Translate

Tuesday, February 25, 2014

Fjölskyldudagur

Fyrir nokkru siðan fórum við fjölskyldan í smá bæjarferð saman.  Vorum með smávegis af gömlu brauði og ákváðum að gefa öndunum brauð ( veit nú ekki hvort það má en þá vorum við dálitið óþekk í þetta sinn ).



Víkingur góðhjartaði sá til þess að allir fuglarnir ( nema mávarnir ) fengu brauðbita


Kári gaf þeim líka brauð en var dálítið smeikur við gæsirnar þegar þær komu of nálægt.

Þá er best að standa fast hjá mömmu, því endurnar og gæsir geta verið pínu hættulegar



Bíddu gæs, ég er að ná i brauðmola handa þér !


Ha er allt búið ??


Víkingur varð afar vinsæll á tímabili


Heilsuðum manninnum i kassanum


Alltaf skemmtilegt að hlaupa yfir þessa brú


Fórum líka i perluna , skoðuðum landakortið, fengum okkur ís og höfðum það huggulegt saman


Fallegi maðurinn minn


Bræðurnir skoðuðum heiminn



Knús í krús















Thursday, February 20, 2014

mömmur og pabbar

Í morgun fór ég ásamt guttunum mínum i mömmukaffi á leikskólann hans Kára Steins.  Víkingur fékk að koma með þar sem hann er í vetrarfríi þessa daga í skólanum.  Mjög skemmtilegt að hitta hinar mömmurnar og fá bollu og strákarnir hafragraut.  Svo fór Kári nú bara fljótlega að leika sér og spurði mig hvenær ég færi heim !

Hann gaf mér þó fallega mynd með þessum skemmtilega texta.



Daginn fyrir bóndadaginn var pabbakaffi á leikskólanum og fór pabbi hans Kára Steins að sjálfsögðu á leikskólann með Kára og fékk þessa fallegu mynd með texta aftan á.



Þar hafið þið það !  :)

Kær kveðja héðan úr heimalærdómnum. 




Wednesday, February 12, 2014

Honey comb munstur

Sá þetta kennslumyndband á skemmtilegu munstri.



Skemmtilegt munstur eins og td í teppi.  Kannski ég prófi það þegar verkefnalistanum mínum fer minnkandi.  Er að leggja lokahönd á eitt verkefni eða gera það tilbúið svo það komist í saumun og klippun og þegar það er tilbúið þá get ég farið að klára skemmtilega lopapeysu.

Knús í dag

Tuesday, February 11, 2014

Ulrik og Július

Ég er svo lánsöm, hamingjusöm og glöð, allt í einum pakka.  Ingileif vinkona mín, mamma þeirra krúttbræðra Júlíusar og Ulriks , gaf mér leyfi til að setja mynd af þeim bræðrum hingað inn.  Jújú annar þeirra er í peysu sem ég hef prjónað.  Ég er að sanka að mér myndum af þeim sem hafa fengið peysu frá mér og vil endilega sýna ykkur hvernig þau líta út, bæði peysan og barnið :)


Þessir fallegu bræður búa í Danmörku og vaxa allt of hratt.  Ég sé þá bara allt of sjaldan.  Mamma þeirra er ein af mínum bestu vinkonum síðan við kynntumst á 1 ári í MH.  Við höfum brallað margt saman bæði hér heima og úti í heimi og það eru ekki margar sem eru jafn trúar vinum sínum og hún Ingileif.  Við erum svo heppnar að tilheyra æðislegum 10 stelpna vinahópi ( hópurinn er þó orðin mun stærri núna með tilkomu maka og margra barna ) sem kynntist þarna á 1 árinu í MH og höfum haldið hópinn síðan.

Monday, February 10, 2014

Stefán Orri

Litli vinur minn hann Stefán Orri fékk eina af Tinnu peysunum sem ég sýndi ykkur seinasta föstudag.  Ég var svo heppin að fá mynd af honum í peysunni og með húfuna sem var i stíl og fékk leyfi til að sýna ykkur hana.


Er þetta ekki mikið yndi ?  

Kveðja Prjónarós

Friday, February 7, 2014

Tinnupeysur

Ákvað að skella inn öllum þeim Tinnupeysum sem ég hef gert, eða flest öllum því af sumum finn ég ekki mynd af og ein er ekki alveg tilbúin en mun koma hingað inn í næstu viku :)  og sú verður til sölu.


Þessa peysu fékk systursonur minn í sængurgjöf frá mér ( og fjölskyldu minni ) og bróður mínum

Þar sem ég fór i algjört kast þá endaði ég á að prjóna húfu og buxur við


Þessa fékk hann Ulrik vinur minn i Danaveldi.  Þessi var með rennilás


Kári Steinn fyrirsæta


Þessa fékk Bylgja Björt litla frænka strákana og Kidda á fyrstu jólunum sínum.

Þetta er fysta Tinnupeysan sem ég prjónaði og mig minnir að Kári Steinn hafi fengið hana.


Víkingur fékk þessa í 6 ára afmælisgjöf ( og á fyrsta skóladeginum sínum ).  Þessi var prjónuð úr kambgarni en hinar eru allar nema sú efsta prjónaðar úr Lanettull ( sú efsta er prjónuð úr Yakugarni )
Þessa fékk Stefán Orri vinur minn.


Sængurgjöfin hans 


Sú nýjasta í safninu og jafnfram sú minnsta.  Lítill 7 vikna frændi minn hann Benedikt Snær fékk þessa.  Nú er bara spurningin hvort hún passi ;)  

Svo kemur inn ein önnur Tinnupeysa í næstu viku.

Knús í krús og eigið súpergóða helgi.









Thursday, February 6, 2014

Pínu pons

Litirnir koma pínu skringilega út í þessari birtu, blái liturinn er alls ekki svona skær.

Í desember ætlaði ég að taka þátt í áskorun fyrir Hnoðra og hnykla en náði ekki að klára peysuna, reyndar var allur prjónaskapurinn búinn, átti bara eftir að ganga frá endum og þess háttar.

Í gær náði ég þó að klára þetta , betra seint en aldrei, og fékk lítill frændi minn peysuna að gjöf.

Hver veit nema maður fái mynd af honum i henni ( ef hún er ekki of lítil ) hingað inn bráðlega.


Litirnir sem ég var með i peysuna.



Þessi peysa er á algjört ungabarn, 0-3 mánaða


Wednesday, February 5, 2014

Víkingsleiðangur

Snúðurinn minn hann Vikingur Atli var svo heppinn að fá að fara til Danmerkur með ömmu sinni Ásu.  Hann fékk að vita þetta á aðfangadagskvöld og var rosalega spenntur strax frá þeirri stundu sem hann frétti þetta. Hann hafði aldrei áður farið í flugvél og hafði lengi vel talað um flugvélar og spurt hvenær hann kæmist í eina slíka.


Lagður af stað út i hinn stóra heim, allavegana kominn á flugstöðina :)


Sæti við gluggann

Auðvitað var farið í legobúð, ekki annað hægt fyrir legokarlinn mikla


Svo var kíkt i dýragarðinn

" Amma, ég hef aldrei séð rauða fugla á jörðunni áður "

Ljónin og ungarnir 


Á norðurpólnum

Gulur ísbjörn, Víkingi fannst þessi svaka fyndinn

Svo voru það tígrisdýrin



Fílarnir

Mörgæsir

Nashyrningur

Svo kom loksins að gíröffunum



Kiktu á höllina, drottningin var heima og Víkingurinn og amma hans sáu krónprinsinn


Flottir þessir 2

Svo kom að hápunkti ferðarinnar, allavegana í kaupmannahöfn

Þau fóru á bát og það var ÆÐI
Amma, mynd í boði Víkings


Járnbrautarlestarstöðin

Hugsi í lestinni

Lego heima hjá Moster og Harry

Víkingur og Metta


Mynd í boði Víkings, fallegt tré

Eitt er víst að Strákurinn hafði svakalega gaman af þessari ferð og talar mikið um hana.  Ofurfjörugi drengurinn minn kom rólegri heim, ánægður með lifið og tilveruna og hlakkar mikið til næsta ævintýris.