Translate

Thursday, April 24, 2014

Gleðilegt sumar

Þá er sumarið komið :)  Veturinn búinn og við ( allavegana við hér á heimilinu ) höfum öll pantað GOTT sumar með nóg af þeirri gulu og ef það á að vera rigning þá verður það um nóttina til að vökva blómin.


Er þetta ekki málið í dag?

Njótið dagsins elskurnar.

Sumarkveðja

Wednesday, April 23, 2014

Páskarnir 2014

Þá eru þessir páskar búnir.  Þeir voru mjög afslappaðir þetta árið og mjög ljúfir.  Ég tók mér frí frá lærdómi Páskadag og annan í páskum og naut þess að vera með fjölskyldunni ásamt því að fá góða gesti í mat um kvöldið á föstudaginn langa.

Páskaskrautið er svo næstum það sama og í fyrra, nema ég perlaði eitt nýtt páskaegg og strákarnir máluðu 5 egg sem blásið hafði verið úr.

Þessa skál bjó tengdamamma til fyrir nokkrum árum og við Kiddi gáfum ömmu og afa hana í jólagjöf.  Svo þegar verið var að fara í gegnum dótið þeirra eftir að þau voru bæði fallin frá fengum við þessa fallegu skál aftur.  Nú fékk hún að geyma nokkur keramikegg og fiður þessa páska.

Þessi egg fékk ég í Tiger :)

Litla kertastjakan á Kári Steinn en hann bjó hann til í Sólborg í fyrra.

Frú kanina með ungana sína fékk ég frá ömmu minni Inger þegar ég var 18 ára, ég átti herra Kanínu líka en hann missti höfuðið eitt árið og er því ekki lengur með okkur.

Veisluborðið á föstudaginn langa, mávastellið var auðvitað dregið fram
Gula löberinn fékk ég í rúmfatalagernum á útsölunni :)

Lítil borðskreyting
4
Páskaeggið sem ég perlaði



Þessi páskaegg fékk ég í afmælisgjöf og eru frá Georg Jensen, voða falleg

Stóri páskaunginn minn , montinn með fyrsta páskaeggið sitt þetta árið.  
Litli páskaunginn minn, alsæll að hafa fundið sitt egg í páskaleitinni


Flottir bræður

á laugardeginum fyrir páska fóru strákarnir í heimsókn til frænku sinnar sem leyfði þeim að mála egg, sem hafði verið blásið úr.  Hér má sjá afraskturinn, mjög falleg og nú ætla ég að reyna að finna aðferð til að geta verndað þau fram að næstu páskum.

Vonandi höfðuð þið það jafn gott um þessa hátíð og ég.

Kv. og endilega skiljið eftir línu ef þið hafið lesið.














Monday, April 21, 2014

Fermingarveisla

Núna i apríl fórum við i 3 fermingarveislur.  Allar skemmtilegar og með ljúffengar veitingar. Ein stóð þó upp úr í huga drengjanna minna og það var fermingarveislan hjá Óla Fannari.  Ég og pabbi Óla eru systkinabörn og mér þótti það dálitið skrítið að fara i fermingarveislu hjá syni hans haha þar sem við erum nærri þvi jafn gömul.  2 eldri systur mínar eru þó búnar að ferma flest öll börnin sín en þetta var öðruvísi ;)  Það sem drengjunum mínum fannst svona merkilegt og Skemmtilegt voru leynigestirnir sem komu.  Já þið heyrðuð rétt, Leynigestir !!  Vinirnir Íþróttaálfurinn og Solla Stirða komu og skemmtu ungum sem öldnum í ca 20 mín.  Mjög skemmtilegt og þau hristu sykurmælirinnn i börnunum vel þannig að það urðu engir stórvægileg læti og hlaup i veislunni hehe.  

Allir að hoppa og klappa undir lærinu

Kári Steinn tók virkan þátt í íþróttaæfingunum


Svo þurfti hann aðeins að hugsa um þetta, litli spekingurinn minn


Víkingur horfði bara á ásamt fullorðna fólkinu


Svo var hann ráðin sérlegur aðstoðarmaður Íþróttaálfsins

og átti að telja upp að 3 áður en Íþróttaálfurinn tæki heljarstökk


Solla Stirða bættist i hópinn og öll töldu þau upp að þremur , þarna er verið að æfa sig


Svo var horft á heljarstökkið, greinilega ansi flott



Þessir bræður voru ansi sáttir með að vera með þeim á mynd.


Kveðja og knús og endilega skiljið eftir smá línu ef þið hafið lesið þetta.










Thursday, April 17, 2014

Skírdagur

 Ég vildi bara senda ykkur smá kveðju frá þessum skemmtilega skírdegi sem ég er búin að eiga.  Fékk að sofa út, fór í ræktina þar sem ég hjólaði 10 km og get sagt ykkur að þessa viku hef ég hjólað 43 km ( 1 æfing eftir þessa vikuna ) og svo tók ég nær heila æfingu í lyftingum á eftir þannig að ég er bara ánægð. Fórum í kaffi til mömmu eftir æfingu og nú er ég komin heim að læra og senda ykkur kveðju.


Vonandi eigið þið góðan dag í dag.

Wednesday, April 16, 2014

DIY Dollubreytingar

Ég átti nokkrar dollur sem ég einfaldlega tímdi ekki að henda í ruslið og vildi gera eitthvað við.  Þær voru samt ansi litlausar og hvítar og ekkert skemmtilegt að nota þær þannig.


Fyrst prófaði ég að nota límmiða sem ég átti frá Söstrenes Grenes


og þá leit dollan svona út


Aðeins betra en samt var ég ekki ánægð.

Ég ákvað því að nota einn daginn með Víkingi mínum og mála dollulokin



og þá litu dollurnar svona út



Hérna er það sem ég notaði á dollurnar með svörtu lokin


Martha Stewart high gloss málning, hvítur trélitur og svartir limmiðar.

Ég varð ekki nógu ánægð með rauðu og bláu lokin en þau voru máluð með akrýlmálningu.  Þau urðu svo stöm viðkomu og ég ætla að breyta þeim við fyrsta tækifæri.

Annars er ég ánægð með dollurnar með svörtu lokin.
Hvað finnst ykkur?






Tuesday, April 15, 2014

Uglan Kata


Í gær sýndi ég heilgalla sem ég prjónaði fyrir bróður minn ( ekki á hann því þá væri hann aaaaaaaaaaaansi stór, heldur sængurgjöf fyrir vin hans )með gallanum lét ég fylgja með eina uglu sem vinkona mín, hún Kata, heklaði.  Mér fannst það við hæfi þar sem stúlkan sem fær ugluna heitir einmitt Ugla.


Hérna er samfellan ásamt uglunni ( myndin hefur komið hér fram áður ;)  )


Er hún ekki æðisleg ?


Algjört bjútý.

Hér eru svo mynd af annarri uglu sem ég gaf Skildi litla Vindar, syni Tönju vinkonu minnar.  


Þessar uglur eru svo fallegar og vel heklaðar..

Hvað finnst ykkur?
Væri mjög gaman að fá komment ef þið eruð að lesa :)
Kv. Prjónarós



Monday, April 14, 2014

Sængurgjöfin

Benni bróðir bað mig um að prjóna sængurgjöf handa dóttur vinar síns.  Barnið var auðvitað ekki fætt þegar ég byrjaði en það var löngu fætt þegar ég náði að skila því af mér, jól og annað tafði mig þarna inn á milli.

Ég notaði Yaku garn í þetta og uppskriftina fann ég í UngbarnaTinnu blaði nr. 14

Önnur skálmin tilbúin

Báðar skálmarnar tilbúnar

Búkurinn tilbúinn
Gallinn varð oggulítið stærri en ég bjóst við en það er betra að það sé stærra en minna í þessu tilfelli ;) Ég fór samt alveg eftir öllum málum sem prjónablaðið gaf upp og gallinn átti að passa á 1 árs barn en ég hugsa að barnið muni nú passa öllu lengur í hann hehe.

Gallinn tilbúin en eftir að setja listana framan á og tölur


Gallinn tilbúinn
Með gallanum er ugla hekluð af vinkonu minni, henni Kötu.


Kveðja Prjónarós




Friday, April 11, 2014

Blúndukjóll :)

Jájá svona er það stundum, þá hellist þörfin yfir mann að prjóna eitthvað bleikt og stelpulegt :)  Mér þykir ansi skemmtilegt að prjóna litla kjóla og þessi kjóll varð fyrir valinu.



Nú veit ég ekki hvort það sé einhver regla á hvorri öxlinni tölurnar eigi að vera en ég ákvað að hafa þær þarna og þetta er framhliðin.


Og þetta er bakhliðin


Bakið

Neðst á kjólnum


Framan á kjólnum.

Svo er það spurningin um stærð, uppskriftin segir 9-12 mánaða.  Einhver sem á litla stelpu á þeim aldri sem langar að kynna henni fyrir fyrirsætustörfunum?

Kv. Prjónarós