Translate

Saturday, July 28, 2012

Nauthólsvík

Við fjölskyldan skelltum okkur í nauthólsvíkina um daginn og prófuðum sjósund.

Hér er Víkingurinn minn klár í slaginn.


Með flottu sundgleraugun sín sem eru með styrkleika :)



Duglegur er hann Víkingurinn :)


Hlaupa i sjonum, Kári Steinn að mana sig að fara út i sjóinn


Nei honum leist ekki alveg nógu vel á þetta.


Sundgarparnir mínir en þegar Kiddi var að koma upp úr þa óð Víkingurinn út í til hans og var ægilega montinn með sig :)

Friday, July 27, 2012

Skólapeysa i vinnslu

Stóri strákurinn minn er að fara að byrja í skóla.  Alveg ótrúlegt hehe.  Eg ákvað að prjóna handa honum peysu sem hann geti verið í inni i skólanum :)  Ég sá þessa sætu peysu a´forsíðu á Tinnu Ýr nr. 41 ( minnir mig, Kári Steinn reif forsíðuna af haha ).  Ég hef reyndar prjónað hana áður á Kára Stein úr lanet garni en núna nota ég kambgarn.  Ég nota líka stærri prjóna , nota prjóna nr. 3,5 og 4 i stað 2 og 2,5.  Þetta kemur ansi vel út þótt ég segi sjálf frá. 


Hérna sést peysan sem ég prjónaði handa Kára Steini, lanetull , prjónar nr 2 og 2,5 ( eilífðarverkefni ).  Núna ætla ég að hafa hana opna með rennilás, mjög spennt að sjá hvernig hún muni koma út.



Ekki mikið eftir :)

Monday, July 23, 2012

Má ekki seinna vera...

.... en að minna á þennan merkilega dag en í dag eru


Hehe, alveg frábært :)

Sunday, July 22, 2012

Frost

Það er ekki á hverjum degi að ég prjóna á elskuna mína hann Kidda.  En um daginn náði ég að klára peysuna Frost ur lopablaðinu nr 29.  Hún er prjónuð samkvæmt uppskriftinni á álafosslopa á prjóna nr. 4,5 og 6.

SKÁL !

Monday, July 9, 2012

Afmæliskaka



Tengdapabbi verður 60 ára á morgun en hann var með meiriháttar matarboð fyrir börn, tengdabörn og barnabörn á sunnudaginn ( fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina af nautakjötinu ).  Við Kiddi ákváðum að koma tengdapabba á óvart og bökuðum ( lesist ég bakaði og skreyti, Vikingur hjálpaði til við að baka og Kari þvældist fyrir ) handa honum tertu.  Auðvitað notaði ég tækifærið og æfði mig með sykurmassann og þar sem karlinn er mikill stjörnumaður þá varð það fyrir valinu.

Jarðaberjafromas

Uppskrift úr kökubók Hagkaups, bls. 22

Svambotnar :

4stk egg
150g sykur
100g Hveiti
50g kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft

Fromas :

250g ber, ég notaði frosin skógarber
2  msk sykur
6 stk matarlím
2 1/2 dl rjómi



Svampbotnar
  • Þeytið saman egg og sykur
  • Sigtið þurrefni saman við og blandið saman með sleikju
  • Setjið i 2 lausbotna 26 cm form
  • Bakið við 230°C í 8-10 mín
Fromas
  • Maukið 3/4 af berjunum i mixer, blandið sykri saman við.
  • Leysið upp matarlimið i köldu vatni og blandið saman við
  • Setjið restina af berjunum og blandið saman við'.
  • Þeytið rjomann og blandið svo saman við.
Setjið í springform og hafið efri botninn aðeins minni þannig að hann hverfi.  Setjið fromasinn ofan á neðri botninn, setjið næsta botn og svo rest af kreminu.
Kælið í 3-5 tíma eða yfir nótt.


Nokkrar myndir af rósunum sem ég gerði