Translate

Tuesday, February 19, 2013

Eplakaka með ís.

Ég átti von á þvi að fá nokkrar hressar stelpur í heimsókn um daginn sem varð svo ekkert úr.  Ég hinsvegar var heppin því ég bakaði eplaköku og gat því fengið mér góða sneið með ís út á.



Monday, February 18, 2013

Lasagna

Undanfarið hef ég ekkert getað notað hægri handlegginn nema til að skrifa hér i tölvunni og meira að segja það gekk frekar hægt.  Það var verið að laga hægri olnbogann sem hefur verið með brjóskútfellingar i liðnum sem olli mér MIKLUM óþægindum og verkjum seinustu mánuði.  Allavegana þá er ég á batavegi núna eftir aðgerðin og í dag fór ég að byrja að teygja á handleggnum enda þörf á því ég hef ekki getað rétt almennilega úr honum i marga mánuði. 

Í dag ákvað ég að elda kvöldmatinn :)  Ég hafði keypti í lasagna rétt sem ég sá hjá Eldhússögum.  Það er óhætt að segja að rétturinn sló algjörlega i gegn og það besta er að það er nóg fyrir okkur Kidda til að hafa í hádeginu á morgun eða kvöldmatinn.  Þetta lasagna verður fyrir valinu aftur hér hjá okkur.
 
 

Uppskrift fyrir 6:
Kjötsósa:
  • 800 gr. hakk
  • 1 pakki beikon
  • 1 stór laukur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 150 gr sveppir
  • 2 stórar gulrætur
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar (ég nota yfirleitt Huntz með hvílauk annars vegar og basiliku hinsvegar)
  • 3 msk tómapuré
  • kjötkraftur
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldum
  • Krydd lífsins frá Pottagöldrum, ég reyndar sleppti þessu því ég átti það ekki til
  • basiliku krydd
  • oregano krydd
  • salt og pipar
  • olía til steikingar
  • lasagna plötur
  • rifinn ostur

Aðferð
Beikon steikt á pönnu þar til það verður stökkt og gott. Beikonið tekið af pönnunni, lagt á eldhúsrúllublað, þerrað, kælt og skorið niður í litla bita. Sveppir skornir í sneiðar, laukur saxaður smátt ásamt hvítlauk. Steikt á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur og sveppirnir hafa tekið lit. Til þess að laukurinn brenni ekki er blandan tekin af pönnunni og hakkið steikt. Það er kryddað vel með kryddunum í uppskriftinni (ég notaði lítið sem ekkert salt þar sem að beikonið er vel salt) og nautakrafti bætt út í. Beikoni og grænmeti bætt út í ásamt niðursoðnum tómötum og tómatpuré. Þessu er leyft að malla í dágóða stund, smakkið til með kryddunum eftir þörfum.

Ostasósa:
  • 90 gr smjör
  • 90 gr hveiti
  • ca 1 líter nýmjólk
  • 2 dl rifinn mozzarella ostur
  • 150 gr rjómaostur
  • múskat
  • salt og pipar
Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Síðan er mjólkinni hellt rólega saman við, munið að hræra án afláts. Bætið osti og rjómaosti út í, hrærið saman á vægum hita þar til að osturinn er bráðnaður. Kryddið með múskati, salti og pipar.
 




 






Friday, February 15, 2013

Nokkrar í viðbót........

Eruð þið nokkuð orðin leið á skrappinu mínu ; )  Allavegana þá koma nokkrar af krúttinu mínu honum Víkingi Atla .
 
 
 
Víkingur Atli í skirnarkjolnum sínum 3ja mánaða.  Hann var skírður í Garðakirkju 9. desember, yndislegur dagur.

 
Hérna er Víkingur pottasleikir.  Hann var svo lítill drengurinn, 4ja mánaða og ofan í pottinum sem súpan sem var í skirnarveislunni hans var elduð í.  Þarna situr hann með sleif og mjög hugsi af hverju mamma hans er að troða honum ofan í pott haha.

 
Fyrsta fjölskyldumyndin af okkur.  Ég fékk þarna að kíkja a gullið mitt eftir aðgerðina og fékk hann i fangið í fyrsta sinn, hann var svo lítill bara 45 cm og 10 merkur.  Við urðum strax ástfanginn af þessum sjálfstæða og sterkar dreng sem átti eftir að reyna svo mikið í framtíðinni.

Thursday, February 14, 2013

Skrautið undir kúplinum...........

...........  Kúpulinn góði sem ég fékk ódýrt í rúmfatalagernum ( já það leynist ýmisslegt þar í þeirri búð )  er mjög óþolinmóður við skrautið sem hann fær að geyma.  Um jólin fann ég spegil sem passaði akkúrat í botninn á bakkanum sem er undir kúplinum.   Hann passaði svona ljómandi fínt og hreindýrið mitt sæta sem ég keypti á jólaskreytingakvöldi hjá Blómaval leið svona líka vel þarna undir glerinu.  Því miður náðist ekki að taka mynd af þessari fallegu skreytingu.  Hinsvegar náði ég að taka myndir af skreytingunum sem tóku við jólaskreytingunum.  Þrátt fyrir að jólin væru búin þá fengu könglarnir að vera aðeins lengur. 
 
 

 
 
 




 

Wednesday, February 13, 2013

Öskudagur



Strákarnir mínir voru alsælir i allan morgun, fóru strax á fætur ( sem gerist sko ekki oft hér á bæ yfir háveturinn ).  Víkingur Atli fékk nýjan búning í gær.  Hann gat valið um að vera kúreki og Emil í Kattholti. 

Hann valdi Emil, ég hef lúmskan grun um að héldi að hann gæti gert prakkarastrik eins og Emil haha.   Við vorum reyndar næstum því of sein að kaupa á búning því búningarnir voru næstum því allir búnir í Toysrus og biðröðin i partýbúðina var of löng til að við nenntum að standa í henni ( þá er ég að tala um röðina til að komast inn í búðina en ekki röðina á kassann ).



 Kári Steinn hélt að hann væri að fara í boltaskólann því hann verður stjörnustrákur í dag. Hann fékk að fara í stjörnugallanum sinum i dag, með stjörnuderhúfu og stjörnutrefil og svo fótbolta í fanginu.  Hef ég sagt að ég er gift inn í stjörnufjölskyldu hahahaha. 
 
 

Drengurinn varð því fyrir smá vonbrigðum þegar hann fattaði að hann væri ekki að fara í boltaskólann heldur á öskudagsball i leikskólanum.  Hann var samt orðin ansi spenntur fyrir deginum og að sjá i hvaða búningum hinir krakkarnir ætluðu að vera í dag.
 
 

Í gær var sprengidagur og okkur var boðið í mat til tengdamömmu og tengdapabba.  Takk kærlega fyrir okkur.  Baunasúpa og saltkjöt var það heillinn.  Strákunum líkaði það vel :) og fórum södd heim.


Á mánudaginn var bolludagur, bolla bolla.  Við áttum nokkrar bollur eftir bollukaffið sem við fórum í til mömmu á sunnudeginum ( takk fyrir okkur mamma ).  Við höfum haft það fyrir bolludagsið að vera með fiskibollur í kvöldmatinn og það kom í ljós að allir karlmennirnirn höfðu líka fengið fiskibollur í hádeginu en hey það er hollt og gott að borða fisk :)  Strákarnir voru svo æstir i að vekja okkur með bolluslætti að þeir gerðu það á sunnudeginum sem var kannski fínt þvi þeir voru allt of þreyttur á mánudeginum til að standa í slíkum skrípalátum.
 
 



Wednesday, February 6, 2013

skrappidískrapp

Nokkrar skrappsíður
 
 
Hér er ein siða sem ég gerði fyrir albúmið þeirra ömmu og afa. Ég gaf ömmu það þegar hún varð 80 ára.  Myndin er af afa mínum þegar hann varð 50 ára.

 
Pabbaknús.  Kiddi minn að faðma son sinn að sér nærri því nýfæddum.  Yndisleg stund að fá að hafa barnið sitt lifandi í fanginu :)
 

 
Víkingur Atli enn á vökudeildinni.  Þarna lá hann á lærunum mínum og horfði á mig með þessum storu augum.

 
Komin í föt og yfir í vaxtarherbergið á vökudeildinni
 
 

 
Þarna erum við erum við enn á vökudeildinni og strákurinn kominn i fín náttföt frá ömmu Hósý minnir mig.

 
Fyrsta baðið var tekið i vaskinum á vökustofunni og gaurinn var EKKI hrifinn !!

Monday, February 4, 2013

Nokkrar skrappsíður

Hér áður fyrr skrappaði ég mikið og gerði fyrsta árinu hans Víkings Atla ýtarleg skil enda gekk hann í gegnum mikil veikindi og erfiðleika.  Mér þykir voða vænt um þessi albúm, já þau urðu 3 albúmin , sem geyma fyrsta árið hans.
 
 
Hérna er ein sem ber heitið Leiddu mina litlu hendi.  Myndin er af elskulega afa mínum og Víkingi Atla.  Vikingur Atli var agnarsmár þegar hann fæddist eða 45 cm og 10 merkur og afi minn hafði sterkar og stórar hendur.  Yndisleg mynd sem ég elska alveg hreint, svo traustvekjandi.  Ég man hvað afi minn var glaður þegar hann fékk að halda á Vikingi þegar hann kom í heimsokn þegar Vikingur losnaði úr hitakassanum 4 daga gamall.
 
 

 
Þessi mynd var tekin þegar amma hans Víkings Atla hún Hósý hélt á honum.  Þessi mynd var tekin 1.sept 06 en hann fæddist 24. ágúst og enn höfðu þær ömmurnar ekki náð að sjá hann með opin augu.  Hann lokaði þeim alltaf rétt áður en þær komu í heimsokn upp á vökudeildina.

 
Hérna eru perluvinirnir Víkingur Atli og amma min Inger.  Þau náðu gríðarlega vel saman og Víkingi þótti gríðarlega vænt um hana.  Hún dó rétt áður en Víkingur var 4 ára, hennar og afa Benna sem dó í fyrra er sárt saknað af okkur öllum hér heima.

 
 

Þessar 2 siður er ein opna og hér er hann 1 mánaðar gamall og enn a vökudeildinni.  Mjög akveðin drengur með mikið skap, orðinn 49 cm og nærri þvi 3 kg og farin að nota sumt í stærðinni 56 :)

 
Prinsinn okkar 6 daga gamall

 
Mamma mín og pabbi með prinsinn okkar.
 
Kem með fleiri seinna ef áhugi er fyrir þvi