Translate

Tuesday, May 27, 2014

Fjöruferð

Seinasta sunnudag fórum við fjölskyldan og mamma mín í fjöruferð.  Við skelltum okkur út á Gróttu á Seltjarnarnesi og gengum þar um fjöruna og skoðuðum skeljar og Kári ákvað að fylla sjóinn af grjóti.  Það var rigning og kuldi en gott að komast út.


Þessir sætu grallarar nutu sín í botn að fá að vaða að vild ( upp að vissu marki samt hehe ) 

Mamman fann krabbaskel sem Víkingi fannst pínu ógeðsleg i fyrstu


Þeim fannst grjótagarðurinn ansi spennandi og stilltu sér upp reglulega og Kári kallaði bara "Pabbi, taktu mynd af mér ".  

Víkingur ansi stoltur af skeljasafninu sem við fundum, þetta er þó aðeins hluti af safninu og aðeins hluti af þessu fékk að koma með heim ( þótt Víkingurinn vildi helst taka allt með sér heim )




Kári Steinn fann Stein með tré í eins og hann kallaði það.

Þetta var skemmtileg ferð, ansi kalt og við komumst að því að pollabuxurnar hans Kára leka allillilega og stígvélin han Víkings líka.  Þeir létu það ekki á sig fá og gerðu það sem þeim langaði til.  Við foreldrarnir vitu þá núna hvað þarf að bæta fyrir næstu fjöruerð.





Monday, May 26, 2014

Fjölskylduafmælið hans Kára Steins 5 ára

Seinasta sunnudag , 24. maí 2014, héldum við upp á 5 ára afmælið hans Kára Steins fyrir fjölskylduna. Drengurinn var alveg svakalega spenntur fyrir veislunni.  Hann hjálpaði pabba sínum að baka afmæliskökuna, já í þetta sinn kom ég ekki nærri þeirri köku en sá um margt annað ;)

Hér má sjá þá stoltu feðga með afmæliskökuna.

Drengurinn hugsar varla um annað en fótbolta þessa dagana þannig að það var ekki um annað að ræða en að hafa fótboltaköku fyrir hann.  Enginn fondant í þetta sinn, góð súkkulaðkaka með lituðu kókosmjöli ofan á.
Veisluborðið , það er bananabrauð þarna undir viskustykkinu, gleymdist að kippa því frá þegar ég tók myndina.

Magnoliukökurnar mínar, svo góðar. Hér er uppskriftin  Ég fann 5-una í Söstrenes grene.


Afmæliskakan, uppskriftina má finna hér

Góð skyrterta, skelli inn uppskrift af henni seinna í vikunni

Gulrótarköku poppcakes
Framlag Vikings Atla til afmælisins, 2 grænmetiskarla ( þeir bræðurnir )



Axel frændi að klæða Kára í hjólaskautana sem hann fékk frá þeim.

Kári Steinn fékk heilmikið af útidóti í afmælisgjöf ásamt lego og playmo og fötum.  Nú er eins gott að hann geti verið mikið úti í sumar svo hann geti nýtt allt þetta flotta dót, frisby frá bróður sínum, jafnvægishjól frá okkur Kidda, fótbolta, stuttermabol og flotta tösku fyrir ferðalagið í sumar frá ömmu sinni og afa í Garðabænum, hjólaskauta frá Axel, Hildi og stelpunum og Bjarka og Kristínu, svo fékk hann flottar kvartbuxur, hlýraboli og stuttbuxur frá ömmu Ásu , lego frá ömmu Ásu og Benna frænda og indjánaplaymo frá Önnu Maríu.

Öryggisbúnaðurinn í lagi hjá drengnum
Prófa að renna sér
Þessi 5 ára fallegi piltur var afskaplega ánægður með daginn og þá er markmiðinu náð.
Kv. Afmælismamma










Thursday, May 22, 2014

Líkamsræktin

Þann 30. janúar reif ég mig upp úr sófanum og fór í fyrirframpantaðan tíma hjá þjálfara í Heilsuborg.  Nú ætlaði ég að byrja aftur ( eftir langt hlé ) og gera þetta almennilega.  Ég hafði markmið, mig langaði að komast í gott form fyrir sumarfrí fjölskyldunnar :)  Ég var að nálgast yfirvigtina og það var eitthvað sem ég ætlaði að stoppa strax. Matarræðið var tekið i gegn og áætluð hreyfing var 3x í viku.  Ég fékk fínt prógram og byrjaði.  Fyrst byrjaði ég að ganga í upphituninni en það hentaði mér ekki þar sem ég þarf að fá mér innlegg og það verður að bíða til betri tíma.  Ég fann hinsvegar hjólið og veiiii það fannst mér skemmtilegt.  Fyrst var þetta 5-10 min upphitun en svo fór allt í einu að koma metnaður sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti til.  Ég fór að vilja ná næsta tug minútna eða klára ákv. marga km.  Seinustu 2 mánuði hef ég hjólað 10 + km og farið í tækin.
Svo byrjaði ég í byrjun maí að æfa mig í að gera armbeygjur og planka.  Gerði reyndar ekkert af því meðan ég var í Póllandi en byrjaði strax aftur eftir að ég kom heim og er orðin ágæt í þessu. Næ að halda mér í planka í 2 mín og kemst í 3x10-15 armbeygjur í dag.  Markmiðið er auðvitað að verða betri.
Ég er ekki einungis að þessu fyrir sjálfa mig heldur líka til að vera góð fyrirmynd fyrir strákana mína sem eru algjörir orkuboltar.  Ég var algjört sófadýr sem elskaði að sitja, prjóna og horfa á þætti , marga þætti. Kókflaskan var föst við hendina á mér en var algjör sykurgrís en að öðru leyti borðaði ég nokkuð hollt. Hinsvegar fann ég það alveg að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum þótt kg voru ekkert allt of mörg.  -Vefjagigtin min var mjög slæm og líkaminn ekki í góðum málum.   
Eftir að ég breytti matarræðinu mínu og farin að hreyfa mig ( 5x í viku ) þá líður mér rosalega vel. Ég hef ekki drukkið Kók frá því um miðjan Janúar og fæ mér eiginlega aldrei brauð ( nema þegar ég er í heimsókn annarsstaðar og ekkert annað í boði). Fæ mér hollan boost á morgnanna í morgunmat, passa mig að fá nóg af próteini bæði frá dýra og jurtaríkinu. Drekk nóg af vatni og tek vítamín á hverjum degi og passa að fá góðar fitur daglega. Reyni að sneiða hjá unnum matvörum og pizza er dálítið spari þessa dagana.  Ég er farin að sjá vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði hehe og er orðin mun sterkari og styrkari en ég var. Gigtin er enn til staðar en ég get meir en ég gat og meira til í að gera hluti heldur en ég var.   Ég vona að strákarnir minir sjá þetta og við pabbi þeirra ( sem er líka mjög virkur i crossfitt og á hjóli ) fáum þá til að fá það viðhorf að hreyfing er eðlilegur hlutur af daglegri rútínu.
Jæja þá er ég búin að segja opinberlega frá þessu og þá er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að halda áfram haha.  
Sjáumst í ræktinni.

Wednesday, May 21, 2014

EOA Kraká part 3

Þá er komið að þriðja deginum.  Fyrirlestrarnir byrjuðu kl. níu og voru haldnir í háskóla sem var þarna rétt hjá.  Æðislegt að geta bara gengið þangað i sól og hita, ohhhh elska að geta verið í sumarfötum.  Ég fæddist greinilega ekki á réttu landi.

Fyrst voru kynningar á fullt af stómafyrirtækjum sem öll hlusta mjög vel á viðskiptavini sína og eru öll að sjálfsögðu best :)  Síðan var kaffihlé , eftir það komu fyrirlestrar héðan og þaðan. Stómafélögin í Slóvakíu og Tékklandi sögðu frá því hvernig þau vinna saman.  Síðan komu einhverjir fyrirlestrar um ákveðna gerð af stóma.  Síðan kom kynning á nýrri og afskaplega flottri matreiðslubók sem er með mat sem hentar fólki með stóma. Hún heitir For people with other exits.  Að því loknu steig ung, norsk kona á svið og sagði sína sögu.  Það er ekki oft að ég felli tár við að heyra sjúkrasögur en þarna féllu nokkur tár.  Hún heitir Ingrid Anette og hér er bloggsíðan hennar.
Eftir hádegismatinn þá hélt hluti af hópnum heim á hótelið og þar var sér fundur fyrir ungliðana.  Á fundinum var saman komin ungliðar á aldrinu 20-40 ( 40 og eitthvað hehe ) frá hinum ýmsu löndum t.d. Tékklandi, Danmörku, Ukrainu, Svíðþjóð, Þýskalandi, Íslandi, Noregi, Jórdaniú og Mexíkó.  Flottur hópur en við söknuðum þess að hafa ekki fleiri lönd frá Evrópu.  Öll eigum sameiginleg vandamál og það er að fá unga fólkið í félögin og fá þau á fundi.  Það er ekki nóg að lesa sig til á internetinu, það er griðarlegur styrkur að hitta fólk á sama aldri og heyra og sjá hvað þau eru að kljást við og hvað er hægt að gera. Möguleikarnir eru óteljandi því það er algjör miskilningur að lífið sé búið ef maður fær stóma.  Auðvitað þarf maður að aðlaga sig að breyttu útliti en það er samt það minnsta því maður getur gert nánast allt sem maður getur gert áður bara full frískur.


Hér má sjá ungliðahópinn.


Nokkrar myndir frá borginni



Kv. Inger Rós





Sunday, May 18, 2014

Kraká EOA Part 2

Dagur 2

Morgunmaturinn var alveg ágætur allavegana fékk ég fínan mat og fann nóg af próteini og gat sneitt hjá allt of miklu af brauði en hefði getað fengið mér súkkulaðimús og kökur.

Dagurinn fór svo í að vera á læknafyrirlestrum um stóma en þeir  fóru fram á læknaskóla sem var ævaforn, nokkur hundruð ára gamall.


Þarna stend ég niðri í portinu og uppi var fyrirlestrasalurinn
Hádegismatur, 3 af þeim voru með mér frá Íslandi :)


Hluti af kirkjunni beint á móti læknaskolanum
Gatan frá læknaskólanum

Um kvöldið var borðað í veitingahúsi í 300 ára gömlu húsi og það var svo mikið af stigum upp og niður í þessu húsi.  
Salurinn þar sem við borðuðum


Kirkjan upptendruð um kvöldið

Skál.












Thursday, May 15, 2014

Krakáw EOA part 1

Síðasta þriðjudag fór ég í ferðalag, skildi mann og drengina eftir heima og fór með rútinni út á flugvöll.


 Naut þess að skoða flugstöðina og settist svo upp í flugvél og hélt af stað til Osló.  Í vélinni naut ég þess að vera í fríi, því ég var komin í frí alla vegana fyrsta sólarhringinn.  Ég las skemmtilega bók og byrjaði á nýrri ungbarnapeysu, blárri í þetta skiptið.


Þegar ég var komin til Osló tók ég flugexpress rútunna til Storo þar sem Hrönn, vinkona mín, tók á móti mér.  Yndislegt að hitta hana aftur, allt of langt síðan.  Lika æðislegt að geta notað svona stopp til hitta vini sem maður hittir sjaldan og búa erlendis.
Ég var hjá Hrönn, Adda og stelpunum þeirra 2 ( Iðunni og Eyrúnu ) 1 nótt.  Horfðum á eurovision saman og svo var bara ræs um sexleytið morgunin eftir.  Tók svo flugrútuna aftur út á flugvöll kl. sjö.  Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af fjölskyldunni ;(  
Á flugvellinum kláraði ég það sem ég þurfti að gera og fann meira að segja reglustiku ( ég gleymdi málbandinu mínu heima og það þarf ég að hafa þegar ég er að prjóna peysu ).  Fann gate-ið sem ég átti að fara um til að komast í flugvélina. Þar sem ég var mjög tímanlega settist ég bara niður og las í bókinni minni. Svo leið tíminn og ég fór að undrast að hitta ekki Þorleif, sem átti að vera samferða mér frá Osló til Kraká.  Ég undraðist lika að það voru svo fáir að fara með fluginu þannig að eg pakkaði saman og ákvað að ath. hvort ég væri ekki við rétt hlið.  Neinei auðvitað sat ég á röngum stað , átti að vera á hæðinni fyrir neðan.  Hitti Thomas, formann Norilco á leiðinni niður og hann var alveg steinhissa á að hitta mig og hann varð enn meira hissa þegar við hittum Þorleif ( eða Toby eins og útlendingarnir þekkja hann ).  Við náðum þó fluginu ;) og lentum ca 2 timum seinna í Krakáw í Póllandi.

Mynd úr flugvélinni sem sýnir hvernig Pólland er.

Skylti á húsi sem við keyrðum fram hjá á leið okkar frá flugvellinum á hótelið. Veit ekkert hvað það er verið að auglýsa, fannst bara krúttlegt að sjá 3 karlmenn prjóna ;)

Fyrsti dagurinn fór i að skoða mig aðeins um, klára að versla það sem ég ætlaði að versla og svo byrjaði ráðstefnan sem ég var að fara á kl. sjö með kvöldverði.  Ég var að fara á EOA , evrópska stómasamtaka ráðstefnan.  Þarna voru fulltrúar frá 24 frekar en 42 ( man það ekki vegna þess að ég gleymdi að skrifa það hjá , hélt auðvitað að ég myndi muna þessa tölu ) löndum og ekki bara evrópu heldur lika líbanon, ameriku og mexíkó.  Ég fór sem youthleader Iceilco ( fyrir ísland ) og svo var Þorleifur með mér og auðvitað Jón sem er formaður okkar hér heima og konan hans.

Áðuren að kvöldverðinum kom fór ég með dönunum og 2 strákum frá Ukraínu og skoðuðm stórt torg sem var rétt hjá hótelinu.


Við torgið voru fullt af þessum hestvögnum fyrir ferðaþyrsta ferðamenn.

Þessi stóð fyrir utan kirkjuna en listamenn i allskonar búningum voru þarna fyrir utan kirkjuna.
Harmonikkuleikarar
Inni i þessu húsi var hægt að kaupa allskonar minjagripi, úr kristal, tré eða öðrum efnum.



Inni í húsinu þar sem allir sölubásarnir eru
Einn sölubás með allskonar trévörum, boxum, skákum , babúskum og fleira skemmtilegt.
Læt þetta duga í bili.





 .