Translate

Friday, June 29, 2012

Kjúlli


Kjúklingasúpa

Það var ákveðið að einu sinni í mánuði munu Kiddi og systkini hans ásamt foreldrum, mökum og börnum hittast og borða saman.  Við skiptumst á að halda súpukvöldið 1 x í mánuði og við byrjuðum.  Ég bjó til kjúklingasúpu með grænmeti og var með brauð með.

Út í súpuna settum við nachos.


og ost....


og guacamole, tacosósu, sýrðan rjóma og ostasóstu

Ég notaði tómatsafa í undirstöðuna, grænmetiskraf, nautakraft, hvítlauk , púrrulauk og vorlauk
Sætar kartöflur, tomatar, kirsuberjatómatar, sveppir, gulrætur, paprikur

mmmmm

nammi namm


Wednesday, June 27, 2012

Hugmyndir

Þessa dagana er framkvæmdarviljinn mikill en ég kem litlu sem engu i framkvæmd ;S.  Ég keypti fallega hillu í Góða hirðinum um daginn og ætla að mála hana í öðrum lit en handleggurinn minn er enn í hálfgerðum lamasessi þannig að ég kem litlu í verk þessa dagana, því miður.  Einnig langar mig mikið til að gera herbergið hans Víkings Atla mins fint, huggulegt og strákalegt og hausinn er alveg á fullu.  Ég er búin að finna gardínuefnið og sé herbergið alveg fyrir mér með þær og hvað er hægt að gera í viðbót, eini gallinn er að gardínuefnið er heldur dýrt.  Ætlum að mála herbergið, allavegana 1 vegg og setja á veggina myndir, kaupa handa honum skrifborð því hann er jú að byrja í skóla í haust.  Nota það sem til er og bæta svo við til að fá meiri hlýleika í herbergið þvi það er ansi kalt og tómlegt eins og það er núna.  Mig langar að honum finnist herbergið sitt vera sinn griðarstaður og að honum líði vel þar inni og vilji leika við dótið sitt þar INNI hehe.

Annað sem mig langar að fara að gera er að koma myndum af strákunum í ramma og koma þeim upp á veggina.  Stundum er framkvæmdarviljinn meira i höfðinu en að koma þessu í raun og veru í framkvæmd. 

Næstu dagar fara sem sagt í það að hugsa um það sem mig langar til að gera og skoða mig um hvað er í boði fyrir stóra strákinn minn og hvar er hægt að fá hlutina ódýrast.

Friday, June 22, 2012

Pönnukökur


Ég elska pönnukökur en þvi miður bý ég þær allt of sjaldan til.  Í gær ákvað ég að gera smá skammt af pönnukökum til að gleðja hetjuna mina hann Viking Atla.  Hann var heima hjá mér í gær að jafna sig eftir að fá gifs á báða fætur ( verið að teygja á vöðvum og sinum í kálfunum ).


Uppskrift


Hráefni :

3 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 msk sykur
2 egg
3 dl mjólk
1/2 tsk vanillusykur
25g smjör
  • Bræddu smjör á pönnunni við miðhita
  • Settu hveiti , sykur, lyftiduft í skál
  • Þeyttu saman egg og mjólk og settu vanillusykurinn út í eggjablönduna
  • Helltu helmingnum af mjólkurblöndunni í þurrefnin og hrærðu degið strax með þeytara þar til það er kekkjalaust
  • Hrærðu bræddu smjörinu saman við og síðan afganginum af mjólkurblöndunni
  • Búðu til pönnukökurnar.
     


Thursday, June 21, 2012

10 ár


Seinasta föstudag áttum við hjónin 10 ára brúðkaupsafmæli.  Þetta er buið að vera yndislegur tími, við höfum gengið í gegnum margt saman bæði gott og slæmt en enn  erum við jafn sterk og við vorum þegar við gengum upp að altarinu.



Ég fékk þessar rósir í tilefni dagsins, þær eru keyptar beint frá bónda í Mosfellsdal, ofboðslega fallegar.  Við áttum yndislegan dag saman hjónin.  Gerðum íbúðina hreina, fórum í sund, nutum þess að vera 2 ein saman, barnlaus því strákarnir voru hjá mömmu og Önnu Maríu og fórum út að borða.  Prófuðum stað á Snorrabrautinni sem heitir Roadhouse.  Ég fékk rosalega gott salat þar og franskarnar sem Kiddi fékk með hamborgaranum sínum voru æðislegar ( ath ! þetta er ritað af konu sem borðar venjulega ekki franskar ).

Wednesday, June 20, 2012

Hnetumarengs-sukkulaði terta


Ég var með bókaklúbbinn minn hjá mér í gær.  Meðlimir þessa bókaklúbbs eru hressar frænkur mínar :)  Við hittumst 1 x í mánuði og i hverjum hittingi er valin bók sem við lesum allar og svo ræðum við þessa bók í næsta hittingi.  Auðvitað ræðum við allt annað líka , um fjölskyldur okkar , það sem á daga okkar hafi drifið og lífið almennt og svo líka þessa blessuðu bók.  Í gær var komin röðin að mér að halda hittinginn og ég var lengi að ákveða hvað ég ætti að bjóða upp á.  Að lokum ákvað ég að baka sparikökuna mina.  Sparikakan er ekki sparikaka að ástæðu lausu.  Hún er sparikakan því er svakalega góð og líka því það tekur dágóðan tíma að búa hana til :)


Súkkulaðimiðja
Hráefni :
7-8 meðalstór egg
140 g sykur
275g sykur
2 dl vatn
500g dökkt sukkulaði, smatt saxað
330g smjör, skorið i litla bita
Hitið ofninn i 160°C
Smyrjið 2 hringlaga form með svolitlu smjöri og straið hveiti inn i þau.
Sláið vel ur formunum til að losna við umfram hveiti.
Þeytið eggin og bætið 140g af sykri mjög vel saman við a meðalhraða i uþb 10-12 min eða þar til blandan er orðin mjög ljós og létt.
Setjið 275g af sykri i pott ásamt vatni og hitið að suðu, látið malla við hægan hita i 2-3 min eða þar til sykurinn er alveg bráðnaður.
Bætið súkkulaði og smjöri út í sykurlöginn og hræðið vel saman við. Takið pottinn af hitanum, þeytið blönduna þar til hún er orðin alveg slétt og leyfið henni síðan að kólna i pottinum i nokkrar mínútur.
Stillið hrærivélina a meðalhraða og blandið súkkulaðihrærunni saman við eggjablönduna i uþb halfa min.
Hellið deiginu i smurðu formin og bakið, helst i vatnsbaði i 45 min eða þar til botnarnir eru orðnir lettir og svampkenndir.
Leyfið botnunum að kólna i forminu og hafið ekki áhyggjur af þeim ef myndast hörð skel, botnarnir eiga ekki eftir að sjast ;)
Marengsbotnar
Hráefni :
5 eggjahvitur
150g sykur
1 tsk edik
1 tsk kartöflumjöl
1 1/2 tsk vanilludropar ( eg nota vanillusykur )
150g hnetur af eigin vali, gróft malaðar
Hitið ofninn i 160°C.
Þeytið eggjavitur i tandurhreinni skál þar til þær eru farnar að freyða vel.
Bætið sykri út i smátt og smátt. Hrærið áfram i 2-3 min eða þar til blandan er orðin hvít, þykk og glansandi.
Bætið ediki, kartöflumjöli og vanilludropum út í og hrærið áfram i stutta stund.
Blandið hnetum saman við að lokum með sleikju. Ég hef notað hunangsristaðar salthnetur eða karamelluhnetur fra H-Berg.
Klæðið ofnplötu með bökunarpappir og teiknið 2 hringi, alika stora eða aðeins stærri en súkkulaðikökubotnanna
Skiptið marensblöndunni i hringina og dreifið ur henni.
Bakið marengsbotnana i uþb 20 min og latið þa siðan kolna alveg.
Latið rakt viskastykki liggja við bökunarpappirinn svo auðveldara verði að losa hann fra.
Karamella
Hraefni :
1 dl síróp
240g sykur
5dl rjómi
3 msk smjör
1 tsk vanilludropar ( eða vanillusykur )
2-3 dl salthnetur eða aðrar hnetur að eigin vali
Setjið síróp, sykur, rjóma og smjör i pott og sjóðið vel saman.
Sjóðið karamelluna i 40-45 mín. við góðan hita og hrærið i öðru hverju.
Fylgjast þarf með karamellunni allan timann, hún á að sjóða vel en hitinn má ekki vera svo mikill að sjóða upp úr pottinum. Bætið vanilludropunum út í karamellan er búin að sjóða i uþb 30 min.
Karamellan má ekki verða of þykk. Prófið karamelluna með þvi að dýfa teskeið i pottinn, þekja hana með karamellunni og dýfa henni svo i glas með köldu vatni. Vatnið ætti ekki að gruggast nema örlitið af karamellunni.
Takið pottinn af hellunni og hrærið salthnetur saman við karamelluna, leyfið blöndunni að kólna svolitla stund.
Salthneturjómi
Hraefni :
1 L rjómi
1 tsk vanilludropar
4 dl salthnetur eða aðrar hnetur að eigin vali, gróft malaðar.
Þeytið rjóma og vanilludropa saman þar til rjóminn er orðinn léttþeyttur.
Blandið þá salthnetunum saman við með sleikju.
Samsetning :
Leggið marengsbotn a kökudisk og fjarlægið bökunarpappírinn.
Dreifið 1/4 af karamellunni jafnt yfir botninn og toppið með 1/4 af salthneturjómanum.
Leggið súkkulaðibotn ofan á og smyrjið öðrum fjórðungi af salthneturjómanum yfir. Dreyfið karamellu yfir rjómann að lokum og skreytið ef til vill með muldum salthnetum.
Farið eins að með hina botnana.
Tekið ur Gestgjafanum13 tbl. 2011

Tuesday, June 19, 2012

Litli kokkurinn


Víkingur Atli er búinn að eignast nýtt áhugamál.  Hann fékk frá ömmu sinni og ömmusystur svuntu og kokkahúfu og þetta bar hann þegar hann var að grilla pulsur í kvöldmatinn um daginn.  Alsæll með nýja hlutverkið sitt.



Wednesday, June 6, 2012

Morgunmatur

Þessa dagana , eins og svo oft að sumri til , reyni ég að borða hollt.  Það er miklu skemmtilegra að borða sumarlegan mat sem er ferskur og fallegur a að líta.  Grillið kemur lika sterkt inn og ekki skemmir fyrir að stákunum finnst fiskur svo góður og því er hann oftar þessa dagana. 

Allavegana þá er ég að reyna að borða hollara og oftar yfir daginn núna.  Meira grænmeti, minna um mjólkurvörur nema skyr, fetaost og kotasæla og svo einn ostur i viðbot sem ég man ekki hvað heitir hehe.  Svo er það kjötið.  Kjúklingur er inni, svinakjöt er úti.  Hreint nautakjöt og lambakjöt ( það er að segja ekki keypt grillkjöt sem hefur legið í plaspakkningum i marengingu í lengri tima. 

Með brauðið þá er ég yfir höfuð ekki mikið fyrir brauð en ég borða það alveg þegar það er í boði.  Hér heima borða ég meira gróft brauð, spelt brauð, rúgbrauð og þess háttar en ekki fínt hveitibrauð ( en það er gott líka ).

Morgunmaturinn minn í dag er á þessa leið.


Hádegismaturinn verður speltpastasalat :)

Fann ekki speltpastað þannig að það varð venjulegt pasta, þrilita í staðinn.  Svo er það allskonar salat, 2 jarðaber, appelsínugul paprikka, gulrót, steinselja, allskonar baunaspírur, gúrka, kirsuberjatómatar og sveppur.

Komið á diskinn minn með smá dressingu.  Dressingin er búin til með smá sýrðum rjóma ( 10 % ), hunangi , frönsku sætu sinnepi og kotasælu.


Gleymdi alveg myndinni en það var grillaður kjuklingur , hrísgrjón , salat og mangochutneysósa ( og svo franskar fyrir hina ).

Til að halda mér á réttu brautinni þá ætla ég að taka myndir af öllum helstu máltíðunum minum og birta hér næstu 4 daga.  Reyndar ef ég fer eitthvað annað að borða þá veit ég ekki hvort ég nái að taka mynd en hver veit.

Monday, June 4, 2012

Fjölskyldan

Við áttum alveg frábæra helgi.  Gerðum svo margt skemmtilegt saman fjölskyldan, hittum fullt af skemmtilegu fólki og skemmtum okkur vel.

Laugardagurinn byrjaði á þvi að fara i fjölskyldudag með vinnunni hans Kidda.  Það var haldið niðri í Kríunesi þar sem við gátum farið út á hjólabát, kanó og klifrað upp klifurvegg og svo var grillað.


Kára Steini langaði líka út að róa





Svo var það sumargrill Tilveru.  Frábært að hitta þetta skemmtilega fólk og öll kraftaverkakrílin.



Á sunnudeginum byrjaði dagurinn snemma , strákarnir fóru í heimsókn til frænku sinnar og hittu þar lítinn strák og léku við hann.  Við sóttum þá síðan og fórum í bæinn, fengum okkur að borða , kiktum á sjómannadagsskemmtunina.  Um kvöldið var svo matarboð hjá vinahópnum okkur, æðislegur endir á góðri helgi.

 

Margt hægt að gera....

úr mjólkurfernu :)



Vikingurinn minn kom heim um daginn úr leikskólanum með eitt af föndurverkefnunum sem hann hafði gert í listaskála.  Listakennarinn þeirra er mjög hugmyndarík og í þetta sinn kom hann heim með seðlaveski sem hann hafði gert úr mjólkurfernu.

Hann var ekki lítið ánægður með seðlaveskið sitt ( einns og hann kallar það ).  Hann bað fljótt um að fá að fara út í buð að versla og fá pening í veskið sitt. 
Um daginn var voru svo drengirnir báðir heima þannig að við röltum út í Nóatún.  Víkingur réði ferðinni, sagði til um hvar við ættum að ganga, hvað leið við ættum að fara og hvar við ættum að fara yfir Háaleitisbraut og hvenær við mættum fara yfir.  Þetta gekk allt mjög vel. Hann hafði fengið miða i veskið sitt þar sem voru 4 hlutir skrifaðir niður ( hann er eiginlega orðinn læs þannig að hann var mjög spenntur að fa að lesa hvað hann ætti að kaupa )  1 L af nýmjólk, 2 litlar kókómjólk og 1 pakki pulsubrauð.



Hann fann sér fljótt barnainnkaupakerru. Svo æddi hann fram og tilbaka um búðina, þurfti smá hjálp frá mömmu gömlu við að finna pulsubrauðin.  Næst var að borga :)  Mamma mátti ekki hjálpa til við það og við áttum ( ég og Kári Steinn ) áttum að halda okkur á okkar stað í röðinni, hann var að versla :)  Hann rétti fram peninginn sinn, hann hafði fengið að kaupa sér frostpinnapakka þannig að það vantaði smá uppá sem ég hjálpaði til við að borga.  Svo vildi hann kvitta þvi þannig gera fullorðna fólkið.  Nú vandaðist málið þvi hann náði ekki upp en hann deyr ekki ráðalaus drengurinn og náði sér í stól af næsta kassa ( sem var laus ) og settist á hann og kvitta á kvittunina nafnið sitt .  Afgreiðslukonan var alveg æðisleg við hann og svo þolinmóð  ( eins og við hin í röðinni ). Síðan bað hann um poka, færði stólinn og raðaði vörunum sínum i pokann.  Yndislegur og svo montinn af fyrstu innkaupaferðinni.  " Næst mamma, ætla ég að kaupa 5 hluti en ekki bara 4 !" heyrðist í honum meðan hann sagði til um hvar og hvenær við ættum að ganga yfir götuna á leiðinni heim.





Friday, June 1, 2012

Litir

Ég er með 3 verkefni i vinnslu þessa dagana.  Eitt sem ég hef verið að vinna í lengi en það er nærbolur á Víking Atla, svo er ég að prjóna á ullarpeysu sem á að vera tilbúin áður en hann byrjar í skólanum og svo peysu á sjálfa mig. 


Hérna sjást litirnir í barnapeysuna og byrjunin á bolnum.

Hér sést stroffið á annarri erminni á dömupeysunni sem ég er að prjóna.

Vonandi fer ég að verða betri í handleggnum svo ég geti verið fljótari að prjóna :)


Glugginn minn


Flotti glugginn minn sem ég er byrjuð að skreyta.  Ákvað að prófa að perla allskonar hjörtu og setja í gluggann ásamt öðrum hjörtum sem ég sé hér og þar :)