Translate

Tuesday, April 30, 2013

Nan brauð

Um daginn buðum við bróður mínum í lambakjöt og ákváðum að búa til okkar eigið nanbrauð.  Ég fann uppskrift af nanbrauði í einni Hagkaupsbókinni minni  ( Brauð- og kökubók hagkaups ) og skellti í brauðið.


Nanbrauð

500g hveiti
1 1/2 tsk salt
20g pressuger ( ég notaði þurrger í staðinn )
250 ml vatn
80g jógúrt
1 tsk cummin


  1. Setjið allt saman í hrærivélina og vinnið saman með krók rólega í 2 min, vinnið svo á miðjuhraða í 5 mín.
  2. Látið degið standa í 1 klst . undir rökum klut.
  3. Skerið niður degið i þá stærð sem þið viljið.
  4. Hitið pönnu og hafið hana mjög heita, fletjið degið út mjög þunnt með kökukefli.
  5. Setjið smávegis olíu og smjör á pönnuna og steikið brauðið þar til góður litur er kominn á það, snúið þá við og steikið hinum megin.

Kiddi að "búa " til brauðið.

Brauðið steikt á pönnu


Flottu nanbrauðin okkar og þau voru líka góð á bragðið
Nammi namm


Monday, April 29, 2013

Smakkkaka

Ég fékk ótrúlega spennandi tilboð og tækifæri um daginn.  Samstarfskona hans Kidda er að fara að gifta sig og bað mig um að íhuga hvort ég gæti bakað brúðkaupstertuna :)  Þvílíkur heiður að vera beðin um þetta og um leið kom þessi hnútur í magann  - hvort ég gæti það, er ég nógu góð og get ég bakað nógu góða köku.  Alveg ótrúlegt hvað óöryggið er fljótt að koma upp.  En ég ákvað að slá til og gefa þeim smakkköku og í gær komu þau.

  Ég gerði 2 kökur.  Báðar súkkulaðikökur eins og þau voru búin að biðja um.  Önnur kakan var með jarðaberjafrómasi en hin með jarðaberjum og smjörkremi.






Þessi gutti beið bara í "bátnum sinum " meðan ég setti saman kökurnar.


Um daginn var hann svo heppinn að fá að sleikja sítrónurjóma af sleifinni eftir að ein terta var tilbúin.







Wednesday, April 24, 2013

Eldurinn logar.......



Eldur

Eldurinn logar

langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.


Spýtist úr gígum

með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.


En handann við sortann,

háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.

Stofan hans Kára Steins, Furustofa, á leikskólanum hans Sólborg söng þetta lag með hreyfingum og búningi.  Allur leikskólinn var samankomin uppi á hólnum að syngja saman þúsaldarljóðið (nú man ég ekki eftir hvern það er).  Furustofa var með eldshlutann og voru búin að búa til fallegar kórónur og eldarmbönd til að sveifla á réttum stöðum í laginu.  Kári Steinn var nú ekki að deila leikhæfileikum sínum með foreldrum hinna krakkana, honum finnst greinilega nóg að fjölskyldufólkið hans fái að njóta þeirra hér heima.

Furustofa og eldurinn.  Kári Steinn situr fyrir miðju

Kári Steinn " leikari "



Flotti strákurinn minn

Barbapabbaregngallinn var flottur við eldsbúninginn :)








Tuesday, April 23, 2013

Sundgarpurinn minn :)

Víkingur Atli bauð okkur á sundsýningu í gær.  Hann hefur verið að æfa sund hjá Sunddeild KR seinustu 4 annir og þótt það æðislegt.  Víkingurinn minn er þekktur fyrir að vera gestrisinn og því fannst honum best að bjóða ömmum sínum og afa , Benna og Önnu Maríu ásamt okkur Kidda og Kára Steini á sýninguna.  Reyndar komust ekki allir en hann var alsæll með sýninguna.









Mæli með að senda börnin í sund.



Monday, April 22, 2013

Göngutúr............

.................í kirkjugarðinum.

Vikingur Atli hafði fengið að gista hjá mömmu minni ( ömmu Ásu ) á laugardagskvöldinu og við hittum þau á sunnudeginum í kirkjugarðinum í Fossvoginum.  Við fórum til að kíkja á leiðið hjá ömmu minni og afa og Benedikti litla.  Að því loknu fórum við í smá göngutúr um gamla kirkjugarðinn.  Það er viss sjarmi yfir gamla kirkjugarðinum og friðsæld þótt strákarnir mínir hafi aukið lifið meðan við vorum þar ahahaha.


Mamma, Kári Steinn og Víkingur Atli
Þeir höfðu fengið hlaupahjól daginn.  Víkingur fékk sitt í sumargjöf, ákváðum að gefa honum hana núna þar sem hann fer i stóra fótaaðgerð snemma i maí og verður í gifsi langt fram í miðjan júni.  Kári Steinn fékk sitt í afmælisgjöf en hann á afmæli 7. mai.


Þeir voru og eru alsælir með hlaupahjólin sín.


Hér hvila Sigurður langafi, Ása langamma, Benni afi, Inger Elise amma og Benedikt Bjarni litli frændi okkar.  Leiðið var mjög fallegt , fullt af vorblómum.


Fínu hlaupahjólin 







Fallegu strákarnir mínir









Friday, April 19, 2013

ELE design

Eydís Lilja, systir hans Kidda, hefur verið að gera rosalega falleg hálsmen og armbönd.  Hún notar margskonar efni en aðallega trékúlur sem hún málar sjálf.  Hérna er síðan hennar , ELE design.  Þessi stelpa er eldklár og með frjótt hugmyndaflug.  Alltaf jafn skemmtilegt að sjá nýja listamenn koma fram og leyfa hæfileikunum að njóta sín. 




Ég fékk eitt svona hálsmen í jólagjöf, alveg frábært, ein af mínum uppáhaldsgjöfum.














Nú eru stúdentsveislurnar framundan og útskriftir úr háskólanum þannig að það er um að gera að kaupa fallega, íslenska skartgripi.  Hægt er að kaupa skartgripina hennar í gegnum heimasíðuna hennar

ELE DESIGN