Translate

Thursday, May 31, 2012

Uppáhaldshornið mitt

Ég á 2 uppáhaldsstaði í íbúðinni minni, báðir tengjast áhugamálunum mínum :)   Mig langar að sýna ykkur annað hornið mitt sem ég á alveg sjálf :)


Það er yndislegt að standa þarna og baka.  Ég á þetta horn og þennan glugga.  Þetta er svo bjart horn og glugginn er yndislegur að horfa út um, alltaf fólk á ferli, krakkar úti og svo er stutt í skólann þannig að það er líf og fjör í kringum okkur. 

Bóndabærinn sem sést í þarna á myndinni er rosalega flottur.  Hann er eftir Önnu Maríu Benediksdóttur og hægt að fá í hvítum og svörtum , veit ekki með fleiri liti.  Ég nota hann sem kertastjaka, set stór sprittkerti í hann fyrir aftan gluggana og þá kemur svo falleg birta. 




Glerkrukkuna fann ég i húsasmiðjunni og er svona að spá hvað ég eigi að hafa í honum :)  Hrærivélina fengum við í brúðkaupsgjöf frá ömmu hans Kidda og hún er mikið notuð :) 
Rosendahlkrukkurnar fengum við i jólagjöf og þær eru svo fallegar. 

Mig langar í slá á vegginn fyrir aftan hrærivélina til að geta haft þar helstu áhöldin sem ég nota við baksturinn og fá annan lit á flísarnar.  Hugsa um litinn og hvað við gerum í þvi þegar við látum sprautulakka eldhúsinnréttinguna en núna er hún dökkblá ( Sem er allt i lagi ) og ljós gul.

Af öðru þá er ég að koma svölunum mínum í sumarskap, búin að kaupa sumarblóm og er á fullu að setja ofan í potta.  Þarf reyndar að fá nýjar festingar fyrir svalapottana því handriðið er of breytt fyrir þær festingar sem ég er búin að kaupa.  Voðalega er úrvalið lítið fyrir svona langa potta sem hægt er að festa á svalahandrið.  Kiddi lagaði grillið í gærkvöldi og þá er bara eftir að þvo svalagólfið og útvega hillu eða kistil sem má ekki vera of stór þvi svalirnar eru litlar. En það er efni i annan pistil  :)


Wednesday, May 30, 2012

lautarferð


Við fórum um daginn í Heiðmörkina með góðum vinum og áttum góðar stundir þar.  Gott veður, nesti og leikandi krakkar, er hægt að biðja um betra.







Monday, May 28, 2012

Stór strákur

Í seinustu viku átti sér stað sá merkisviðburður að Víkingur Atli , stóri strákurinn minn , útskrifaðist úr leikskólanum sínum Sólborg.  Reyndar hættir hann ekki strax, ekki fyrr en í ágúst en þarna var útskriftin svo allur hópurinn myndi vera samankomin :)  Útskriftin var frábær og drengurinn okkar var heldur betur montinn með sjálfan sig og þessari sýningu.


 Fyrst sungu þau lag við ljóðið Þúsaldaljóðið en þau hafa verið að vinna við það í vetur og bjuggu til þessa flottu útskriftarmöppu með verkefnum vetrarins og einnig var þar að finna myndir og minningar úr leikskólanum.
Síðan voru þau kölluð eitt af öðru og færð útskriftarmöppuna og tekið í höndina á þeim og þeim óskað til hamingju með útskriftina og þau þökkuðu öll fyrir sig ( eitt í einu ) með háu Takk .




Siðan sungu þau með táknum og hljóðum lagið Traustur vinur.  Ferlega flott hjá þeim.  Yndislegir gítartaktarnir hjá syni mínum. 




Neyta því ekki að mamma ég var ansi meyr við þetta hehe.



Sama dag og útskriftin var fór stóri strákurinn okkar á kynningu á skólanum sínum.  Hann var ofurspenntur yfir heimsókninni og hlakkaði mikið til.  Samt var þetta ansi ógnvekjandi og fullorðins þannig að það var mjög gott að hafa mömmu sína og pabba með sér þegar hann fór í fyrsta sinn inn í kennslustofuna.


Tíminn liður stundum allt of hratt.

Lykkja saman

Að lykkja saman :)

Þetta getur vafist fyrir mörgum, hér er ágætt myndband hvernig gera skal.


Svo er bara að æfa sig vel og vandlega áður en það er gert á flíkina sem þú ætlar að nota.

Friday, May 25, 2012

Wilton Rós

Fann þessar leiðbeiningar á heimasíðu Wiltons og mátti til með að deila þeim :)

Instructions:

Step 1

Hold decorating bag straight up in one hand, the flower nail in the other hand. End of tip should be slightly above the center of the flower nail.

Step 2

Using firm, steady pressure, squeeze out a heavy base of icing, keeping end of the tip buried in it as you squeeze.

Step 3

Start to lift tip higher and decrease pressure when base fills out the smallest circle on the template. Stop pressure, pull up and lift away.

Step 4

Rose Base should be 1 1/2 times as high as the opening of tip 104.

Step 5

Position bag so wide end of tip is down and the narrow end is tilted in toward Rose Base. Insert tip into Rose Base about halfway from the top. Squeeze bag, rotate Flower Nail and move tip up until the ribbon of icing overlaps itself at the top of the Rose Base. Move tip down to the bottom of base. Stop, lift tip away.

Step 6

First row, position bag so wide end of tip is down and touching base at or slightly below midpoint, narrow end straight up. While squeezing, turn nail one full rotation. Stop pressure, lift tip away.

Step 7

Second row, position bag so wide end of tip is down and touching base directly beneath the first petal, narrow end angled out slightly. While squeezing, turn nail one full rotation. Stop pressure, lift tip away.

Step 8

Third and Fourth Rows, repeat same as Second Row, adjusting the narrow end out a little farther each time.

Thursday, May 24, 2012

Sykurmassa rós

Fann þessa rós á heimasíðu Wiltons.



Instructions:

Step 1

Roll out fondant 1/8 in. thick on Roll & Cut Mat lightly dusted with cornstarch. Cut a 1 x 5 in. strip.

Step 2

Brush bottom edge with damp brush and begin rolling lightly from one end, gradually loosening roll as flower gets larger, gathering and pinching bottom edge to shape and secure. Fold cut edge under.

Step 3

Wednesday, May 23, 2012

Bollur

Ég er mjög oft með heimabakaðar bollur í afmælum og þær hafa yfirleitt alltaf verið vinsælar :)  Ég hef bakað sömu uppskriftina í mörg ár og hún er svo auðveld og góð.

Bollur

1kg hveiti
100g sykur
200g brætt smjörliki / 2dl grænmetisolía
3dl mjólk - volg  , mikilvægt að mjólkin og vatnið sé volgt en ekki heitt þvi annars hefast bollurnar ekki
3dl vatn - volgt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kardimommur
1 tsk salt
2 pakkar þurrger

Öllu skellt i eina skál og blandað saman.
Látið degið hefast í 1 klst
Útbúið bollurnar
Látið bollurnar hefast í 20 mín
Bakast í 10-15 mín við 200°C.


Hér eru bollurnar á plötunni áður en þær fóru inn í ofninn


Hér eru bollurnar ofan i bláu skálinni í veislunni


Tuesday, May 22, 2012

Haustpeysan

Þá er hún komin, lítil hekluð hexagon peysa sem passar áreiðanlega á svona 1 árs barn :)


Mjög skemmtilegt að prjóna þessa peysu og ég mun pottþétt hekla meir í framtíðinni.


Monday, May 21, 2012

Lítið Kára herbergi

Nú erum við næstum þvi buin að gera herbergið hans Kára Steins eins og við viljum hafa það ( og lika hann ).  Það er ansi erfitt að finna það sem við viljum þvi ég vildi ekki hafa það of væmið og krúttlegt ( lesist ungbarnalegt ) og heldur ekki of harkalegt.  Herbergið er enn i vinnslu en það sem a eftir að koma er ekki komið i leitirnar enn.
Kári Steinn fékk nýtt rúm í afmælisgjöf og er hann súperánægður með það.  Lestarlímmiðann fékk hann ömmu sinni Hósý en dýralimmiðann fékk hann frá ömmu sinni Ásu.

A hillunni er samansafn af hinu ýmsum hlutum.  Hann er með snigilsparibauk sem Víkingur á ( Vikingur fékk eitt sinn frá langömmu sinni Inger og langafa sínum Benna ), silfurrammi ( með einhverju öðru barni, gleymi alltaf að setja mynd af prinsinum í hann ) sem hann fékk í skírnargjöf, skartgripaskrín sem Víkingur fékk eitt sinn, fyrstu skórnir pabba síns og svo að lokum mynd af prinsinum.

Hvíti bangsinn sem er i horninu er gamli bangsinn minn sem ég fékk þegar ég var 10 ( fékk hann frá ömmu Inger og afa Benna þegar þau komu frá ameríku ), Snjókarlinn og litli hundurinn er gjöf frá ömmu Inger en hún prjónaði þá. 
Hér sjást nokkrir af dýralímmiðunum ( reyndar ekkert rosalega vel ) en sætir eru þeir og pjakkurinn mjög svo ánægður með þá.
Væri gaman að fá viðbrögð , hvernig finnst ykkur og viljið þið sjá meira?




Sunday, May 20, 2012

Barnaafmæliskaka

Ég hef alltaf keypt þau gestgjafablöð sem hafa innihaldið afmæli, saumaklúbba , kökur og annað i þeim dúr.  Svo fletti ég þeim fram og tilbaka þegar það eru afmæli og reyni að velja hvaða kaka/kökur eg mun hafa i það og það skiptið.  Það er ein kaka sem mig hefur alltaf langað að baka en alltaf hefur hún orðið útundan og ekki fengið að vera með.  



Barnaafmæliskakan ( gestgjafinn 11. tbl 2007 )

10-12 sneiðar

250g smjör, mjúkt
300g sykur
4 egg
1 1/2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

1/2 -1 tsk matarlitur, ég notaði bláan

1/2 dl kakó
2 msk mjólk

  • Hitið ofninn i 160°C
  • Klæðið 22 cm form með smjörpappír
  • Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt
  • Bætið eggjum útí, eitt í einu og hrærið vel saman.
  • Setjið hveiti, lyftiduft, mjólk og vanilludropa út í og hrærið saman.
  • Skiptið deginu í 3 hluta. Setjið matarlitin ut i einn hlutann, kakó og mjólk i annan og sá þriðji heldur sínum ljósa lit.
  • Setjið kúfaðar matskeiðar af deiginu í formið, alla þrjá litina til skiptis þar til það klárast.
  • Teiknið nokkra hringi með prjóni, athugið að fara alla leið niður í botninn.
  • Bakið kökuna í 50-60 min.
Frostingur

2 eggjahvítur
250g sykur
2 tsk síróp
1/4 tsk cream of tartar
1 tsk vanilludropar

  • Blandið eggjahvítunum, sykri, síróp og cream of tartar saman í skál.
  • Þeytið kremið meðalhratt saman i skál yfir vatnsbaði með handþeytara í 4 mín.
  • Takið skálina af hitanum og þeytið áfram í 3-4 mín.
  • Bætið vanillu út i og hrærið aðeins áfram.
  • Ef þið viljið setja matarlit út i kremið þá er gott að setja litinn út i um leið og vanilluna.
  • Setjið plastfilmu yfir kremið ef þið notið það ekki strax.

Hér sést hvernig kakan er áður en frosting kremið var sett á kökuna


Saturday, May 19, 2012

Ó pavlova !

Ég fann uppskrift af þessari dýrindis pavlovu, ég er svo hrifin af pavlovum :)  Þessi er algjört nammi og dálítið mikill töffari hehe.  Í kökunni  sjálfri er daim súkkulaði og í kreminu er toblerone og mascarpone rjóma krem, algjört æði.


Pavlova :

5 eggjahvítur
200g púðursykur
1 msk kartöflumjöl / maismjöl
1 tsk hvítvínsedik
1 poki daimkúlur

  • Hitið ofninn 150°C
  • Teiknið hring á bökunarpappír.  Ég notaði hring af smelluformi til að móta hringinn.
  • Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða hálfstifar
  • Blandið púðursykrinum saman við smátt og smátt og þeytið áfram þar til marensinn myndar stífa toppa og gætið þess þó að þeyta ekki of lengi.
  • Þeytið að endingu kartöflumjöli eða maimjöli saman við, ásamt ediki og blandið daimkulunum saman við með sleikju.
  • Setjið marengsin á bökunarpappírinn og hafið smá laut í miðjunni.
  • Bakið i miðjum ofni i um 1 klst
  • Slökkvið þa á ofninum og látið pavlovuna standa óhreyfða í amk hálftima áður en hún er tekin út og latin kólna á grind.
Mascarponerjómi

150g toblerone
200g mascarponeostur
200 ml rjómi

  • Bræðið 125g toblerone gætilega yfir vatnsbaði
  • Hrærið þvi saman við ostinn.
  • Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við með sleikju
  • Hrúgið blöndunni á miðja pavlovuna
  • Saxið afganginn af tobleronesúkkulaðinu og dreiðið fyri kökuna.
Bkaið i miðjmum

Friday, May 18, 2012

Sleikjó

Ég ákvað að prófa popcake eða eins og ég kalla Sleikjókökur.  Ég hef ekki lagt í þær áður en eins og svo oft þegar ég dreg það á langinn að gera eitthvað, því ég er sannfærð um að það sé svo flókið, þá var þetta ekkert mál og ég mun pottþétt nota þetta oftar í afmælum.


Fyrst tók afskorurnar af skúffukökunni, sem ég skar út til að búa til lestarvagninn, og muldi þær niður í skál.  Siðan bjó ég til blátt smjörkrem ( sama kremið og ég notaði í lestina ) og blandaði við kökunnikrumlurnar.  Þar á eftir bjó ég til kúlur og stakk inn í ísskápinn.


Hér sést svo aðeins inn í ískápinn hehe.


Síðan þegar það var tilbúið bræddi ég hvitt sukkulaði sem ég keypti í allt i köku en það er lika hægt að fa það a fleiri stöðum og huldi kökurnar svo þær urðu eins og sest a efstu myndinni.  Svo er bara að skreyta að vild með kökuskrauti.

Það væri mjög skemmtilegt að fá að vita hvað ykkur finnst og lika ef þið gerið ykkar sleikjokökur hvernig ykkur likar þær.


Thursday, May 17, 2012

Toblerone bollakökur

Mmmmmmmmm yndislegar eru þær bollakökurnar.  Ekki verra þegar þær eru fullar af toblerone hehe.



180g smjör
150g dökkt súkkulaði
3 stór egg
260g sykur
70g hveiti
40g kakó
50g Toblerone, frekar gróft saxað

Hitið ofnin i 180°C
Bræðið smjör og sukkulaði saman.
Þeytið egg og sykur létt saman
Blandið öllu saman við og hrærið blönduna saman með sleif.
Setjið pappaform í múffubakka og skiptið deiginu i formin.
Bakið i 20 mín.

Krem :

200g rjómaostur
200g Toblerone, brætt

Hrærið rjómaostinn mjúkan og bættið bærddu Toblerone saman við.
Sprautið kreminu ofan á kökurnar og skreytið eftir smekk.