Translate

Tuesday, August 27, 2013

Víkingur Atli 7 ára

Yndislegi drengurinn minn hann Vikingur Atli varð 7 ára seinasta laugardag. Hann var hæstánægður með daginn og stoltur af aldrinum sínum :)

Þessir 2 voru ansi þreyttir en mjög svo spenntir fyrir afmælisdeginum hans Víkings Atla.

Glaður með stóra pakkann sinn.

Kári Steinn fékk líka pakka

Hann fékk hamilton bil úr cars

Víkingur með fjarðstýrða bílinn sinn.


Sunday, August 25, 2013

Ungbarnapeysa



Hekla systir mín var að eignast barn.  Yndislegur drengur kom í heiminn 30 júlí.    Ég hef lánað henni nokkra hluti sem við áttum eftir strákana, ungbarnabala, skiptiborð og sitthvað fleira.  Mikið er ég fegin að það er hægt að nota þessa hluti :)í  Það er svo skemmtilegt þegar börn fæðast í þennan heim, yndisleg tilfinning.   Ég var búin að prjóna bæði kjól handa henni ef hún skyldi eignast stelpu og svo peysu ef hún skyldi eignast strák. Svo var bara spennan hvor pakkinn yrði fyrir valinu.

 Hérna er kjóllinn

Og hér er peysan 


Og hér getið þið fylgst með ferlinum á peysunni
Ég notaði Yaku garn frá litlu prjónabúðinni.  Þetta er ullargarn sem má þvo i þvottavél og ég ákvað að hafa peysuna brúntóna.
Uppskriftin sem ég ætla að notast við er frá Tinnu ÝR nr 41, uppskrift 1.

Verður spennandi að sjá hvernig þessi mun líta út :)

Sko ég var búin að velja þessa liti en þessi karryguli var ekki alveg að gera sig nuna þannig að ég fór og skipti
fékk grænan í stað karrygula.


Ég nota HiyaHiya prjóna nr 2,5.
Önnur ermin langt á veg komin
og hin líka

Búkurinn tilbúinn

Ermarnar að sameinast búknum.   
Hálfnuð með munstrið
Nærmynd af munstrinu




  Hvernig finnst ykkur svo útkoman?  

Tuesday, August 20, 2013

Háafell

Á leiðinni heim í bústaðinn úr Húsafelli komum við við á Háafelli í Hvítársíðu.  Mjög skemmtilegur staður.  Eini staðurinn sem er að rækta íslensku geitategundina sem er í útrýmingahættu.  Við fengum að skoða geiturnar og klappa þeim og svo er líka hægt að styrkja geit.

Kári Steinn fékkst ekki til að vera á mynd enda hræðist hann allt sem hefur fleiri fætur en 2.  Hann fékkst þó til að klappa einum kiðlingi eftir að hann fékk að vita að hann fengi nammi i verðlaun !


Víkingur hinsvegar var alveg til i að sitja fyrir ásamt þessum gæfa kiðlingi



Yndislegur dagur og allir vel þreyttir þegar í bústaðinn var komið og þá komu þau amma Ása og Benni þannig að það var fjör í bústaðnum.

Monday, August 19, 2013

Húsafell

Eftir að hafa skoðað hraunfossa og barnafoss keyrðum við í Húsafell.  Yndislegur staður.  Fyrst sýndi Kiddi okkur bústaði þar sem hann fór oft með fjölskyldunni sinni sem barn og svo á uppáhaldsstaðinn hans í Húsafell.  Þar kemur vatnið undan hrauninu og svakalega kalt og hreint.  Strákarnir fengu að vaða það aðeins og við borðuðum nestið okkar.

Síðan fórum við á leiksvæðið sem er fyrir neðan sundlaugin og lékum okkur þar aðeins áður en við héldum af stað aftur.


Við lækjarbotna





Skemmtilegur leikvöllur


Svo fékk leikfimi dagsins á trampólíninu :)






Yndislegur dagur og enn var hann ekki búinn.

Kær kveðja Prjónarós því alltaf eru prjónarnir með í för





Friday, August 16, 2013

Áskorun

Munið þið eftir áramótaheitinu mínu með að vera duglegri að elda og reyna nýja rétti.  Heitið hefur verið í dálítilli lægð í sumar en í kvöld tók ég af skarið og eldaði kjúklingarétt.  Áskorunin var að þetta var indverskur réttur, mörg hráefni og mjög spennandi.  Strákarnir þótti þessi réttur nokkuð góður en borðuðu ekki mikið.  Við Kiddi vorum samt sammála um að það væri alveg þess virði að elda hann aftur.  Ég breytti þó út frá uppskriftinni og hafði bara 1 lauk í stað 2ja og sleppti kóriandernum ( því ég fæ bara sápubragð af Kóríander upp í mig, ekki gott ! ) og setti steinselju í staðinn.  Næst myndi ég veiða kanilstangirnar upp úr fyrr.  



Uppskrift f. 3-4  (  Uppskriftin er að finna hjá Ljufmeti.com )
  • 2-3 tsk olía (t.d. kókosolíu )
  • 2 laukar, saxaðir gróft  ( ég notaði bara 1 )
  • 2 lárviðarlauf
  • 2-3 negulnaglar
  • 2 kanilstangir
  • 4 svört piparkorn
  • 3 kardimommur, heilar
  • 1 bakki kjúklingalundir (ca. 600 g)
  • 3 tsk garam masala (krydd)
  • ca. 2 cm engiferrót, rifin
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð gróft eða rifin
  • 1-2 tsk salt
  • 1/2-1 tsk chiliduft
  • 1/2 – 1 dl möndluflögur
  • 1 dós hrein jógúrt (180 g)
  • 2 græn epli, afhýdd og skorin í grófa bita
  • ferskur kóríander ( ég sleppti því og hafði steinselju i staðinn )
Hitið olíuna á pönnu og setjið út á pönnuna lárviðarlauf, negulnagla, kanilstangir, piparkorn og kardimommur í smástund. Bætið lauknum út í og steikið við vægan hita í 3-5 mínútur eða þar til hann hefur mýkst aðeins en er ekki byrjaður að brúnast. Bætið kjúklingalundunum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur, bætið olíu á pönnuna ef með þarf. Setjið Garam masala, engiferrót, hvítlauk, salt, chiliduft og möndluflögur úr í og steikið í 2-3 mínútur. Lækkið hitann og hellið jógúrt út á og hrærið í nokkrar mínútur. Bætið eplunum saman við og látið malla undir loki í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Skreytið með ristuðum möndluflögum og ferskum kóríander. Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati ogNanbrauði.

Thursday, August 15, 2013

Hraunfossar og barnafoss

Við skruppum og skoðuðum barnafoss og hraunfossa í Munaðarnesferðinni okkar. Fint ferðaveður sem við fengum og við erum búin að komast að þvi að strákarnir okkar eru mjög góðir í bíl í lengri ferðalögum :)

Ég hef farið þarna margoft og alltaf eru þeir fallegir þessir fossar.  Ég hef samt aldrei farið þarna með strákana.  Lofthrædda ég og vitandi af glannaskap strákana minna  þá fengu þeir ekki að fara neitt án þess að halda í hendina á mér eða Kidda.  Reyndar fannst mér þetta grindverk sem er á fyrstu myndinni alls ekki barnhelt og þyrfti að bæta mun betur.












Wednesday, August 14, 2013

2 ný verkefni

Verkefnin mín eru búin og þá er að finna sér ný verkefni.  Ég á svo svakalega mikið af léttlopaafgangi og fann barnapeysu í Lopa 31 sem heitir Sara.  Sniðið á peysunni er ansi stelpulegt en með þvi að laga það þá get ég notað allan þennan bláa lopa sem ég á.  Þannig að afgangspeysa varð fyrir valinu.


Hér eru allir litirnir sem fara í þessa peysu.

Þar sem ég get ekki verið með bara eitt verkefni þá byrjaði ég á einni afmælisgjöf handa frænku strákana.


Hér eru litirnir i afmælispeysuna, bleiki er aðalliturinn.  Þetta er 100 % merinoull, afskaplega mjúk.

Tuesday, August 13, 2013

Ólafsvík

Meðan við vorum í Munaðarnesi skelltum við okkur á Ólafsvík til að horfa á Stjörnuna keppa.  Já ótrúlegt en satt þá fór ég á fótboltaleik.  Við brunuðum í Borgarnes þar sem við hittum tengdamömmu og systur hans Kidda og vorum samferða þeim til Ólafsvíkur.  Mjög skemmtileg ferð og falleg bæði fram og til baka hehe.  Þótt leikurinn hafi ekki farið eins og ferðafélagar mínir vildu þá skemmti ég mér vel.  Eftirfarandi myndir voru teknar í fjörunni rétt fyrir utan Ólafsvík.