Translate

Tuesday, January 14, 2014

Vettlingar



Það kom að því að ég prjónaði fyrstu vettlingana mína.  Kiddi bað mig um að prjóna á sig lopavettlinga sem hann gæti notað þegar hann fer í ferðir í hjálparsveitarskólanum.  Ég leitaði út um allt og loks fann ég uppskrift af karlmannsvettlingum í vettlingabókinni sem mamma gaf mér í jólagjöf i fyrra.  Bókin heitir Vettlingabókin, Gamlir og nýjir vettlingar og er eftir Kristínu Harðardóttur.  Uppskriftin heitir Stuðlabrugðnir karlmannsvettlingar og eru úr léttlopa. Vettlingarnir í þessari eru unnir eftir gömlum íslenskum vettlingum fra´mismunandi tímum, þeir elstu frá um 1880.  Stuðlabrugðnir karlmannsvettlingar voru algengir á fyrri hluta 20. aldar.  Þeir eru víða til a söfnum, allir mórauðir og tvíþumla en prjónaðir úr misgrófu bandi.  Ég hafði vettlingana hans Kidda aðeins með 1 þumli á vettling.


Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með þá þótt eigandi þeirra finnst þeir vera dálítið skrýtnir hehe.  Hann var samt ánægður með að vera komin með vettlinga og bað um annað par sem væru alveg sléttir ;)  

Að lokum verð ég bara að segja frá æðislegum kjúklingarétt sem ég eldaði um daginn, Kjúklingur með spínat, sætum kartöflum, kirsuberjatómötum, fetaosti og balsamik gljáa.  Uppskriftin er hér http://ljufmeti.com/2013/08/07/kjuklingur-med-saetum-kartoflum-spinati-og-fetaosti/.  Endilega prófið.  Ég ætla að prófa mig áfram með 1 nýrri uppskrift í hverri viku þetta árið og reyna fleiri nýja kjúklingarétti.  


Thursday, January 9, 2014

Á döfinni

Ég er byrjuð að geta prjónað á fullu á ný og er með 2 ólík verkefni í gangi.  Ég verð að geta skipt á milli svo ég fái ekki leið á verkefninu.  Þessi 2 verkefni eru líka svo svakalega ólík þannig að ég er að skipta á milli þess að hafa fíngert ullargarn og röndótt verkefni yfir í að vera með léttlopa og lopapeysuverkefni.

Ég ætla að leyfa ykkur að sjá litina og þetta dýrlega garn.

Byrjum á lopapeysunni.
Ég er að prjóna lopapeysu á frænku mína, lopapeysuna Ranga og það er léttlopi og hér eru litirnir.  


Svo er ég að prjóna barnasamfesting.  Er það ungbarnaföt ef það er á 10-12 mánaða.  Allavegana er það samfestingur úr einu Tinnu Ýr ungbarnablaðinu ( man ekki númer hvað þar sem ég er ekki með blaðið hjá mér ).  Ég nota Yaku garn og það er æðislegt.



Svo fáið þið að sjá flíkurnar þegar þær eru tilbúnar. 

Ég er líka að klára Vettlinga á Kidda minn, kem með þá þegar þeir verða tilbúnir, á bara seinni þumalfingurinn eftir.






Pottaskefill

Var að skoða gamlar myndir og rakst á þess hér.  Hér er Víkingurinn minn pottaskefill 4 mánaða.  Litli snúðurinn var troðið ofan í pottinn hehe.  Þessi var tekin rétt eftir skírnina hans en sjávarréttasúpan sem var boðið upp á í skirnarveislunni var elduð i þessum potti.  Litli snúðurinn okkar var nú ekki hár í loftinu því þarna er hann enn í fatastærð 56 :)



Tuesday, January 7, 2014

Engillinn


Fyrir jólin fór mamma ásamt strákunum í leyniferð.  Þar fá þeir að velja litla gjöf sem þeir gefa foreldrum sínum.  Í ár fór mamma með þá i Hagkaup.  Þar gengu þau um og allt í einu sá Víkingur þennan engillinn sem hann var viss um að mömmu sinni ( mér ) myndi finnst dásamlega fallegur :)  Eftir að þau höfðuð skoðað aðeins meira og mamma hafði spurt hann um ýmsa hluti var ákveðið að kaupa þennan engil enda var drengurinn alveg harðákveðinn í þvi að þetta væri jólagjöfin í ár.  Um þetta vissi ég ekkert.

Á Þorláksmessu bað Víkingur um að fá að kaupa jólagjöf handa ömmu sinni Ásu og það átti að vera lítill engill sem hann hafði séð i Hagkaup.  Pabbi hans reyndi að fá hann til að kaupa eitthvað annað á laugarveginum þar sem þeir áttu ekkert annað erindi í Hagkaup en Víkingur hélt nú ekki.  Þannig að i hádeginu á aðfangadegi gerðum við okkur ferð í Hagkaup í skeifunni og viti menn , við fundum síðasta engilinn þar.

Mikið var drengurinn nú glaður og hann kann sko að þeigja yfir leyndarmálum þvi ekki grunaði mig neitt :)


Stóra engilinn fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan.
Kúluna bjó ég til þegar ég var unglingur
Bókina keypti ég i jólahúsinu fyrir nokkrum árum.  Þar eru margir jólasálmar og söngvar sem amma mín Inger söng alltaf á jólunum ( auðvitað á dönsku )
Skálina bjó Víkingur til fyrir 3 árum og gaf okkur í jólagjöf

Kúlan mín góða sem ég bjó til þegar ég var á spítalanum þegar ég var unglingur.  Gerð úr perlum.

Englarnir minir.
Þegar Víkingur sá þá saman þá vissi hann alveg upp á hár hverjir þeir væru.  Þetta eru systur mínar heyrðist i honum, annar engillinn er Alexandra Rós og hinn er Sigurrós Elisa :)  Við erum nú ekki mikið að tala um þær systur hér heima en hann veit alveg hverjar þær eru og við höfum mynd af þeim inni í svefnherbergi.

Þarna sést skálin fína sem Víkingur bjó til eitt sinn á leikskólanum og gaf okkur Kidda í jólagjöf.




Aðfangadagskvöld

Jæja gott fólk, þá fer þessum jólabloggi að hætta í bili enda jólin búin.  Jebb þau kláruðust í gær.  Við gerðum nú ekkert sérstakt í tilefni dagsins nema höfðum það rosalega náðugt hér heima.  Ég náði þó að taka niður mest allt af jólaskrautinu og situr það allt á stofuborðinu núna og bíður eftir því að kassarnir undir þá verða sóttir í geymsluna svo ég geti klárað að vinna þetta verk.

Ein af fjölskyldumyndunum, mamma bak við tréið hehe og spegilmyndin af Önnu Mariu sést i glugganum.

Á aðfangadagskvöld vorum við heima hjá mömmu, þar er alltaf jafn yndislegt að vera og jólalegt.  Mikið vona ég að ég nái að gera jafn jólalegt þegar við förum að hafa aðfangadagskvöld heima hjá okkur.  Að venju var önd að hætti ömmu Inger á boðstólnum.  Við borðuðum meira að segja af gamla matarstellinu þeirra ömmu Inger og afa Benna þannig að þau voru með okkur í anda.  Í eftirrétt var ris ala mandle og mamma setti 1 möndlu úti.  Við hin erum ekki alveg viss hvort hún hafi svindlað því hún fékk möndluna í fyrstu skeiðinni sinni hehe.

Svo var dansað í kringum jólatréið og nokkur jólalög sungin áður en jólapakkaflóðið hófst.  Strákarnir útdeildu pökkunum.  Nú er Víkingurinn minn orðinn svo duglegur að lesa að hann las á alla pakkana og Kári rétti þá til réttra eiganda ( ef hann var nógu snöggur þvi stóri bróðir hans var orðin all æstur þarna á tímabili haha )
Svo opnuðum við pakkana, 1 opnaði sinn pakka og allir horfðu á og svo næsti.  Úff þetta gat verið þolinmæðisvinna fyrir 2 litla pjakka en þeir fundu bara ráð við því.  Þegar einn var búinn með sinn pakka þá hjálpuðu þeir næst að velja næsta pakkann og svo hjálpuðu þeiur honum að opna hann.  Þannig tok það ekki svo langan tima haha.





Spenntir strákar


Þegar maður er ekki hár í loftinu þá notar maður bara fæturnar til að stiðja við stóra pakka.  Hér fékk hann stóran perlukassa frá Benna


Glaður með ferðabókina frá mömmu.  Hann var pínu stund að átta sig á því að hann var á leiðinni til Danmerkur með ömmu sinni :)

Flotti kraginn frá tengdaforeldrum mínum :)

Playmokarlinn okkar


Monday, January 6, 2014

Jólamyndin 2103

Á hverju ári er tekin ein jólamynd af fjölskyldunni fyrir framan jólatréið.  Svona lítur hún út í ár



Svona til gamans er hér jólamyndin frá 2012


Vonandi verður þrettándinn yndislegur hjá ykkur.



Friday, January 3, 2014

Aðfangadagur

Aðfangadagur byrjaði á þvi að við vöknuðum eins og flest allir aðrir og svo vorum við komin út í Fossvogskirkjugarð rétt yfir 10. 



Síðan lá leiðin í Garðakirkjugarð


Heimsóttum ömmu og afa í Bæjargili eins og venjan er og skiluðum af okkur jólagjöfum.

Brunuðum heim þvi afi Eydi hafði sagt að Stúfur hafði heimsótt þau daginn áður og tekið pakkana frá ömmu og afa.  Stúfur hafði lofað að koma með þá til okkar og hann var ekki enn kominn og afi því með smá áhyggjur að Stúfur hafi gleymt okkur.
En viti menn allt í einu bankaði Stúfur á dyrnar.


Mikið gleði og kátina og spenningurinn var gríðarlegur.




Það var eins gott að vikingurinn minn hafði auga með Stúfi þvi hann fór allt í einu að troða nokkrum pökkum sem við áttum niður í pokann sinn.  Honum fannst ofureðlilegt að fá pakka frá okkur þar sem hann kom með 2 risastóra pakka til okkar og 2 minnir.

Embla Mjöll var svo heppin að vera í heimsókn hjá okkur , Erling var þarna líka en var ekki til í að vera á mynd með jólasveininum.
Þegar jólasveinninn fór loks réttu leiðina út úr húsinu okkar þá fóru strákarnir í jólabaðið og í sparifötin.  Seinustu ár hafa þeir opnað pakkana frá ömmu sinni og afa á jóladegi en í ár var það gert um fjögurleytið og amma og afi horfðu á í gegnum skype :)



Takk takk takk amma og afi ( þarna sést afi í tölvunni )


Kári Steinn og Vikingur Atli spariklæddir og komnir fyrir framan jólatréið.

Svakalega spenntir fyrir kvöldinu 


Kv. Inger jólarós





Heimsókn í kirkjugarðinn


Aðfangadagsmorgun og þá heimsækjum við kirkjugarðana.  Fyrst fórum við í Fossvogskirkjugarðinn.  Þar settum við niður jólagrein á leiðið hjá þeim Sigurði langafa mínum  og Ásu langömmu, afa Benna og ömmu Inger og litla Benedikt Bjarna frænda okkar.  
Strákunum fannst þetta ansi spennandi enda var enn ansi dimmt og kalt úti.  Við fórum ásamt mömmu, Önnu Maríu og Benna bróður mínum.

Hér sést i krossinn hans Benedikts litla Bjarna.

Síðan fórum við í Garðakirkjugarð og heimsóttum dætur okkar Kidda og stóru systur þeirra Vikings og Kára.  Þær systur, Alexandra Rós og Sigurrós Elísa fengu sína jólagrein.  Einnig heimsóttum við ömmu Ebbu og afa Harald ( amma og afi Kidda ) og í kirkjugarðinum hvíla einnig amma Lára mín og afi Helgi.

Strumparnir minir hjá leiði systra sinna






Jólagrein þeirra Alexöndru og Sigurrósar


Jólaskreytingar


Ég var með annan aðventukrans sem var alls ekki krans :)  Þennan georg kranskertatjaka fengum við Kiddi eitt sinn frá mömmu og hann er alltaf  "gull"fallegur.  Núna notaði ég glerskál til að hafa skreytinguna , eins og í fyrra.  Reyndar festi ég kertin heldur klunnalega niður og þurfti svo að skipta um kerti  en þessi kerti voru mjög falleg ;)



Svo eru hérna 2 myndir af  Kára Steini á leið á jólaball leikskólans.


Þarna sést í jólaballspiltinn, svo sætur og finn við hliðin á aðventukransinum okkar.






Thursday, January 2, 2014

2014

Gleðilegt nýtt ár allir saman.  Vonandi höfðuð þið það yndislegt yfir jólin og áramótin.  Við litla fjölskyldan min áttum frábæra daga saman, gátum eiginlega ekki haft það betra ( fyrir utan smá magavesens á yngsta stráknum ).

Ég átti alveg eftir að sýna ykkur jólaskreytingarnar mínar ( þær fáið þið að sjá og annað frá því seinustu vikuna þar sem ég fór í sjálfskipað jólafrí frá tölvunni ).

Jólaskreytingin sem aldrei var kveikt á, hún var bara fyrir augað þessi.







Knús i krús