Translate

Wednesday, March 26, 2014

Ákvörðun

Ég hef stundum prjónað ungbarnakjóla og alltaf geymt þá nema nokkra sem ég hef gefiðí sængurgjafir.  Nú hef ég ákveðið að selja 2 af þeim eða þá tvo sem ég er að geyma hehe.  Ég fattaði nefnilega að ef ég verð einhvern tímann þeirri gæfu að eignast 3 ( eða 5 ) barnið og ef það verður stelpa þá get ég prjónað kjóla á hana en ætla ekki að geyma þessa 2 sem ég á hangandi á herðatré :)





Hér er annar kjóllinn, stærð ca 3-6 mánaða. lífræn ull.

Hér er hinn kjóllinn


Þessi er alveg fyrir ungaban, nýfædda stelpu.  Lífræn ull/silkiblanda


Uglumunstur neðst á kjólnum.


Endilega ef þið hafið áhuga sendið mér tilboð.

Sunday, March 16, 2014

Afmæliskökurnar

Ég fór að pæla í því að taka saman allar þær afmæliskökur sem ég hef gert í gegnum tíðina, á reyndar ekki myndir af þeim öllum en einhverjar samt.  Ætla að láta hér inn þær kökur sem ég finn.


1 árs afmæliskakan hans Kára Steins


 
4 ára afmæliskakan hans Víkings Atla



2ja ára afmæliskakan hans Kára Steins



5 ára afmæliskakan hans Víkings Atla



3ja ára afmæliskakan hans Kára Steins


6 ára afmæliskakan hans Víkings Atla
6 ára afmæliskakan hennar Sólveigar Birtu


4ára afmæliskakan hans Kára Steins




7 ára afmælikökurnar hans Vikings Atla


Þessa köku gerði ég á fæðingardegi þeirra Alexöndru Rósar og Sigurrósar Elísu, þá var 8 ár síðan þær fæddust.


Linda systir fékk þessa afmælistertu þegar hún varð 50 ára


Tengdapabbi fékk þessa köku einu sinni 
Þessa köku gerði ég á afmælinu mínu eitt árið


Kiddi fékk þessa köku eitt árið

Eva vinkona fékk þessa afmælistertu 


Afi minn elskulegur fékk þessa afmælistertu, þetta var hans síðasta.


Þessa gerði ég svo um daginn fyrir hana Jenný á 1 árs afmælinu hennar.







Friday, March 14, 2014

Sjóræningjaafmæli

Það er svo mikið að gera hjá mér i skólanum þannig að bloggið mitt verður pínu útundan þessar vikurnar en ég er alls ekki búin að gleyma ykkur og ég er heldur ekki hætt.



Var ég einhvern tímann búin að sýna ykkur sjóræningjakökuna sem ég gerði fyrir 5 ára afmælið hans Víkings Atla ( hmmmm fyrir 2,5 ári síðan - næstum því 3 , úff hvað tíminn líður allt of hratt ).

Allavegana þegar Víkingurinn varð 5 ára var ég úti í Danmörku þannig að afmælið hans var haldið i september í stað lok ágúst.  Við áttum heima í Safamýrinni á þessum tíma i íbúð ömmu minnar og afa.  Fullt af plássi og ég fór dálítið offari í að bjóða gestum hahahaha.


Hérna sést í hluta af veisluborðinu.  Mikið er skemmtilegt að geta haft fallega hluti ( notaði stellið hennar ömmu ) og geta raðað á borðið þar sem nóg er af plássi.


Afmæliskakan hans Víkings Atla.
Sjóræningjaskip skyldi það vera.




Hér er afmælisbarnið stolta með fyrstu uppskriftabókina sína.  Það sem honum þykir gaman að baka og elda.








Wednesday, March 5, 2014

Öskudagur

Hér á bæ klæddu drengirnir sig upp í búninga eins og flest öll islensk börn í dag.  Kári Steinn verður Batman í dag og ætlar að bjarga öllum en ekki slást eins og hann tilkynnti í morgun og Víkingur Atli verður samúræji í dag.  Í gær var nú ekkki víst að Víkingurinn gæti orðið annað en Emil ( eins og seinustu 2 árin og það hefði verið fint fyrir budduna okkar hehe ) en hann harðneitaði að vera Emil í Kattholti.  Ég fór þvi með hann eftir skóla og sem betur fer voru nokkrir búningar eftir í hans stærð hehe.  Hann valdi þennan fína samúræja búning og var þvílikt stoltur í morgun þegar hann fór í skólann.

Tveir vígaleigir


Íslenski samúræjinn, það sést hérna í tannlausa brosið hans


Flotti batman


Alveg með hreyfingarnar á hreinu :)


Passið ykkur


Góða skemmtun í dag