Translate

Wednesday, December 18, 2013

Eitt litið hreindýr......

Ég á svo lítið og saklaust jólahreindýr, alveg yndislega saklaust.  Minnir mig dálítið á grallarana mina þegar þeir hafa gert eitthvað af sér og ég sting höfðinu inn í herbergið þeirra og þá kemur svona saklaus svipur á þá. Þeir verða voða hissa að ég skuli vera að ath hvað hafi gengið á inni hjá þeim ;)

Nema þeir reka ekki út úr sér tunguna eins og þetta hreindýr hehe.


Gylta búrið fékk ég eitt sinn frá ömmu minni Inger heitinni, jólasveinanna með gullhúfurnar fékk ég frá tengdamömmu að gjöf ( eða við hjónin fengum þá auðvitað haha ), litla rauða jólasveinin fékk ég frá Rannveigu vinkonu og hreindýrið var ósköp einmanna í blómabúðinni þegar ég sá það.  Auðvitað gat ég ekki annað en tekið það með heim.

Er það ekki æðislegt





Tuesday, December 17, 2013

Tónlistarunnandi minn


Vikingur Atli finnst mjög skemmtilegt að hlusta á tónlist, sérstaklega þegar það er sungið.  Hann og mamma hafa nú í 3 vetur farið saman á maximús tónleikana hjá Sinfóníuhljómsveitinni ( barnatónleikaröð ) og honum hefur þótt það afskaplega skemmtilegt og spes stund fyrir hann að vera einn með ömmu Ásu í bænum.  Auðvitað finnst honum svo að það eigi að vera kaffihúsaferð á eftir ;)

Svo er hér ein mynd af aðventukransinum í ár sem er með hinu einfaldasta móti hehe en ég hef gert 2 aðrar skreytingar sem ég sýni ykkur á morgun.



Kv.héðan úr snjónum Prjónarós

Friday, December 13, 2013

Piparkökuskreyting

Seinustu helgi fórum við í piparkökuskreytingu á Austurborg, leikskólanum hans Kára Steins.  Skemmtu strákarnir sér vel við að skreyta piparkökur og snúa starfsfólki leikskólans um fingur sér ( það sem eldri sonur minn nær að láta fólk gera hehe, algjör sjarmör ).








Eigið góða helgi.








Thursday, December 12, 2013

Tannsi

Það kom að því að hann Kári Steinn sættist við tannlæknastólinn og fékkst til að setjast í hann :)  Hingað til hefur hann alls ekki viljað koma nálægt honum og Elva tannlæknir hefur bara skoðað í honum tennurnar þar sem hann situr uppi á borði hehe.

Núna hinsvegar er hann orðinn svo stór að hann þorði og hann vildi endilega fá spidermankrem ( flúor ) á tennurnar og var mjög stoltur af því.


Tuesday, December 10, 2013

Krans á hurð

Ég ákvað að búa til nýjan krans á hurðina okkar.  Sá einn um daginn sem mér fannst svo sætur og ákvað að gera einn sem var svipaður.


Hjartakrans með 3 tegundum af hvítum borðum og silfurþræði, fjólubláum og silfurlituðum jólakúlum og fjólubláum borða og svo leirstjarna .  

Kransinn hangir svo á kransahanka sem ég fann i Hagkaup



Ekki má gleyma könglunum, þeir eru ekta jóla









Er þetta ekki bara hinn fínasti krans.  

Knús





Monday, December 9, 2013

Afmælisboð á fyrsta i aðventu

Ég veit, ég veit, aðeins sein með þetta eða um viku hehe en ég var í prófum og svo þvælist annað fyrir manni eins og börn, lifið , jólaundirbúningurinn og annað slíkt skemmtilegt.

Allavegana þá átti Benni bróðir minn stórafmæli fyrir viku síðan og það var haldið upp á það á Marina hóteli á jólahlaðborði þar.  Mjög góður matur og skemmtilegt að fara svona saman fjölskyldan út að borða.
Afmælisbarnið og Víkingur ( sem var búinn að telja dagana i afmælið hans ).



Þessir félagar komu úr playmodagatali strákana

Víkingur spenntur að fara á veitingahús að borða og lofaði að vera sérstaklega góður
Kári var líka mjög spenntur og passaði vel upp á afmælisgjöfina hans Benna frá okkur


Kári Steinn og gamli maðurinn sem er að pissa, Kára fannst hann mjög athyglisverður
Auðvitað fékk Víkingur mynd af sér með gamla manninum

Önnur klósettmynd en svona var karlasalernið merkt :)

Flott leirtau

Amma Ása gaf strákunum lego city ( má alls ekki gleyma city hlutanum ) dagatal og ég veit ekki hver var spenntari að opna það :)

Afrakstur dagatalana 1. des


Æðislegur desert 

Knús i krús