Translate

Friday, November 14, 2014

Afmælið hans Víkings Atla

Við héldum upp á afmælið hans Víkings Atla í ágúst enda á hann afmæli í ágúst,  Það var fámennt en góðmennt en afmælisbarnið skemmti sér mjög vel og þakklátur fyrir daginn.


Víkingur afmælisbarn með hluta af afmælisgjöfunum.


Bræðurnir


Afmælisborðið







Wednesday, September 24, 2014

September langi í....................

Já þessa dagana langar mig í ótrúlega margt en verð að láta mér nægja að láta mér langa í það haha.  Koma tíma og koma ráð og kannski verð ég heppin einn daginn.

Múminálfa bollarnir eru æðislegir, ég er að safna þeim. Ég fékk 4 í afmælisgjöf en langar í fleiri þannig að allir geta fengið þegar við erum með afmæli eða boð.  SVOOOO SÆTIR.


Hér eru 2 stórir , eins og fyrir mig sem drekka te en ekki kaffi.
Sumarbollinn 2014

Þessi var geffin út í tilefni af 100 ára afmæli höfundar Múmínálfanna
+
Hér eru svo fleiri sætir bollar

Svo eru auðvitað til fullt af fleirum æðislegum múmínbollum og mig langar í þá alla hahahaha.



Thursday, September 11, 2014

Loro Parque

Í fyrri vikunni okkar á Tenerife fórum við í Loro Parque, mjög fallegan og flottan dýragarð.  Hann var risastór með allavegana 3 risastórum sýningarsundlaugum og fullt af fleiri skemmtilegum stöðum og fullt af fallegum framandi dýrum.  Við náðum ekki að sjá allan garðinn svo stór var hann , og rútan sem náði í okkur hjá hótelinu kom allavegana 40 mín of seint  Ég held að bæði við fullorðna fólkið og strákarnir höfum öll skemmt okkur rosalega vel.

Byrjar maður ekki alltaf á byrjuninni.  Loksins kom rútan okkar og við tók ca klst akstur í dýragarðinn, Loro Parque.



Ég tók eftir því þegar ég var að taka þessar myndir saman að Kiddi minn var alltaf fyrir aftan myndavélina, hann var samt með í ferðinni.  Kannski Benni eigi skemmtilega mynd/myndir af honum.


Hér erum við komin inn i garðinn og þetta umhverfi tók á móti okkur.



Górillan var nú ekki mikið að æsa sig þótt hundruðir eða þúsundir af fólki var að glápa og hlæja að rólegheitunum hans.  Hann lét bara fara vel um sig og kippti sér ekki upp við áhorfendurnar.


Í garðinum voru þó nokkrar svona bronsstyttur og við töluðum við þær flestar.


Hér sjáið þið Vikinginn minn að skoða fiskana.


Við töluðum við þetta sæljón áður en við fórum á sýningu með þeim.


Sýningarlaugin fyrir sæljónin
Við flotta fjölskyldan og Kiddi hinumegin við myndavélina , spennt að biða eftir fyrstu sýningu dagsins.





Kári var ekki alveg viss með risaskjaldbökuna


Svo voru það höfrungarnir, sýningarlaugin þeirra




Á leiðinni yfir á þriðju sýninguna sáum við hvítt tígrisdýr, svo fallegt
Þau voru reyndar 2 , hitt lá tignarlegt á góðum stað og horfði á okkur mannfólkið.  Hvor var að skoða hvern ?



Þarna var þessi risaskjár með fullt af upplýsingum.







Við sáum reyndar engan fíl en fundum þennan flotta bronsfíl, og Vikingur var nógu kjarkaður til að setjast á bak.  Það sem hann var stoltur af því :)


Kári Steinn hékk á tönninni í staðinn, fílsbak var of mikið fyrir hann.


Síðasta sýning dagsins hjá okkur var páfagaukasýningin

Dýr geta líka verið pepsisjúklingar , ég skil það nu bara ekki þar sem ég hef aldrei getað drukkið þennan drykk hehe.

Yfirlit yfir dýragarðinn


Sumir voru mjög þreyttir og sváfu alla leiðina heim.

Kveðja og knús 
Prjónarós