Translate

Monday, September 24, 2012

Dansi dansi dúkkan mín....

Ákvað að prófa eitthvað nýtt og fitjaði upp fyrir kjól á dúkkuna hans Víkings Atla ( tengdamamma keypti þessa dúkku í Tyrklandi þegar ég var ófrísk af Víkinginum ). Hafði fengið dukkufatablað frá einni í prjónahópnum mínum og þar á forsíðunni var æðislegur kjóll og frekar auðveldur að prjóna.

 
Auðvitað varð ég að prjóna sólhatt á dúkkuna lika.  Þessi dúkka er alveg frábær og svipurinn yndislegur :)
 
 
 
Jæja hvað segið þið, inn eða út? 
 
Mig vantar eiginlega babydoll dúkku, þannig að ef þið vitið um einhverja sem fæst ódýrt eða gefins þá væri ég alveg til í hana :)
 
Knús í krús Prjónarós
 
 
 

Tuesday, September 18, 2012

bakarameistarinn...

hann Víkingur Atli, eldri strákurinn minn, kom færandi hendi úr skólanum í gær.  Hann hafði farið í heimilisfræði i skólanum og hjálpað til við að baka Muffins.  Það sem hann var glaður að geta boðið upp á eftirrétt i gærkvöldi.  Það var alveg athöfn að leggja á borðið eftir matinn, setja kökurnar á disk og bjóða svo hverjum og einum upp á eina möffins :) 

 
Er hann ekki yndislegur hann Vikingur Atli ,stolti bakarameistarinn?
 
Knús í krús
Prjónarós

Friday, September 14, 2012

Besti staðurinn......

Kári Steinn , yngri sonur minn, á sinn uppáhaldsstað.  Ef við vitum ekki hvar hann er þá er nokkuð víst að við finnum hann á staðnum hans þar sem hann getur setið lengi vel og haft það huggulegt.

 
Hann fer upp i gluggakistuna sina og situr þar og fylgist með gangandi og keyrandi umferð fyrir utan hjá okkur.  Svo heyrist reglulega frá honum " Mamma, strætó " , " Pabbi, mótorhjól "  " ÁFRAM MÓTORHJÓL !".
 
 
Svo er líka gott að taka með sér skemmtilega bók og lesa aðeins í rólegheitunum.
 
Knús í krús
 

Wednesday, September 12, 2012

Fyrirsætan.....

...... Kjalvör Brák Reynisdóttir hefur fengið fyrsta módelstarfið sitt.  Hún sat fyrir í kjólnum sem ég prjónaði um daginn.  Svo sæt stelpa sem naut sín í bleika kjólnum ( kjóllinn Alda , uppskrift frá litlu prjónabúðinni ). 

 
Er hægt að vera krúttlegri :) ?? 
 
Svo var hún lika alveg svakalega montin :)
 

 
 
 
 Er hún ekki æði ???
 
Knús i krús
Prjónarós

Tuesday, September 11, 2012

Skrapp.....

..... ekki i bæinn hehe heldur föndrið skrapp.  Elska það, hef því miður ekki haft tækifæri á að leika mér í skrappinu undanfarna marga, marga mánuði en vonandi verður breyting á bráðum ( ég hef reyndar sagt það í langan tíma ).  Ég býð eftir aðstöðu fyrir mig þar sem eg get skipulagt dótið mitt og gert fallegt albúm fyrir Kára Stein.  Ég gerði albúm fyrir Víking Atla og er aðeins byrjuð fyrir Kára Stein.  Þetta er svo gefandi, skemmtilegt og róandi og skapandi.  Reyndar ansi dýrt áhugamál en fallegt getur það orðið.

Hérna koma nokkrar af mínum síðum úr fyrsta albúminu hans Vikings.
 
Forsíðan á fyrsta albúminu

 
Ég var svo bjartsýn að halda að fyrsta árið kæmist fyrir í einu albúmi hahahaha
 
 
Tilhlökkun, fór í bumbumyndatöku og var mjög ánægð með árangurinn
 
 
Fyrsta fjölskyldumyndin.
 
 
Fyrsta sinn sem ég fékk að halda á Víkinginum mínum
 
 
Yndið mitt
 
Eru fleiri i skrappinu?  Ég mun setja fleiri síður inn seinna læt þetta duga i bili.
 
Knús í krús
Prjónarós
 

Monday, September 10, 2012

Úú....... úú......................

Uglur er nýjasta æðið hjá mér eins og svo mörgum öðrum.  Það er eitthvað við þær, stóru augun, sögurnar um það hve klárar þær eru ( eins og ég hehehehehe ) og svo margt fleira sem er flott við þær og heillandi.

Uglubangsi sem mig langar að prjóna handa strákunum mínum.  Svo gott að knusa svona bangsa.


Yndislegt ugluvesti,  nú býð ég bara eftir því að einhver í kringum annað hvort panti svona vesti eða eignist lítinn dreng svo ég fái tækifæri að prjóna það :)

Æðisleg ugluhúfa sem ég fann inni á ravelry.

 
 
Svo má ekki gleyma fallega uglukjólnum sem ég prjónaði.
 
 
 
 

Hvernig finnst ykkur uglurnar? 
 
Endilega segið ykkar skoðun
 
Knús í krús
Prjónarós 

Thursday, September 6, 2012

Hindberjakakan....




.... í nýjum búningi. 
 






Ég hef gert þessa köku áður og þá leit hún svona út.
 
Mig langaði ekkert í allan þennan rjóma og hafði séð köku í gestgjafanum i sumar sem mig hefur langað að prófa að gera. Stal þvi kexhugmyndinni þaðan en leyfði hindberjafrómasinu að njóta sín.
Ég bakaði 2 svampbotna og skellit á milli, utan um og ofan á hindberjafrómasi. 
 
 
 
 
Utan um kökuna raðaði ég svo ladyfingers kexkökum.
 
 
Svakalega góð og falleg kaka. Svo er hægt að kaupa fullt af berjum og setja ofan á kökuna og þá er hún eins og berjakarfa.
 
 
 
 

Wednesday, September 5, 2012

Afmælið hans Víkings


Eins og ég hef sagt frá þá var hér afmæli um helgina og ég var búin að segja frá kastalakökunni.    Hérna koma restin af kökunni.  Það varð smá umræða hjá okkur hjónunum hvort ég væri búin að baka of mikið eða hvort þetta væri passlegt.  Ég viðurkenni að kastalinn var yfirdrifinn haha en góður var hann.

Eini afgangurinn sem varð eftir var hindberjakakan.  Fólkið eitthvað hálfhrætt við hana, skil það bara ekki því hún var ÆÐI.

 
Þessar kökur voru fyrir fullorðna fólkið og þau voru mjög ánægð að fá nammi köku fyrir sig hehe.
 

Afmælisbarnið bakaði þessa köku, rosalega góð og sæt.  Hann er alveg framúrskarandi bakari og verðandi kökugerðarmaður.

Tuesday, September 4, 2012

6 ára.....

 
.... afmæli eldri sonarins var haldið hátíðlegt um helgina.  Drengurinn fékk að ráða kökunni ( minnið mig á að setja einhvert val næst haha ) og hann valdi kastala með riddurum og dreka !!!  Í fyrra vildi hann fá sjóræningja og hann fékk þá þessa hérna köku

Ég er nú þannig að mér þykir skemmtilegt að hafa afmæliskökuna i stil við diska og glös og leitaði því um allt að diskum og glösum með sjóræningjum.  Fann loksins i partýbúðinni playmosjóræningjaglös og diska ( það var staðsett í útsöluhorninu því þau voru að hætta með þetta ).  Mikil gleði hjá mér því sjóræningjar voru greinilega ekki i tísku það árið..  Hentaði mér líka pryðilega þvi þa notaði ég bara playmokarlana hans til skreyta borðið.

Jæja allavegana nú var það kastali, riddarar og dreki !  Aftur byrjaði ég að leita út um allt, allar matvörubúðir, kökubúðir, partýbúðir, engir kastalar, engir riddarar og engir drekar.  Hmmmm hinsvegar var allt í sjóræningjum.  Þá veit ég það að á næsta ári verður líklega aðalþemað riddarar og drekar hahahaha.  Það voru sem sagt partýdiskar  og þess háttar fyrir krakkana, ég keypti svo ekta plastglös í söstrenes grene sem strákarnir geta svo notað áfram.  Krakkarnir voru nu ekki mikið að kippa sér upp við þetta :)  Kastalinn var svo skreyttur með gúmmidreka sem ég keypti í Toysrus og playmoriddurum frá hinum ýmsu löndum og tímabilum hehe.  Strákurinn var allavegana MJÖG ánægður og krakkarnir ánægðir. 


Þessi kastali er mjög gamall og slitinn, hefur orðið fyrir mörgum árásum en stendur samt uppi og aldrei verið sigraður :) 
 

Monday, September 3, 2012

40 ára ......



Í tilefni af fertugs afmæli vinkonu minnar bað hún mig að baka köku fyrir sig :)  Það var nú lítið mál.  Ég mátti alveg ráða hvernig köku ég vildi gera og hvernig hún yrði útlitandi.  Eina sem hún vildi var súkkulaðiterta :) 

Ég ákvað því að hafa það súkkulaðitertuna mína góðu með hindberjafromas a milli og smjörkremslagi ofan á með hindberjabragði.

 
Nokkrir það fór einn svona botn í kökuna ( hinir foru í afmælistertuna hans Víkingsins mins )
 
 
Yst a súkkulaðikökubotninn setti ég góða smjörkremsrönd og svo fyllti ég af hindberjafrómasi þar fyrir innan..
 
 
 
 
Svo var hinn botninn settur ofan á og smjörkrem smurt yfir alla kökuna.
 
 
 
 
Svo fór sykurmassinn ofan á og þar sem þetta var afmæli þá var tilvalið að búa til pakka.
 
 
Heildarútkoman.