Translate

Monday, September 8, 2014

Sumarið leið.........

............ og eiginlega ekkert heyrðist í mér.  Það var einfaldlega einum of mikið að gera hjá mér þannig að ég tók mér gott sumarfrí frá blogginu.


Við fjölskyldan höfum gert margt og mikið saman í sumar.  Við gengum upp á úlfarsfell, hálfa leið að Búrfellsgjá frá Helgafelli.  Kiddi fór 21 km í maraþoninu og svo hlupu strákarnir styttri leiðina í latabæjarhlaupinu og við foreldrarnir líka.  Við fórum til Tenerife ásamt mömmu minni og bróður og margt fleira.

Ég prjónaði ekki mikið í sumar, 1 og hálft sjal ( er enn að klára sjal nr. 2 ) , byrjaði á sjali nr. 3 og var komin langleiðina með það þegar ég uppgötvaði að það var 30 lykkjum styttra öðru megin og ég sá ekkert hvar villan byrjaði.  Þannig að þar sem ég lá á sundlaugarbakkanum á Tenerife rakti ég upp sjalið og ætla að byrja á því aftur. Vonandi klárast það fyrir jól :)

Ég var rosalega dugleg í ræktinni og það er ekki hægt að líkja því saman hve sterkari ég er andlega og líkamlega miðað við hvernig ég var í byrjun janúar.  Segi ykkur leyndarmálið seinna í vikunni.

Hérna eru nokkrar myndir af okkur frá fyrstu dögunum á Tenerife.

Við lögðum af stað í loftið kl. 8 eitthvað um morgunin, ég, Kiddi, strákarnir, mamma og Benni.  Við vorum að fara i boði mömmu til að halda upp á 60 ára afmælið hennar.  Kári Steinn hafði aldrei farið í flugvél og hann var svakalega spenntur en Víkingur hafði farið með mömmu til Danmerkur seinasta janúar og var því að fara ( eins og hann sagði sjálfur ) í flugferð nr. 3 !



Flugferðin gekk vel, strákarnir voru rólegir og fengu að prófa nærri því öll 6 sætin sem við vorum með.

Það beið svo rúta eftir okkur á flugstöðinni sem keyrði okkur á hótelið.  Ég, Kiddi og strákarnir vorum með eigin íbúð og mamma og Benni með aðra.  Æðislegt hótel, Parque Santiago III.

Hérna er útsýnið af svölunum okkar.


Herbergin voru flest á 2 hæðum og fyrir miðju sjást mamma og Benni á svölunum á neðri hæðinni hjá sér, veifandi.

Séð út yfir hótelgarðinn, okkar megin.

Í strákofanum var hægt að fara i ræktina, sem ég nýtti mér nokkrum sinnum.


Hérna sést svo í íbúðina okkar, hún er efst fyrir miðju, einnig á 2 hæðum.
Séð út frá svölunum hjá mömmu og Benna.


Hér borðuðum við morgumatinn. 



Hamborgarinn hans Kidda á kvöldi nr. 2




Þið fáið að sjá meira af ferðinni og öðru sem við gerðum í sumar.

Kær kveðja 
Prjónarós













No comments:

Post a Comment