Translate

Monday, June 30, 2014

17. júní 2014

Þjóðhátíðardagur Íslendinga.  Hæ hó júbbí jey, það er kominn 17. júní eða var það um daginn haha.  Strákarnir ofurspenntir því nú átti sko að fara í skrúðgöngu ( sem við misstum svo af hehe ) og fá blöðru og fara í hoppukastala og fara í bæinn og sjá gamla bíla og FULLT af fólki, fá pulsu og allt það sem tilheyrir þessum merkilega degi.

Dagurinn byrjaði á því að við fórum í morgun/hádegiskaffi til ömmu og afa strákana í Garðabæ ( eða við buðum okkur þangað ).  Strákarnir fóru auðvitað í sparileg föt, nýir stuttermabolir, fallegar peysur sem Eydís frænka þeirra gaf þeim í jólagjöf í hittifyrra og ég held stundum að vaxi bara með þeim ( alveg æðislega flottar peysur ) og gallabuxur.
Brosa fyrir mömmu sina, lyklapétur, hann fékk nokkra gamla lykla fra ömmu sinni og er alveg himinlifandi með þá.
Glaðir bræður
Yndislegi drengurinn minn

Já þeir voru glaðir þegar þeir fóru í morgunkaffi og enn voru þeir glaðir þegar við fórum í bæinn eftir að hafa fengið ljúffengt morgun/hádegiskaffi í Garðabænum.  Drengirnir fengu sitthvora blöðrurnar en þær löfðu svo bara þegar við vorum komin í bæinn því það rigndi svo svakalega en við skemmtum okkur vel. Sáum gamla bíla, sáum hoppukastala sem mamman bannaði strákunum að hoppa í því það hefði stytt veru okkar í bænum all mikið vegna bleytu.  Þeir fengu pylsu.


og sáu Línu Langsokk,  Þeir prófuðu fjórhjól sem ég held að hafi verið toppurinn á tilverunni þar sem brosið hvarf ekki af andlitinu þeirra lengi vel á eftir. Kári hitti Stefán Darra vin sin sem var líka að fara á fjórhjól.  Það sem drengirnir voru montnir með þessa keyrslu sérstaklega sá yngri sem hefur ansi lítið hérahjarta.


Svo var það blaðran
sem hékk bara og fór ekkert upp í loft.

upp upp
4
UUUUUUUUUUUUPPPPPPPPPPPPPPPPPP

Neiiiii ekki fór hún upp.
Eftir blauta ferð í bæinn fórum við í vöfflur til mömmu.  17. júní vöfflur eru alltaf góðar.

+
Svona blaut var ég.

Víkingur varð svo eftir hjá ömmu sinni en Kári þreytti kom með okkur heim og fór að leika við krakkana hér heima.

Kær kveðja héðan úr sumarfríinu.