Translate

Saturday, December 29, 2012

Gleðileg jól

Jólin hjá okkur hafa verið alveg yndisleg.  Okkur var boðið til mömmu á aðfangadag þar sem við vörðum kvöldinu saman með mömmu og Benna bróður í huggulegheitum.  Æðislegur matur ( jólaöndin nammi nammi namm  og möndlugrauturinn ).  Kári Steinn vann möndluna og vá hvað hann var hissa og glaður.  Síðan var þvegið aðeins upp áður en við brenndum nokkrum kaloríum við að dansa í kringum jólatréið og syngja saman jólalög.  Dansinn endaði á danska jólalaginu " nu er det jul igen " með tilheyrandi hlaupum um alla ibúð :) með Víking Atla í fararbroddi.
Svo komu gjafirnar.  Jólin hjá okkur hafa oft verið þematengd, alveg óvart haha.  Ein jólin fengu ansi margir verkfærakassa og verkæri, önnu jólin voru skurðbretti ansi vinæl.  Í ár var Iitala vinælt.  Ég fékk frá 2 kertastjaka fá mínum ástkæra eiginmanni og sonunum ( set inn mynd síðar ), Kivi kertastjaka frá bróður mínum grænan að lit og Marimekko skál frá Önnu Maríu.  Svo fengum við fullt af öðrum æðislegum gjöfum, sængurver og jólaóróa fá georg Jenson.

Á jóladag var haldið heim til tengdamömmu og tengdapabba að halda upp á afmælið hennar tengdamömmu.  Þar fengum við fleiri jólagjafir :)  ekki leiðinlegt !  og hittum skemmtilegt fólk og fengum góðan mat.  Um kvöldið fórum við aftur til mömmu og enduðum kvöldið í að púsla jolapúslið.

Annar í jólum var letidagur sem var alveg yndislegt ! :)

 
Ekki voru allar myndirnar jafn hlæjandi þvi elsti strákurinn er með mörg andlit hehe
 
 
 
Vona að allir hafi haft jafn yndisleg og hátíðleg jól og við fjölskyldan.
 


Friday, December 7, 2012

Aðventukransinn


Mamma gaf mér þennan fallega aðventustjaka fra Georg Jensen fyrir nokkrum árum.  Ég dýrka hann, ég hef notað hann síðan sem aðventukransinn minn og lika við önnur góð tækifæri, Hægt að setja ská innan í hringinn og setja eitthvað gott þar eða bara hafa hann einfaldan og fallegan.

Í ár ákvað ég að skreyta hann sjálfan og lika setja skreytingu innan i miðjuna.  Hugmyndina fékk ég fór á jólaskreytingakvöld Blómavals í nóvember með Margréti Völu, vinkonu minni.  Reyndar kom ég mér ekki í það að búa hann til fyrr en á miðvikudagskvöldið. 

Ég notaði ýmisslegt sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og svo yndislega sveppi sem ég keypti í Blómavali.

Borðstofuglugginn okkar að kvöldi til
Aðventukransinn minn, er hann ekki flottur

Thursday, December 6, 2012

Jóla, jóla, jólatré................

Tók mig til um daginn og bjo til silfur "jolatré".  Pínu subbuvinna en hva ! maður þrífur bara upp eftir sig :)  Ég allavegana keypti silfurgarn i rúmfatalagernum og setti það út í soðið sykurvatn ( hlutföllin í sykurvatninu 50:50 af sykri og vatni ).  Ég var með pappirskeilu og var búin að vefja utan um hana matarfilmu og þar utan um vafði ég svo silfurgarninu.

Hér er svo afraksturinn.

 
Jæja hvað finnst ykkur ?  Í skálinni er smá afgangur af marengstoppum sem ég gerði.
 
 
 
 



Monday, December 3, 2012

Dísarkjóll


Ég hafði prjónað yndislegan ungbarnakjól í fyrrasumar sem ég hafði geymt fyrir sérstakt tækifæri :)  Svo þegar ég heyrði að strákarnir mínir myndu eignast litla frænku þá vissi ég hvert kjóllinn ætti að fara enda er hann fjólublár sem eru litir þessarar fjölskyldu :)
 
Er hann ekki yndislegur ??
 
 


Svo er hægt að sjá bakið á honum  hér :)
 
 



 
Hver veit nema við fáum mynd af dísinni hingað inn þegar hún passar í kjólinn :)
 
Knús í krús
Prjónarós