosalega gott.  Smjörkrem með vanillubragði og hvítu súkkulaði, nammi namm.

Hvitt sukkulaðikrem ( Höfundur : Guðriður Haraldsdottir úr Kökublaði Vikunnar 24. nóvember 2011 )

230g mjúkt smjör
4 dl flórsykur
200g hvitt sukkulaði ( t.d súkkulaðidroparnir frá Nóa Siríusi )
2 tsk vanillu extract ( ég notaði vanillusykur )
  1. Blandið florsykri og smjöri vel saman.
  2. Bræðið sukkulaðið yfir vatnsbaði og kælið i smástund
  3. Bætið súkkulaðinu og vanillusykrinum saman við blönduna og blandið varlega en mjög vel saman i nokkrar mín.
  4. Kælið í uþb 20 mín áður en það er sett á kökurnar.

Friday, April 27, 2012

Vanillubollakökur

Ég fékk nokkra hressa vini i heimsókn og þvi ákvað ég að baka.  Það kom að því að ég bakaði vanillubollakökurnar aftur.  Þær eru svoooo góðar, bæði með eða án krems.  Bóndinn vill hafa þær berar en ég er alltaf að prófa nýtt og nýtt krem ofan á þær.


Vanilla ( höfundur Friðrika H. Geirsdóttir, úr bókinni Bollakökur Rikku )

Vanillukökur

270g sykur
150g smjör
2 egg
1/2 tsk lyftiduft
50 ml mjólk
1 tsk vanilludropar ( ég nota vanillusykur )
  • Hitið ofninn i 170°C
  • Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli.
  • Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni og vanilludropunum ( vanillusykrinum ).
  • Sprautið deginu jafnt i fromin og bakið kökurnar i 14-16 mín.


Thursday, April 26, 2012

Pavlóva með súkkulaðifrauði

Nú var komið að mér að hafa hitting heima hjá mér fyrir unga stómaþega ( ég held utan um hóp af ungum stómaþegum á aldrinum 20- 40 ára ) og ég bakaði auðvitað köku.  Nota öll tækifæri til að æfa mig i bakstrinum og prófa nýjar kökur.  Reyndar hef eg gert þessa köku áður en það er langt síðan og því kominn tími til að smakka hana á ný.

Mér finnst pavlóvur svo góðar, skemmtilegt að prófa mismunandi gerðir af pavlóvum.  Ég bjó þessa hér til fyrir 2-4 árum ( man það ekki alveg ) fyrir eitthvert afmælið hjá okkur og hún sló i gegn.  



Pavlóva með súkkulaðifrauði ( úr bókinni Ostakökur, pavlóvur og triffli efftir Anne Wilson )

Undirbúningstími : 50 mín
Eldunartími : 45 mín
Fyrir 10-12 manns

Pavlóvan :

6 eggjahvítur
335g sykur
2 1/2 msk kakó

  1. Hitið ofninn í 150°C
  2. Setjið bökunarpappir á 2-4 bökunarplötur ( fer eftir þvi hversu marga botna þú vilt hafa í kökunni, ég er hér með 2 botna )
  3. Stifþeytið eggjahvíturnar í þurri skál og bætið síððan sykrinum í smám saman og þeytið á fullum krafti á meðan.  Þeytið í 5-10 mín eða þangað til sykurinn er uppleystur og marengsinn þykkur og gljáandi. 
  4. Blandið kakóinu varlega í
  5. Skiptið marengsinum á milli platnanna.
  6. Bakið í 45 min.
Fylling :

200g dökkt suðusúkkulaði, brætt
6 eggjarauður
1 msk skyndikaffiduft
1 msk vatn
625ml þeyttur rjómi

  1. Setjið bærtt súkkulaði í skál og þeytið eggjarauður og kaffiduft, uppleyst í vatninu saman við.  Þeytið þar til mjúkt.
  2. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og hrærið þar til allt hefur aðlagast vel.
  3. Kælið frauðið í ísskáp þar til það er kalt og þykkt.


Wednesday, April 25, 2012

Rendur

Hér er myndband sem ég rakst á þar sem sýnir hvernig á að prjóna röndótt i hring án þess að það komi "hæða"mismunur á röndunum.




Verði ykkur að góðu :)

Tuesday, April 24, 2012

Ganga frá

Að ganga frá endum og lykkja saman undir höndum er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri í prjónaskapnum.  Ég dreg það út í hið óendanlega ( segi það nú ekki því ég klára þetta alltaf á endanum ).  Í gær settist ég niður og kláraði lopapeysuna sem ég hef verið að prjóna handa Kidda.  Mjög ánægð að vera búin með hana.  Næst á dagskrá er að þvo hana ( það er hlutverkið hans Kidda ), kaupa rennilás á hana og fara með hana til tengdó sem ætlar að sauma hana og klippa :)  Þá getur minn elskulegi eiginmaður farið að nota peysuna sína :) 

Svo er ég með nokkur verkefni inni i skáp sem ég þarf að fara að klára, eilifðarverkefni en núna ætla ég fara að klára þau eitt af öðru.  Þá fæ ég líka meira pláss í skápnum.

Monday, April 23, 2012

Afgangar


Eg hef einseitt mer það að kaupa ekki meira garn fyrr en eg hef gengið töluvert a þann bunka sem eg er með inni i fataskap.  Hufur og sjöl verða gerð ur þessum bunka.  Hlakka bara til.  Set samt fyrirvara a kaupbannið að eg kaupi að sjalfsögðu garn fyrir þær peysur sem eg verð beðin um að prjona :)  Segi nu seint nei við þvi ,  " Nei þvi miður eg þarf að klara það garn sem eg a fyrir hehe "  Ekki mjög söluvænlegt.  Ætla að vera i tilraunaeldhusinu með afgangsgarnið og profa hinar ymsu hufur :) og munstur.

Friday, April 20, 2012

Sumardagurinn fyrsti


Loksins , loksins, loksins er sumarið komið :)  Verst að missa alveg af vorinu en svona er þetta bara hér á fróni, ekkert vor né haust bara vetur og sumar.  Í ár fraus vetur og sumar saman og það á að þýða eitthvað gott, ég vona það allavegana.

Við fjölskyldan náðum að gera heilan helling i dag og drengirnir alveg uppgefnir eftir daginn en afskaplega ánægðir.

Þeir fóru út að hjóla , svo heimsóttu þeir frænkur sínar, horfðu á föðurbróður sinn í fótbolta í Kórnum, fóru í fjölskyldugarðinn og í kaffi og kökur heim til ömmu sinnar Ásu.










Wednesday, April 18, 2012

Grána


Ég spurði bróður minn hvort ég ætti ekki að prjóna á hann húfu því hann hefur verið í vandræðum með að finna eina slíka sem passar.  Ég byrjaði á því að prjóna húfu á hann úr 2x plötulopa, nýta afgangslopa sem ég átti.  Sú húfa endaði þó ekki hjá bróður mínum heldur hjá mér því hún varð of lítil á bróður minn og garnið búið. 

Hér má sjá húfuna á hausnum á Benna bangsa :)  Benni bróðir minn gaf Víkingi Atla Benna bangsa fyrstu jólin hans Vikings Atla.  Víkingur lánaði Kára Steini Benna bangsa þar til herbergið hans Víkings Atla væri orðið alveg tilbúið.  Mér fannst viðeigandi að Benni bangsi yrði fyrirsætan á húfunni Gránu því hún var upphaflega ætluð Benna bróður.

Tuesday, April 17, 2012

Eplakakan

Ég fékk nokkrar vinkonur ( 2 nánar tiltekið  ) í heimsókn seinasta föstudagskvöld.  Við spiluðum mjög skemmtilegt spil, mér fannst það allavegana mjög skemmtilegt enda vann ég það hahaha.  Það heitir Qwirkle og núna langar mig mikið í það ;)  Eg bakaði auðveldustu eplakökuna sem til er og Steinunn vinkona kom með ís ( passar best við heita eplaköku ) en Margrét Vala kom með spilið. 



Uppskriftin :

5 rauð epli eða þau epli sem ykkur líkar og fyllir í botninn á eldföstu formi

100g smjör
100g hveiti
100g sykur

1. Smyrjið eldfastaformið
2. Fyllið botninn af eplabitum
3. stráið kanil, möndlubitum, sukkulaði eða þvi sem ykkur likar yfir eplin
4. blandið saman smjöri, hveiti og sykri og setjið yfir eplin
5. Inn i ofn 180°C heitan í 45-60 min
6. borðið með ís eða rjóma

Verði ykkur að góðu

Monday, April 16, 2012

Kirkjugarðar heimsottir

Á föstudaginn langa forum við i heimsókn i 2 kirkjugarð.  Fyrst forum við i fossvogskirkjugarðinn og heimsóttum ömmu Inger og litla frænda minn Benedikt Bjarna.



Eftir Fossvogskirkjugarð var stefnan tekin út í Garðakirkjugarð til að heimsækja dætur mínar þær Alexöndru Rós og Sigurrósu Elísu en þær hvíla þar við hlið ömmu og afa Kidda, mannsins mins, og svo liggja amma min og afi þar nálægt.


Gullin min


Kirkjugarðar eru oftast nær mjög fallegir og róandi að fara þangað. 



Saturday, April 7, 2012

Ljóta , góða kakan :)

Ég bakaði MJÖG góða köku á páskadag en skreytti hana herfilega hehe.  Ég hef verið að leika mér dálítið með þessa köku , prófa mig áfram, ath hvort ég geti ekki gert hana að minni.  Svo ákvað ég að skreyta hana og æfa mig með sprautupokann.  Stor mistök hehe en allt i lagi, ég veit betur næst :)


Næst slaka ég aðeins á með sprautupokann.

Hindberjaterta

10-12 sneiðar
2 stór egg
100g smjör, mjúkt
100g sykur
100g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilluduft
Hitið ofninn i 180 °C
Hrærið egg, smjör, sykur, hveiti, lyftiduft og vanilludropa saman i hrærivél  þar til allt er vel samlagað.
Hér er hægt að bæta smávegis af matarlit út í og ath að kakan verður dekkri en deigið er.
Blandið vel saman.
Setjið bökunarpappír í botninn a 2 22cm smelluformum og skiptið deginu jafnt i formin. 
Bakið botnanna i miðjum ofni i 15-20 mín.
Losið botnanna úr forminu og kælið þá.
Afþýðið hindber og stráið sykri og vanillusykri á þau.
Leggið botnana saman með rjóma og berjum á milli.
Þekið kökuna með rjóma og skreytið með rósarblöðum og glimmeri.



Páskaungarnir mínir


Á páskadagsmorgni var að venju feluleikurinn með páskaeggin.  Kári Steinn fann sitt tiltölulega fljótt en Víkingur Atli var aðeins lengur að finna sitt.  Þeim þótti þetta mjög skemmtilegur leikur og voru MJÖG ánægðir með páskaeggin sin.



Tuesday, April 3, 2012

Pakkinn minn

Ég átti afmæli í gær og baka auðvitað köku fyrir afmælið mitt.  Langaði svo að hafa hana skreytta og æfði mig þvi i sykurmassanum.  Nú var bara spurning hvernig skreyting ætti að vera á kökunni og þar sem það var afmæli þá var svarið ; Pakki.

Monday, April 2, 2012

Verkefni i vinnslu

Ég segi stundum að ég sé ofvirk i prjónunum en ég get bara alls ekki haldið mig við að hafa bara 1 verkefni i einu.  Þessa stundina er ég með 3 i vinnslu og nokkur sem ég þarf bara að klára ; /. 

Þessa dagana er ég að prjóna lopapeysu á hann Kidda minn, peysuna Frost úr Lopi 29.  Ég er að prjóna nærboli á Víking Atla ( uppskrift og garn frá Litlu prjónabúðinni ) og svo barnateppi sem ég fékk einhversstaðar frá.  Barnateppið verður fyrir Víking Atla en honum vantar teppi fyrir bangsana sína.

Það eru svo nokkru verkefni á verkefnalistanum sem verður gripið í meðan engin pantar peysu af mér.

Hér sést barnateppið í páskabúngi.  Prjónar nr. 3 , kambgarn þannig að þetta verður eilífðarverkefni enda hef ég það með mér út um allt og gríp í það þegar ég hef tíma til þess.  Bókin sem er þarna er ein af fallegustu barnabókum sem ég hef séð.  Keypti hana i fyrra á flugvellinum í Boston en hú er eftir Jan Brett.
Hér sést í nærbolinn sem ég er að prjóna á Víking Atla.