Translate

Tuesday, November 19, 2013

Púðar

Það eru til svo fallegir púðar og þeir þurfa ekkert endilega vera úr einhverjum "merkilegum" búðum :)

Rúmfatalagerinn

Fyrir þá sem elska að ferðast þá geta þessir 2 verið góðír i pakkann
Fyrir kattafólkið
og svo auðvitað líka fyrir hundafólkið

Bókaunnenndur

+
vantar bara Rauðhettu

Fyrir þá sem vilja hafa Ísland fallegt áfram

Fyrir bílafólkið þá er þessi til í Ilvu

Ekki má gleyma fiskifólkinu

Það er hægt að finna púða fyrir alla !











Monday, November 18, 2013

Heimsókn

Ég, Benni bróðir, maðurinn minn og gaurarnir minir lögðum leið okkar yfir Hellisheiðina i gær og heimsóttum Lindu systur.  Þar fengum við vöfflur og heitt kakó, hittum líka Jónu Björk systur og strákarnir minir léku sér við frændur sína þá Valtýr og Kristján Karl.  Ég steingleymdi myndavélinni heima þannig að þið verðið bara að ýminda ykkur þetta hehe.

Ég get þó sýnt ykkur hálsmenið sem við gáfum henni ( gjöfin sem við ætluðum að gefa henni í apríl haha, alltaf svo sein ).  Eydís Lilja , systir hans Kidda, bjó það til og það er svo flott og fallegt :)


Á leiðinni heim var auðvitað kíkt til ömmu Pöllu og afa Jóns og strákarnir skemmtu sér konunglega þar enda finnst þeim langafi sinn ótrúlega skemmtilegur :)

Thursday, November 14, 2013

Ungbarnahúfa úr Yaku garni

Yaku garnið er orðið eitt af mínu uppáhaldsgarni og það er yndislegt að prjóna úr því.  Ég er pínu mikill safnari af því sem ég tek mér fyrir hendur hvort sem það er skrapp, kortagerð, prjónadót, garn, baksturdót eða bara það sem er eitt af mínum áhugamálum þessa dagana.


Ég átti þetta garn hér og vildi endilega gera eitthvað við það í stað þess að láta það bara liggja inni í skáp og engin gæti notið þess að horfa á það.  Fann sæta uppskrift í einu tinnublaðinu og ákvað að þessi hnykill ætti að vera að húfu.

Nú er hún loksins tilbúin og komin í sölu kassann minn.  Ef einhverjum lýst vel á hana þá er hún til sölu hjá mér.



Að öðru þá bjó ég til mjög gott spagetti um daginn.  Ég hafði verið að skoða netið eins og svo oft áður og var á höttunum eftir nýrri uppskrift og fann uppskrift af milljón dollara spagetti.  Strákarnir voru mjög hrifnir af þessu og við hin lika.  Hver veit nema ég breyti uppskriftinni aðeins og hafi þennan rétt aftur á vikumatseðlinum..






Wednesday, November 13, 2013

Skrifstofuglugginn minn

Ég hef verið að vinna í litlu skrifstofunni minni undanfarna viku eða á meðan ég hef verið að leika hjúkrunarfræðing hér heima með alla veikindapésana mína ( ég er eiginlega alveg hissa á því að ég hef ekki sjálf orðið veik ).  Gluggakistan er orðin voðalega sæt, Skrifborðið komið á sinn stað og prentarinn kominn nær tölvunni.  Ég fékk þetta flotta saumaborð frá ömmu minni heitinni og það er komið á góðan stað og þið fáið að sjá mynd af þessu öllu saman þegar ég er búin að klára að laga til i hillunni.  En hér koma nokkrar myndir af gluggakistunni minni.


Limmðann í gluggann fékk ég í Tiger fyrir löngu.  Húsin eru kertabakki sem ég fékk um daginn í hagkaup, uglurnar eru héðan og þaðan og sveppirnir úr söstrenes grene.  Krosskrukkan er kertakrukka með fallegum poka utan um sem við fengum þegar Stelpurnar okkar dóu.




Svo eru hér 2 eftir að sólin fór niður.


Knús i hús eða krús


Koma áreiðanlega inn myndir þegar skrifstofan er orðin tilbúin.  Allavegana fyrir jól, fyst ætla ég að klára prófin í skólanum.




Tuesday, November 12, 2013

Emblukort

Strákarnir fóru í 5 ára afmæli til hennar Emblu Mjallar sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur seinustu helgi.  Ég bjó til eitt kort handa henni og stundum er nú gott að vera pínu mikill safnari eins og ég er.



Svo eru hérna gosarnir mínir




Monday, November 11, 2013

Vöfflur

Víkingur Atli var veikur seinasta mánudag og þriðjudag.  Á mánudaginn hafði hann beðið um að fá að baka vöfflur.  Ég gat auðvitað ekki annað en orðið við þeirri bón enda langaði mig líka pínulítið í vöfflur hehe.  Við fundum þessa uppskrift hér á netinu, nánar tiltekið á þessari síðu hér matarbok.is.


Hráefni
2stkegg
1msksykur
250grhveiti
1tsklyftiduft
1tskvanilludropar
3 ½dlmjólk
80grsmjörlíki
Aðferð
  • Egg og sykur þeytt fyrst saman
  • Þurrefnunum blandað saman ásamt mjólk og bræddu smjörlíki
  • Að lokum er vanilludropum blandað saman við
Það tók ekki langan tíma að skella þessu saman í hrærivélina og baka nokkrar vöfflur.  Við gerðum þó bara hálfa uppskrift en það var nóg handa okkur tveimur.



Eg læt fylgja nokkrar myndir af bakarnum minum en þær voru teknar eftir hans beiðni hehe.

Fyrst ein grettumynd

Svo ein falleg mynd


Svo aftur grettumynd

Kveðja 





Wednesday, November 6, 2013

Ishladan



I vetrarfriinu vorum vid i bustad vid apavatn og hofdum tad super gott saman, eins og eg sagdi fra i gær.  Vid hofdum lofad strakunum isferd og vid stondum alltaf vid loford okkar ( eda reynum tad allavegana ).  Vid heimsottum bekkjarfelaga hans Vikings og fjolskyldu hans sem voru i bustad tarna rett hja okkur og tau sogdu okkur fra bondabæ rett hja laugavatni , Efsti dalur, sem selur is sem tau bua til sjalf.  Okkur tykir svo skemmtilegt ad profa eitthvad nytt tannig ad vid skelltum okkur tangad.  Mjog skemmtilegur stadur, tarna er hægt ad kikja inn i hloduna og sja kalfa og beljur, svo eru tau med kaffihus tar sem sest inni i hloduna.  Tar selja tau allskonar heimagerdan is og vofflur og a efri hædinni eru tau med veitingahus.


Vid stodumst audvitad ekki matid og fengum okkur is eda Kiddi og strakarnir fengu ser is og eg fekk mer vofflu med is.

Strakarnir komnir med sinn is.  Vikingur er spenntastur fyrir venjulegan hvitan is en Kari akvad ad profa myntuisinn.



Eg beid eftir vofflunni minni en svo gleymdist ad taka mynd af henni en gomsæt var hun
Kiddi redst a isinn sinn og fannst hann svaka godur

Opna munninn pabbi, Kari gjafmildi vildi leyfa hinum ad smakka goda isinn sinn
Vilt tu Vikingur
Mamma vildi smakk

Flottu sprautudu dukarnir

Fallegt afgreidslubordid
En kaffihusid er i gomlu fjarhusi




Mæli med tessum stad :)















Tuesday, November 5, 2013

Vetrarfri

Vid vorum svo heppin ad geta fengid lanadan bustad sem amma og afi hans Kidda eiga nuna i oktober tegar Vikingur Atli var i vetrarfrii.  Kiddi for med strakana a fostudeginum og voru teir tar i notalegheitum tar til eg og Benni brodir komum til teirra a sunnudeginum.  Eg turfti ad verja ollum laugardeginum a adalfundi oryrkjabandalangsins en hafdi tad mjog gott alveg ein heima :)
Her eru nokkrar myndir ur ferdinni .


Brædurnir i solskininu

Verid ad ræda malin
Tengdir


Slappad af a pallinum

Nestispasa inni a laugarvatni
Kaffipasa i litla kofanum vid bustadinn

Vikingur syngur vid uppvaskid

Gonguferd


Gluggagæir


Knus i krus