Translate

Wednesday, October 9, 2013

Bræður :)

Um daginn fórum við í fallega skírn hjá honum Stefáni Orra.  Foreldrar hans og sytkini buðu okkur í skírnina sem átti sér stað í Laugarneskirkju og svo var boðið upp á kaffi ( og gos og safar ) og kökur á kaffi Flóru.  Mjög skemmtilegt allt saman og veitingarnar æðislegar.  Stefán Orri stóð sig mjög vel  og er nokkuð ánægður með nafnaval foreldra sinna.

Á leiðinni heim komum við fjölskyldan við í grasagarðinum og þar náðust í þessar hér myndir


Bræðurnir að styðja hvorn annan til að komast framhjá gæsahópnum.  Sá stutti var og er ekkert allt of öruggur með sig nálægt dýrum og sá eldri er duglegur að styðja hann og hvetja áfram.  Víkingur er nefnilega hættur að vera hræddur við dýr eða svo segir hann ;)


Sloppnir :)




Tuesday, October 8, 2013

Fjölskyldudagur

Elskulegi eiginmaðurinn minn átti afmæli seinasta sunnudag og við skelltum okkur í bæinn saman fjölskyldan. Veðrið var æðislegt og strákarnir í góðum ham haha.














Hér var mikið pælt í því hvað fólkið sem ynni bak við þessar dyr væru að gera á daginn?





Knús í krús







Monday, October 7, 2013

Blámi

Víkingurinn minn stækkar með miklum hraða þessa dagana og allt í einu tók ég eftir því að hann var vaxinn upp úr nær öllum þykku peysunum sínum.  Þannig að ég fór á stúfana til þess að finna peysu fyrir drenginn og auðvitað vildi ég prjóna peysuna handa stóra stráknum minum.  Þar sem litla prjónabúðin er næstum þvi við hliðin á vinnunni hans mannsins míns þá er afskaplega freistandi að kíkja þangað öðru hverju :)

Ég fann þessa peysu þar


Ég valdi þessa liti.



Stroffið tilbúið





1 hnykill af gráu búinn

Búkurinn, önnur ermin og byrjuð á seinni erminni búinn

Munstrið á peysunni búið



Peysan búin en hettan eftir.

Ég var svo sannfærð um að þessi peysa væri akkúrat á Víkinginn minn.  Mikið hafði ég rangt fyrir mér hehe,  Þessi peysa er nú heldur stór fyrir drenginn minn þannig að ég býst við að hún muni duga honum næsta árið hehe.

Rennilásinn kominn og einungis eftir að klára hettuna.


Kem svo vonandi fleiri skemmtilegar myndir af þessum fallega strák í peysunni.

Kær kveðja Prjónarós





Friday, October 4, 2013

Októberáskorunin i Hnoðrum og hnyklum

Ég hélt áfram með garnið sem ég notaði i septemberáskorunni.  Þar notaði ég lanettull enda á ég nóg af því. 

 Hér er mynd af útkomunni úr september 


Hérna er garnið sem ég notaði í októberáskorunni


Húfan sem ég gerði

Hún var reyndar óþvegin þegar ég tók myndina

Hér eru september og október saman


Októberverkefnið uppfyllir 2 af þessum skilyrðum sem 6 af 12 verkefnum eiga að uppfylla.  Reyndar telst bara 1 á hvert verkefni og þar sem septemberverkefnið var með tvíbandaprjón ( og þetta hér lika ) þá er ég svo heppin að húfan uppfyllir annað skilyrði.  Það er bæði hekl og prjón í því.  Bandið á húfunni er heklað :)



  •  Afgangar: verkefnið þarf að vera að mestu leyti úr afgöngum.
  •  Í verkefnið þarf að nota annað hvort gataprjón eða kaðlaprjón.
  •  Í verkefninu þarf að vera tvíbandaprjón.
  •  Í verkefninu þurfa að vera a.m.k. fjórir litir.
  • Verkefnið (eða hluti þess) þarf að vera röndótt eða köflótt.
  • Í verkefnið þarf að nota einhvers konar lopa.
  • Í verkefninu þurf að vera myndprjónuð blóm eða ber.
  • Í verkefninu þarf að vera öðruvísi stroff (ekki 1x1 eða 2x2)
  • Í verkefnið þarf að nota sjálfmynstrandi garn (má vera handlitað).
  • Í verkefnið þarf að nota bæði hekl og prjón.