Translate

Tuesday, November 20, 2012

Smákökur...........

Ég byrjaði á smákökunum í gær....................... já, já þær verða búnar löngu fyrir jól hahahaha en þær eru svooooo góðar.

Gerði lakkrís-súkkulaði-marengstoppa í gær og þeir eru æði.



Ákvað að nota loksins kökukrukkurnar sem ég keypti i sumar, 2 af 3 krukkum eru komnar í notkun núna.  Spurning hversu fljótt þessar kökur verða að klárast :)

Uppskriftin er einföld, fann hana utan á pokanum af Lakkrís kurli hjúpað súkkulaði frá Nóa Síríusi.

Nóa lakkristoppar

3 stk eggjahvítur
200g púðursykur
150g sírus rjómasúkkulaði
150 g nóa lakkrískurl

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykur.
  • Saxið súkkulaðið smátt.
  • Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
  • Látið á plötu með teskeið.
  • Bakið i miðjum ofni við 150°C í 15-20 mín.

Monday, November 19, 2012

Sætabrauðsdrengir

Fann þessa uppskrift í Gestgjafanum 2 tbl 2008.  Skemmtileg til að eiga og narta í.

24-26 stk

100g smjör, kalt i bitum
500g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk þurrger
3 dl volg mjólk
1 egg

1 egg til að pensla með
1 dl sykur + 1-2 tsk kanill, blandað saman

  • Hitið ofninn í 200°C
  • Myljið smjör vel saman við hveiti.
  • Setjið hveitiblönduna, sykur, salt og þurrger i skál
  • Bætið mjólk og eggi út í og hnoðið í sprungulaust deig
  • Látið deigið lyfta sér í 1/2 - 1 klst og skiptið síðan íu 2 hluta
  • Flegið degið út og stingið t.d. með piparkökumóti i kökur.
  • Raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
  • Sláið egg sundur i skál og penslið kökurnar með eggjahrærunni og stráið kanilsykri ofan á.
  • Bakið í 8 mín.
  • Kökurnar eru bestar nýbakaðar en þær má gjarnan frysta.

35........

dagar til jóla og .........
 
Smákökubaksturinn hefst hjá mér i dag :)
 
 




Thursday, November 8, 2012

45 dagar og það styttist


í jólin :)
 
Ég reyni þó af öllu alefli að draga það að fara að skreyta eða spila jólalög, tala nú ekki um að baka jólasmákökur hehe.  Vil hafa það í lok nóvember en það má alltaf telja niður til jóla.

Monday, November 5, 2012

Litlu vinir mínir :)

 
Ég hef eignast nokkra litla sæta vini sem hafa fengið stað í gluggakistunni í eldhúsinu.  Ég hef fengið dálæti af litlum fuglum, sérstaklega uglum :) 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Friday, November 2, 2012

51......

................. dagar og nóvember kominn með öllum sínum stælum.
 
 

Thursday, November 1, 2012

Loksins loksins

Loksins tókst mér það.  ...................... AÐ KLÁRA peysuna hennar Önnu Mariu.  Það var mikið, þessi peysa hefur verið leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengi í vinnslu , svo lengi að ég er farin að skammast mín fyrir það. 

Hér er peysan Land úr blaðinu Lopi Lopi 27.  Þar sem við ákváðum að vera með tölur þá lenti ég í vandræðum með að festa þær en það er nú kannski hægt að gera þetta fallegra seinna.

 
Önnu Maríu leyst ekki nógu vel á peysuna með þennan lista og ég var nú bara sammála henni i því.  Ég tók þvi listann af og setti segulsmellur i staðinn, hef aldrei prófað þær áður og er spennt að vita hvernig þær virka þegar farið er að nota peysuna.
 
Hér er peysan með smellununum.
Fram á :
 
Aftan á
 
 
Jæja hvernig list ykkur ?
 
Betra með smellunum eða listanum?
 
Knús i krús Prjónarós