Translate

Friday, September 27, 2013

Hindberjasósa.

Munið þið eftir þessari hér sem ég sýndi ykkur í gær? 


Ég sá í sama blaði æðislega uppskrift af hindberjasósu sem passaði alveg við þessa köku.

Hindberjasósa, ( Coulis) 
 uppskrift úr Gestgjafanum 9 tbl. 2013 )

500g frosin hindber
2 dl sykur
3 dl vatn
safi úr 1 sítrónu

  • Setjið allt saman á pönnu
  • Hitið að suðu og látið malla við meðalhita í uþb 10 mín
  • Takið af hellunni og látið kólna
  • Maukið í matvinnsluvél og þrýstið síðan gegnum sigti.
  • Geymist í 4-5 daga í kæli




Thursday, September 26, 2013

Hindberjakaka

Ég fann þessa uppskrift í gestgjafanum.  Ég vissi þegar ég fann þessa uppskrift að ég yrði að baka hana og hafa hana í afmælinu hans Víkings Atla.  Af hverju er spurt?  Jú það voru hindber í henni og hún virkaði mjög girnileg.  Reyndar fann ég 2 villur í uppskriftinni en það kom ekki að sök.


Hindberjaterta með heslihnetum  ( uppskrift úr Gestgjafanum 9 tbl. 2013 )
Fyrir 10 -12

Botnar :

125g heslihnetur
4 eggjahvítur
250g sykur
1/2 tsk edik
1 tsk vanilludropar

Fylling :

4-5 dl rjómi
300g hindber
2 msk flórsykur

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Saxið heslihneturnar frekar gróft, best er að saxa þær á bretti svo þær verði jafnari en matvinnsluvél er líka í góðu lagi. ( Ég keypti þær bara saxaðar niður haha )
  • Ristið hneturnar á pönnu og kælið þær aðeins.
  • Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að stífna.
  • Setjið sykur út í eina skeið í einu og hrærið í á meðan.
  • Hrærið 2 -3 mín í viðbót eftir að sykurinn hefur samlagast.
  • Bætið þá ediki og vanilludropum saman við.
  • Smyrjið 2 22 cm lausbotna form með olíu og skiptið deginu á milli þeirra.  Bakið botnana í 35-40 mín. ( ég breytti þessu reyndar og setti allt degið í einn botn og gerði 2 botna, fannst botnarnir koma fallegri út þannig ).
  • Þeytið rjómann, maukið helminginn af hindberjunum og blandið saman við hann ásamt flórsykri.
  • Leggið botnana saman með helmingnum af rjómanum og setjið restina af rjómanum ofan á.


Wednesday, September 25, 2013

Vinaafmælið hans Víkings Atla

Víkingur Atli fékk að halda upp á afmælið sitt fyrir vini sina ( sem eru ekki í bekknum ).  Við ætluðum að hafa það einfalt en skemmtilegt.  Eftir að hafa skoðað málið vel og vandlega þá var ákveðið að hafa pulsur í boði og eina afmælisköku.  Ég útbjó pulsuborð þar sem krakkarnir stóðu i biðröð til að bíða eftir pulsunni sinni sem afmælisbarnið útbjó ( með hjálp pabba síns ).


Víkingi þótti þett ansi flott og skemmtilegt :)


 Þarna stóð hann og tók á móti pöntun og útbjó svo pulsurnar.  Pabbinn var innan handa svo hráefnin færu nú ekki alveg út um allt.



Síðan var boðið upp á köku á eftir

Þriðja og siðasta fótboltakakan þetta árið hehe













Tuesday, September 24, 2013

Septemberverkefnid í áskoruninni miklu

Á bloggsíðunni hnoðrar og hnyklar er í gangi áskorun. klára garnafganga.  Í hverjum mánuði vel ég verkefni og tek mynd af garninu sem ég ætla að prjóna úr.  Ég má ekki kaupa garn í verkefnið þannig að ég mun vinna í því að minnka garnfjallið sem er inni á skrifstofu.  Eiginmaðurinn verður ánægður með það hehe.
Í september ákvað ég að ganga í það að minnka eitthvað af lanettgarninu sem ég á. Ég ætlaði ekki að trúa því hvað ég ætti mikið aF LANETGARNI. Ég sá að ég ætti nokkra hnykla af kóngabláu og ákvað að skella í eina tinnu á 6-9 mánaða.

Hér má sjá garnið sem fer í peysuna  og fyrir nean er peysan sjálf.  Tók mig tæplega 10 daga ad klára hana :)







Af þessum 12 verkefnum þurfa 6 þeirra að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum

Þessi peysa uppfyllir eitt af þeim, tvíbandaprjón


  •  Afgangar: verkefnið þarf að vera að mestu leyti úr afgöngum.
  •  Í verkefnið þarf að nota annað hvort gataprjón eða kaðlaprjón.
  •  Í verkefninu þarf að vera tvíbandaprjón.
  •  Í verkefninu þurfa að vera a.m.k. fjórir litir.
  • Verkefnið (eða hluti þess) þarf að vera röndótt eða köflótt.
  • Í verkefnið þarf að nota einhvers konar lopa.
  • Í verkefninu þurf að vera myndprjónuð blóm eða ber.
  • Í verkefninu þarf að vera öðruvísi stroff (ekki 1x1 eða 2x2)
  • Í verkefnið þarf að nota sjálfmynstrandi garn (má vera handlitað).
  • Í verkefnið þarf að nota bæði hekl og prjón. 


  • Kærar kveðjur prjónarós og munið að þið getið talað við mig ef ykkur vantar góða peysu eða húfu til að gefa í gjöf, t.d. sængurgjöf




    Monday, September 23, 2013

    Pestó kjúklingur

    mmmmmmmmmmmmmmmmmm kjúklingur er æði.  Það er hægt að matreiða hann á svo mismunandi vegu að það er alveg hreint unun.  Í þetta sinn valdi ég pestókjúklingur , ástæðan var einfaldlega sú að ég átti allt í hann í skápnum :)



    Kjúklingabringur ( ég var með 4 i þetta sinn )
    1 pestókrukkur (í þetta sinn notaði ég sólþurrkaða tómatapestó en það er líka vel hægt að nota grænt pestó)
    2 msk olia (ég notaði ólivuoliu)
    salt og pipar.
    Tómatar
    fetaostur

    Pestóið, olían og salt og pipar blandað saman og kjúklingabringurnar velt upp úr pestóblöndunni. Tómatarnir skornir niður í þunnar sneiðar og sett ofan á bringurnar.
    Fetaosturinn stráður ofan á allt saman
    Inn í ofn , 200° í 45 mín

    Borið fram með hrísgrjónum og salati :)



    Verði ykkur að góðu :)


    Friday, September 20, 2013

    Bekkjarafmælið hans Víkings Atla og Samúels

    Bekkjarfélagarnir Víkingur Atli og Samúel héldu saman upp á afmælið sitt fyrir bekkinn sinn.  Reyndar buðu þeir eingöngu strákunum, 18 stykki.  Þau eru 27 stykki í bekknum, 18 strakar og 9 stelpur.  Afmælisstrákarnir héldu afmælið sitt i ævintýralandi í kringlunni og þar fengu þeir að hamast í 2 tíma saman.  Þeir buðu upp á afmælisköku og rice crispie kökur.


    Afmæliskakan í bekkjarafmælinu



    Thursday, September 19, 2013

    Blár kertalogi

    Um daginn þegar ég leit inn í litlu prjónabúðina þá sá ég húfu.  Reyndar hef ég oft séð þessa húfu í þessari búð og alltaf dáðst að henni , í þetta sinn ákvað ég að prófa þessa húfu.  Ég keypti garnið í hana, xxxx, valdi dökk bláan lit í þetta sinn.  Útkoman varð ansi góð þótt ég segi sjálf frá , ég er rosalega ánægð með hana og það var ansi skemmtileg að prjóna hana.








    Wednesday, September 18, 2013

    Afmæliskakan hans Víkings Atla 7 ára

    Þegar ég spurði Víking Atla hvaða þema hann vildi hafa í afmælinu sínu var hann með það alveg á hreinu.  Hann vildi hafa fótboltaþema ! enda hefur hann farið á flest alla fótboltaleiki Stjörnunnar með pabba sínum í sumar.
    Ég fann svona líka fint mót í búðinni allt í köku og akvað að nota það til að gera boltann.
    Svo var það Betty vinkona mín sem skaffaði degið í þetta sinn.  Strákurinn var allavegana alsæll með utkomuna.

    Súkkulaðikaka, notaði betty crocker en það hefaðist ekki sem skyldi og því varð boltinn eiginlega eins og bauja haha.  Vanillukrem á milli.


    Vanillukrem utan um og svo sykurmassa sexhyrningar raðað utan um.






    Meira um kökuna.  Undir boltann þá þurfti ég að hafa einhvern botn því boltinn sjálfur var aðeins of lítill fyrir alla :)  Barnafmæli og þá lá beinast við að hafa rice krispie köku undir með bananarjóma og karamellu ofan á.




    Monday, September 16, 2013

    Allt heila settið :)

    Hér sjáið þið settið sem sonur hennar Heklu systur og Úlfs fékk frá okkur fjölskyldunni og Benna.

    Ein mynd í boði Kára Steins en hann tók mynd af Didda, sálarfélaga sínum og "afmælisbílnum (bretadrottning úr cars 2 en þar sem hún er með kórónu þá getur hún ekki annað en verið afmælisbíll ).  Settið lá þarna í bakgrunni.

    Hann fékk 2 húfur haha.  Þegar ég hafði klárað fyrri húfuna þá sá ég að hún var ansi lítil og Hekla hafði sagt mér að hann væri höfuðstór þannig að ég ákvað að prjóna aðra stærri :)


    Sunday, September 15, 2013

    Komin af stað á ný.

    Tölvan mín fór í viðgerð og er komin heim á ný.  Loksins er hún komin en er alveg tom þessi elska þannig að nú þarf að fara að koma öllum forritum á sinn stað.  Ég er samt svo heppin að ég var buin að gera nokkra pósta þannig að þið fáið þá næstu daga hehe meðan ég hleð batteríin á ný.