Translate

Wednesday, May 29, 2013

Súkkulaðikaka með frosting

Um daginn fékk fallegan hóp í heimsókn.  Hresst fólk sem kom og því prófaði ég nýja köku.  Mig minnir samt að ég hafi einhvern tímann bakað þessa köku áður en úff minnið er algjörlega farið að gefa sig hehe.

Hún varð reyndar ekki falleg, frekar eins og hvít klessa hahaha en hún smakkaðist samt vel.

Súkkulaðikaka með frosting  ( gestgjafinn 15 tbl 2009 )
10 sneiðar

300g hveiti
320g sykur
4 msk kakó
130g smjör, mjúkt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 dl mjólk
2 stór egg ( 3 ef þau eru lítil )

Hitið ofninn í 180°C
Hrærið allt saman í hrærivélaskál í 3-4 mín.
Skiptið deginu í 2 smjörpappírsklædd smelluform, u.þ.b. 24-26 cm í þvermál.
Bakið i ca 25 mín

Frostingur

200g sykur
1 tsk cream of tartar
1 eggjahvíta
1 dl sjóðandi vatn

Setjið allt í hrærivélaskál og þeytið þar til frostingurinn er orðinn hvítur og kaldur.  Þetta tekur uþb 5-8 min.
Leggið kökubotnana saman með hluta af kreminu á milli og þekið síðan kökuna með kreminu.


Monday, May 27, 2013

Makkarónugrautur

Þegar Víkingur lá inni á barnaspítalanum fékk hann makkarónugraut og honum fannst hann svakalega góður. Ég var þvi ansi glöð þegar ég var að skoða gamalt gestgjafablað (  og fann uppskrift af þessum graut.
3 tbl 2009 ) og fann uppskrift af þessum graut.


Makkarónugrautur
fyrir 6

3 dl vatn
150g makkarónur
1 L mjólk ( ég notaði reyndar bara um 750 ml )
70g sykur eða hunang ( ég notaði hunang )
1/4 tsk salt
1 tsk vanilluessens
Ég setti líka 2 vanillustangir sem hafði notað um daginn 

  1. Hitið vatnið að suðu og sjóðið makkarónurnar í 8 mín. eða þar til þær verða mjúkar
  2. Setjið þá mjólk, sykur, salt og vanillu essens í pottinn og hitið að suðu.

Sunday, May 26, 2013

Kaldur Mexíkó- ostaréttur

Hvort fólk frá Mexíkó borðar svona rétt veit ég ekki hehe en vikan , þann 24. nóvember 2011, segir það ;)

Um daginn þegar ég fékk skemmtilegt fólk heim, því ég fæ bara skemmtilegt fólk i heimsókn :), þá bjó ég til þennan rétt.  Hann var ansi góður og ég fór auðvitað strax að pæla í hvernig ég gæti breytt honum þannig að hann yrði enn betri.

Kaldur Mexikó réttur

Botninn

1 stórt brauð
1 dós ananaskurl, miðstærð
1 dós sýrður rjómi
2 msk majónes

Aðferð :

Brytjið brauðið og setjið í skál.
Hrærið sýrða rjóman, majónes og ananasskurlið saman við brauðið.
Setjið á botninn á eldföstu móti.


Ostablandan

1 Mexíkóostur
1/2 öðlingur
1/2 camenbert
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 appelsínugul paprika
1 pk skinka
1 bolli græn vinber
1 bolli blá vínber

Aðferð:

Brytjið allt niður, blandið saman og setjið yfir brauðblönduna.
Kælið.



Friday, May 24, 2013

Litla , fallega Milla

Þá er Milla komin í sinn loka búning.  Þetta er ungbarnakjóll á alveg nýfætt , verður gaman að geta gefið næstu litlu stelpu sem fæðist í kringum mig :)




Takk og knús Prjónarós



Thursday, May 23, 2013

Smáþjóðir

söfnuðust saman á Listasafni Íslands og voru með listasýningu.  Hekla systir var með verk á sýningunni og auðvitað mættum við Benni bróðir á sýninguna.  Skemmtileg sýning og alltaf skemmtilegt að hitta þau Heklu og Úlf.









Listamennirnir sem voru með verk á sýningunni.:
Daniel Arellano Mesina, Eve Ariza, Sigurður Atli Sigurðsson, Katerina Attalidou, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Justine Blau, Rita Canarezza & Pier Paolo Coro, Dustin Cauchi, Jóhan Martin Christiansen, Nina Danino, Oppy De Bernardo, Hekla Dögg Jónsdóttir, Doris Drescher, Barbara Geyer, Helena Guàrdia, Unn Joensen, Irena Lagator, Victoria Leonidou, Simon Le Ruez, Ingibjörg Magnadóttir, Mark Mangion, Lorella Mussoni & Pier Giorgio Albani, Teodora Nikcević, Minna Öberg, Bjargey Ólafsdóttir, Maria Petursdóttir, Pierre Portelli, Agnès Roux, Eric Snell, Miki Tallone, Jelena Tomašević, Pauliina Turakka Purhuonen, Natalija Vujošević, Martin Walch, Trixi Weis.

Tuesday, May 21, 2013

Piparmintubrownies

Ég skellti i eina piparmintubrownies til að borða yfir eurovision.   Þessa uppskrift fann ég hér hjá freistingum Thelmu.




Karamellu Brownie
(Breytt uppskrift upp úr bókinni Súkkulaðiást)

Innihald

300 g. konsum 70% súkkulaði
3 egg
2 tsk. vanilludropar
300 g. púðursykur
90 g. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk salt (1 tsk. fyrir þá sem vilja fá meira saltbragð)
200 g. smjör 
300 g. Pipp karamellu súkkulaði

Aðferð

Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
Þreytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þangað til blandan verður ljós og létt. Blandið öllum þurrefnunum saman og sigtið ofan í blönduna og hrærið rólega saman við. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í pott yfir lágum hita og blandið saman við, hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið 200 g. karamellu Pipp í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið léttilega. Smyrjið eldfast bót og setjið deigið í. Bakið í 25 mín. Þegar kakan er tekin út skerið þá 100 g. af karamellu pipp í grófa bita og setjið strax ofan á kökuna svo það nái að bráðna ofan á.  Gott er svo að láta kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin. Kakan á að vera blaut í sér þegar hún er tekin úr ofninum. Gott með t.d. ís eða rjóma!


Eurovision

Við buðum mömmu og Benna í eurovisionpartý seinusta laugardag.  Við drógum fram stærðarinnar hátíðarkjúkling sem tók allt of mikið pláss í frystinum okkar.  Ég bjó til salat og áætlunin var að hafa hrísgrjón með en svo kom í ljós seinustu stundu að við áttum bara pínulítið af þeim.


Þetta reddaðist þó allt saman og vorum öll södd og sæl á eftir :)




Strákarnir buðu upp á brauð sem þeir bökuðu sjálfir

Svo var það eftirréttirnir:
Mamma kom með eplarétt

Ég bjó til piparmintubrownies ásamt ís ( ég bjó til brúna ísinn )

Víkingur bjó til þennan rétt.

Við urðum ansi ánægð með úrslitin enda vann Danmörk :)





Monday, May 20, 2013

Hetjan mín

Í dag er hálfur mánuður liðin frá þvi að Víkingurinn minn fór í aðgerð á báðum fótum.  Það var verið að laga ristarbeinin og lengja hásinar og verður hann í gifsi á báðum fótum í ca 6 vikur.  Fyrstu 2 vikurnar mátti hann ekki stíga í fæturnar en núna ræður hann ferðinni.

Bræðurnir saman áður en við fórum niður á spítala.  Víkingur hafði fengið læknabúning að láni frá Önnu Maríu og það var alveg nauðsynlegur hluti af undirbúninginum.


 Lilli fékk að sjálfsögðu að fara með á spítalann og þarna er hann kominn með plástur.


Kominn í spítalarúmið.

Aðeins að hringja og láta vita af sér

Eftir aðgerðina

Gott að fá banana

Pabbi að kenna sjúklinginum á nýju spjaldtölvuna

Fjör á leikstofunni

Hressi sjúklingurinn

Nú hálfum mánuði seinna Þ

Vikingur að kenna Kára Steini á spjaldtölvuna














Friday, May 17, 2013

Bókaklúbburinn

Við erum nokkrar frænkur sem hittumst einu sinni í mánuði.  Í hverjum hittingi er ákveðin ein bók sem við lesum fyrir næsta hitting og ræðum hana þar.  Núna i maí bauð ég heim og það var fámennt en góðmennt.  Ég bauð upp á magnoliu vanillu bollakökur og svo prófaði ég nýja súkkulaðiköku.



Ég hef oft sagt það áður að ég er mikið að skoða köku og matarblogg.  Í þetta sinn ætla ég að kynna fyrir ykkur bloggið kökudagbókin.  Þar fann ég þessa súkkulaðiköku.  Ég hef verið að leita að góðri súkkulaðiköku til að prófa í stað kökunnar sem ég hef alltaf notað.  Þessi er meira fyrir fullorðna og hún er mjög góð.


Einföld uppskrift að botnunum (óbreytt úr bókinni Couture Wedding Cakes eftir Mich Turner):
  • 200 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
  • 250 gr ósaltað smjör
  • 350 gr púðursykur
  • 5 egg
  • 140 gr hveiti
  • 1,5 tsk vanilludropar
Bakið í tveimur 15cm hring formum við 140°C með viftu (160°C án viftu) í miðjum ofni í 45 mínútur. Ef þið eigið ekki rétta stærð getið þið bætt við eða dregið frá 20 mín af baksturstímanum fyrir hverja 5cm breytingu á stærð formsins. Leyfið kökunni að kólna alveg í forminu áður en hún er sett saman. Þessi uppskrift dugir fyrir ca 15 manns.
  • 90 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
  • 65 ml rjómi
  • 125 gr ósaltað smjör
  • 250 gr flórsykur
  • 1/2 tsk Madagascar vanilludropar



Jóhanna, Maria og Sigga


Elsku mamma mín


Anna María


Gugga




Tuesday, May 14, 2013

Bollakökur

Það er hægt að búa til svo margar skemmtilegar útgáfur af bollakökum.  





Útskritarkökur 







og svo til að tengja saman áhugamálin min.