Translate

Thursday, January 31, 2013

Pasta basta

 
Stundum er gott að hafa kalt pastasalat þegar ísskápurinn inniheldur slatta af grænmeti.  Þá eru skrúfur oft fyrir valinu hjá mér, speltskrúfur að þessu sinni.  Í þetta sinn var ég með paprikkur, tómata, gúrka, sveppir, salatblanda, fetaostur, salatfræblanda.

Svo væri hægt að setja kaldan kjúkling ef það er afgangur frá því daginn áður, skinka, kalkúnn eða bara það sem til er hverju sinni.

Sósan sem ég var með og hentar þessu salati mjög vel var eftirfarandi :

Sýrður rjómi
Sætt sinnep
Hunang

Hrært saman og smakkað til þar til þið eruð ánægð með hana.

Wednesday, January 30, 2013

Beikonýsa að hætti Birnu

Fiskrétturinn sem ég var með í síðustu viku var beikonýsa.  Er í þvi að ögra mér þessa dagana og prófa nýjar uppskriftir og ég játa það fúslega að það er mjög skemmtilegt.  Fann þessa uppskrift á uppskriftarvefnum hennar Birnu



Hér er uppskriftin

Beikonýsa

Ýsa
Létt beikon og skinkusmurostur
Mjólk
Blaðlaukur
Beikonsneiðar
Rifinn ostur
Grænmetissalt og pipar

Byrjið á því að hita ofninn í 200°C. Þurrsteikið beikonið þannig að það verði stökkt og myljið í litla bita. Bræðið ostinn í mjólkinni við vægan hita. Skerið fiskinn í bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Skerið blaðlaukinn í litla bita og stráið yfir ásamt beikonbitunum. Hellið beikonsósunni yfir fiskinn og stráið rifnum osti yfir. Eldið í ofni í 30 mínutur.

 

Tuesday, January 29, 2013

Kökugerð

Eitt af því sem er oft ofarlega i huga mér er kökugerð, og allt sem viðkemur kökum.  Bæði útlit, kakan sjálf , finna fleiri góð krem og samsetningar og allt þar á milli.

Ég rakst svo á þessa pinterestsíðu og varð hoppandi kát.

http://pinterest.com/socbeatty/sculpted-cake-tutorials/  Þarna eru allskonar kökur og hvernig á að byggja þær upp, júbbí jubbi.  Ef þið hafið áhuga á kökuskreytingu þá finnið þið áreiðanlega eitthvað fyrir ykkur þarna inni.



Hér má sjá hvernig þessi kaka er gerð

 



Monday, January 28, 2013

Heimsins besta kjúklingasúpa :)

Já ég sagði heimsins besta kjúklingasúpa, þegar ég smakkaði hana fyrst var það heima hjá tengdaforeldrum mínum.  Þá sagði tengdamamma sem eldaði hana að hún héti það hehe þannig að titillinn fær að standa enda er súpan mjög góð :)

 
Reyndar verðið þið að afsaka gæði myndanna, ég er ekkert allt of klár á myndavélina og er því miður alltaf að taka myndir á kvöldmatartíma og þá er orðið dimmt úti og dagsbirtan því engin :)

Ég er ekki með nákvæmt innihald að þessu sinni enda er hún aldrei eins elduð á minu heimili en svona nokkurn veginn eins.

Að þessu sinni fór eftirfarandi í hana

3/4 L matreiðslurjómi
1 flaska af HP chili sósu
Rauð og gul paprikka
1 pakki kjúklingalundir
 Púrrulaukur


Grænmetið var steikt á pönnu , á meðan var rjóminn og chilisósan að hitna í rólegheitunum í potti á hellunni við hliðin á.  Grænmetið fór svo út i rjomann þegar það var orðið steikt og kjúklingurinn fór í bitum á pönnuna.  kjúklingurinn fór svo sömu leið og grænmetið og fékk að svamla um stund í rjómanum.

Súpan var svo borin fram með nachos og rifnum osti.  Líka gott að vera með salsasósu og sýrðum rjóma.


Tuesday, January 15, 2013

Janúar -laaaaaaaaaangar íiiiiiiiiiiiiiii :)


 
Langar í fullt af fallegum hlutum en geri mér grein fyrir að maður fær ekki allt sem manni langar í hehe.  Það getur samt enginn bannað manni að langa í fallega hluti og hugsanlega einn daginn verður maður smá heppin og fær eitthvað af þessum fallegum hlutum að gjöf eða kaupi það bara sjálf :)
 


KastehelmiPlate 170 mm clear

Oiva Toikka 1964
Kökudiskur

KastehelmiCake stand 315 mm clear

Oiva Toikka 1964
 

FestivoCandleholder 180 mm

Timo Sarpaneva 1966  
Kiddi og strákarnir gáfu mér 2 svona stjaka í jólagjöf, með 2 og 3 kulum.  Mig langar í hina sem til eru :)
 Georg Jensen
 
 
Þessi krukka er til i Ilvu og til i þremur stærðu og mig langar í allar 3 stærðirnar :)  í þær gæti ég hugsað mér að hafa bökunarvörur, eins og matarsóda og þess háttar  sem ég kaupi í miklu magni en væri fallegra að hafa í fallegum krukkum.
 
Ég elska glervörur og ég elska fallega kökubakka og ég elska kúpla.  Finnst svo fallegt að hafa svona á kökuborði en ég á ekki kökudisk a fæti, hvað þá kúpul ( hversu oft sem ég hef sett það á óskalistann minn ).  Hver veit nema ég kaupi það einhvern daginn sjálf nema ég verði heppinn næst þegar ég eigi afmæli :)
 
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
Knús í krús
 
 

Milla :)

Eitt af því skemmtilegra sem ég prjóna eru kjólar, hvort sem það eru ungbarnakjólar, stelpukjólar eða fullorðinskjólar ( geri samt minnst af þessum fullorðins ).  Flestir kjólarnir sem ég hef prjónað hafa endað í pakka handa þeim stelpum sem við þekkjum en 2 eru hér heima.  Ég er með einn kjól sem ég á eftir að setja saman og klára og vonandi næ ég því fyrir sumarið svo ég geti notað hann þá , já það er kjóll á mig.  Svo er ég með pínulítinn uglukjól sem ég einfaldlega tími ekki að láta frá mér. 

Í einni af ferðum mínum niður í Litlu prjónabúðina fann ég uppskrift af sætum ungbarnakjól.  Ungbarnakjóllinn Milla.

 
Fékk myndina lánaða af facebooksíðu Litlu prjónabúðarinnar.
 
Ég valdi fallegan blá / blágrænan lit á kjólinn því ég gat sjálf ráðið litnum.  Þessi kjóll er ekki ákveðinn fyrir einhverja litla stelpu, kannski endar hann hjá mér, kannski endar hann í pakka eða kannski endar hann í söluhorninu mínu, hver veit - kemur í ljós seinna.
 
 
 
 

Monday, January 14, 2013

Hafraklattar



Ohhh hvað þetta voru góðir hafraklattar sem ég bakaði fyrir jólin.  Fann uppskriftina á matarblogginu Eldhússögur úr kleifarselinu.  Þetta blogg er skrifað af Dröfn og hún kemur með æðislegar uppskriftir, bæði matar og baksturs. 

Mig hefur lengi langað að baka mina eigin hafraklatta því mér blöskrar eiginlega verðið á hafraklöttunum í bakaríum og kaffihúsum.  Þessi uppskrift olli mér ekki vonbrigðum frekar en aðrar uppskriftir frá eldhússögum.

Hérna er uppskriftin.

Sjáið þið þessar sætu servéttur og sæta hreindýrakertið ?
 
 
 
Hérna sést svo fallega skálin sem ég fékk í jólagjöf frá Önnu Maríu.
 
 
Sæta hreindýrakertið sem ég keypti fyrir jólin í Rúmfatalagernum.
 
Hafið þið prófað þessa klatta?  Finnst ykkur hafraklattar góðir.  Ég bakaði 2 gerðir, önnur með rúsínum og hin með súkkulaði, hvor myndi ykkur finnast betri ?
 


Sunday, January 13, 2013

Vika 2 í áramótaheiti 1..

Eins og ég hef öööööööööööööörsjaldan nefnt hér áður þá er ég með áramótaheiti ( fleiri en eitt ) og það er að elda fyrir fjölskylduan og mig 2-4 sinnum í viku.  Ég ætla að reyna að skipta þvi niður þannig að það verður fiskréttur 1 sinni í viku ( og þá helst að ég eldi hann frá grunni sjálf en kaupi hann ekki tilbúin hjá fisksala ), kjúklingur einu sinni i viku og pasta eða grænmetisréttur einu sinni í viku eða bara bæði hehe. 

 Fiskréttur vikunnar var i auðveldari kantinum en hann var mjög góður.  Eins og sjá má á linkinum sem ég merkti hér áðan þá keypti ég fiskréttinn þessa vikuna en það var aðallega vegna tímaskorts og það má alveg öðru hvoru..

 
Kjúklingaréttur vikunnar var Satay kjúklingasalat.  Það er alls ekki flókið.  Ég setti spínat i skál og yfir það skar ég kirsuberjatómata og rauða paprikku, svo setti ég fetaost yfir þetta.  Með þessu bar ég fram kúskús með miðjarðahafsívafi ( keypti þannig pakka úti í búð- mjög gott ) og svo blandaði ég saman satay sósu og kókosmjólk og notaði sem sósu. 

Víkingur Atli og Kári Steinn skáru niður tómatana og paprikunar þennan rétt og þeim fannst maturinn rosalega góður.  Kari Steinn er sérstaklega ánægður með kúskúsið.

 
 
Sætu strákarnir mínir við matarborðið, þetta kvöld voru þeir miklir vinir og vildu sitja á sama stólnum við matarborðið.  Þarna eru þeir svo uppteknir af því að horfa á spegilmynd sína í glugganum á móti þeim að þeir höfðu ekki tíma til að horfa til mín.



Friday, January 11, 2013

Prjóna prjóna prjóna

Ég fór í litlu prjónabúðina áðan og úff mig verkjar bara í handlegginn að geta ekki prjónað neitt að ráði.  Yndislegt garnið sem er þarna.  Sá svo sætt silkigarn sem er alveg dúnmjúkt og svooooo fallegt á litinn.  Stóðst ekki freistinguna og keypti smá, Víkingur Atli fékk að velja litinn og hann valdi hvítan sem er mjög hentugt :)

 
Þegar ég verð orðin góð í hendinni eftir aðgerðina þá mu þessi húfa fara á prjónanna , uppskriftin er í lopi og band, ungbarnablaðið.  Húfan og vettlingarnir eru einmitt úr þessu yndislega silkigarni sem ég keypti, það heitir Jaipur fino og er 100 % morbærsilke/ mulberry silk. 
 
Af öðru prjónafréttum er að ég er að prjóna eða reyna að prjóna karlmannslopapeysuna Frost fyrir vinkonu mína ( eða manninn hennar ) , gengur hægt en ég vooooona svo sannarlega að ég nái að klára hana fyrir mánaðarmótin.  Ég er að prjóna hana úr 2x plötulopa í stað álafosslopa sem var áskorun fyrir mig því ég er svo vön að prjóna alveg 100 % eftir uppskriftum ;)
 
Svo er ég líka með ungbarnakjólinn ( ég strákamamman elskar að prjóna kjóla haha ) Millu á prjónunum.  Ungbarnakjólinn prjóna ég úr semilla fino sem er 100 % lífræn ull og er frá BC garn.
Þar sem ég var orðin pínu þreytt á því að prjóna bleika og fjólubláa kjóla þá valdi ég blá / blágrænan í þennan kjól. 

Thursday, January 10, 2013

Matarblogg

Oft lendi ég í þvi að gefast upp á að gera einhvern rétt því ég hef eiginlega ekki getað ( nennt ) að umreikna frá enskum/ ameriskum uppskriftum yfir í "íslenskar" mælieiningar.  Svo var það í gærkvöldi þegar ég var að flakka um fésbókina þá rakst ég á matarblogg sem heitir unnurkaren.com.  Þar er alveg fullt af spennandi uppskriftum sem mig langar að prófa bæði matur og bakstur :)  Ég setti bloggið inn í góð blogg og þar er hægt að fylgjast með þegar ný blogg koma frá þeim bloggurum sem ég er að fylgjast með :)

Hún Unnur Karen sem heldur úti þessu bloggi er með fébókarsíðu sem heitir Hér er matur um mat .  Þar segir hún frá stórsniðugri síðu sem er full af allskonar upplýsingum, bæði sem tengjast mælieiningum en einnig hversu lengi á að elda allskonar kjöt og þess háttar.  Hérna er síðan .  Njótið.

Þið fáið því miður engar myndir í dag frá mér þar sem matargerðin hefur ekki verið mikil hjá mér seinustu daga.  Eiginmaðurinn bjó til pizzu í gær og í dag keypti ég fisk rétt af fisksalanum á Háaleitisveginum ( í miðbæ ).  Ljómandi góður réttur, langa og ýsa í mango-chilisósu.  Hinsvegar var hann ansi sterkur þannig að strákarnir borðuðu ekki mjög mikið fyrst en fóru að borða vel eftir að ég setti stjörnukerfið i gang aftur haha ( já svona er þetta stundum ).

Wednesday, January 9, 2013

Uppskrift af marsbúum.



Þessar bollakökur eru ljómandi góðar og eins og stóð i uppskriftinni í bændablaðinu eru þær tilvaldar í lautarferðir næsta sumar eða bara til eiga þegar gesti ber að garði eða afmæli :)



Uppskrift

300g mars súkkulaði
50 g smjör
120g rice krispies
200g bráðið mjólkursúkkulaði

  1. Takið um það bil tuttugu muffinsform
  2. Skerið 200g af marsi i grófa bita og restina af marsinu í sneiðar
  3. Setjið grófu bitana í stóran pott ásamt smjörinu og bræðið yfir í lágum hita
  4. Takið af hellunni og hrærið rice krispie saman við.
  5. Deilið blöndunni í formin
  6. Bræðið súkkulaði og hellið ofan á og skreytið með mars sneiðum.
  7. Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma.
  8. Auðvitað er líka hægt að setja blönduna i stærra form , þekja með súkkulaði, skreyta með Marsi og skera í litla bita.

Tuesday, January 8, 2013

Marsbúar

Í vor þegar ég var með Víkinginn í sundþjálfun i sundhöll Reykjavíkur þá var ég að lesa bændablaðið sem lá þar á borði.  Þá rakst ég á uppskrift af rice krispie kökum og varð þetta líka lítið glöð.  Rice krispie kökur eru alltaf vinsælar á mínum bæ og ég verð alltaf glöð að sjá efnilegar nýjar uppskriftir sem ég get profað og vonandi notað í næsta strákaafmæli.

Allavegana þá prófaði ég þessar kökur um helgina og hér má sjá útkomuna :)


 
 
 
 


Monday, January 7, 2013

Vika 1

Í viku eitt eldaði ég eftirfarandi rétti.

Ég var búin að pósta fiskiréttinum sem ég fann hjá henni Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir .  Kára Steini fannst þessi réttur æðislegur enda er hann fiskmaður mikill en Víkingur var ekki hrifinn , hugsanlega full mikið af karri fyrir hans smekk :)

Áramótaheitið var að elda 3-4 sinnum í viku þannig að þá var komið að því að finna hina 2-3 réttina sem ég ætlaði að elda en þar sem vika 1 hjá byrjaði frekar seint ( vegna veikinda og árið byrjaði ekki fyrr en á mánudagi og ég byrjaði ekki að elda fyrr en á fimmtudegi ).  Föstudagurinn var bíó kvöld, þá var það laugardagskvöld og sunnudagskvöld ( sem var þrettándinn ).

Á laugardeginum ákvað ég að hafa kjúklingarétt.  Þessi réttur var fyrir valinu , kjúklinga- og kartöflugratín.  Ég fylgst með þessum bloggara í smá tíma en aldrei prófað neitt frá henni fyrr en núna.  Hér er bloggið hennar http://birnumatur.blogspot.com/ og svo er hún einnig með annað blogg sem er líka skemmtilegt  http://www.krokurinn.blogspot.com/.

Kjúklingarrétturinn var mjög góður.  Strákarnir borðuðu hann með bestu lyst nema Vikingi fannst þetta gula ( Kúskúsið ) ekki gott hehe og ekki kartöflurnar ;)  En hinn borðaði þetta mjög vel og fannst þetta gula einmitt mjög gott hehe.

Uppskriftin

Kjúklinga- og kartöflugratín



4 stk kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep
svartur pipar
grænmetissalt
arabískt kjúklingakrydd frá pottagöldrum

Byrjið á að skera bringurnar í bita og setja í skál. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við og látið standa.

Sæt kartafla
Kartöflur
Rauðlaukur
1/4 l rjómi
1 piparostur

Létt steikið kartöflurnar og rauðlaukinn. Færið síðan yfir í eldfast mót. Skerið piparostinn í litla bita og setjið ásamt rjómanum á pönnuna. Þegar osturinn hefur bráðnað setjið þá kjúklinginn saman við og eldið í stutta stund. Hellið síðan blöndunni yfir kartöflurnar, stráið rifnum osti yfir og eldið í 30 mín við 180°C.

Gott með kúskús og salati.

Túrmerik kúskús

Byrjið á að setja 1 og hálfan bolla af vatni í pott, setjið smá ólívuolíu, 1 tsk túrmerik og grænmetissalt útí og látið sjóða. Slökkvið undir og setjið þá 1 og hálfan bolla af kúskús í vatnið og látið það taka í sig vökvann. Hrærið síðan vel saman og setjið undir vægan hita ef það er ennþá mikill vökvi.

 
Ég byrjaði á þvi að blanda saman 2 dl af sýrðum rjóma, 1 msk af dijon hunangssinnepi ( af þvi ég átti ekki venjulegt dijon sinnep ), kryddaði það með kjuklingakryddi, ( átti bara venjulegt kjúklingakrydd en ekki arabiskt og ég ætla að reyna að nota sem mest af þvi sem ég á fyrir þannig að það var bara látið duga ) grænmetissalti, svörtum pipar.  Síðan skar ég niður kjúklingalundir og blandaði þeim saman við og lét það standa meðan ég gerði afganginn.
 
Ég skar niður sætukarftöflurnar og venjulegar kartöflur.  Þar sem ég er voðalega lítið fyrir lauk þá á ég hann sjaldan til hér heima nema þegar eiginmaðurinn minn ástkæri hafi keypt hann ( sem var ekki núna ) þannig að ég notaði bara afganginn af púrrulauknum síðan á laugardaginn :). Steikti þetta á pönnu með smá ólívuolíu.  Setti það síðan í eldfast mót.
 
Skar niður piparostinn góðan og bræddi saman við rjóma ( næst ætla ég að nota matreiðslurjóma eða grænmetisrjóma - bara af þvi það er dálítið fituminna haha ), Setti kjúklingablönduna saman við þegar rjóminn var alveg bráðnaður og lét þetta malla aðeins saman meðan Kjúklingurinn var að eldast smá.  Síðan var þessu hellt yfir kartöflurnar í eldfasta mótinu :)  Stráði rifnum osti yfir og inn í ofn við 190°C , átti samkvæmt uppskriftinni að vera 30 mín en kartöflurnar voru ekki tilbúnar þá þannig að það var inni aðeins lengur en það.
 
Með þessu var ég með kúskús.  Sauð 1 og hálfan bolla af vatni með smá olíu, grænmetissalti og 1 tsk af túrmerik.  Þegar þetta var farið að sjóða hellti ég 1 og hálfum bolla af kúskúsi út í vatnið og fékk þetta fallega gula kúskús. 
 
 


Saturday, January 5, 2013

Verkefnalisti 2013

Sé að það eru margir bloggarar að setja fram verkefnalista fyrir árið og ég ákvað að herma bara eftir :)  Hlakka til að geta strikað út það sem verður gert og þá er hægt að sjá hversu mikil framkvæmdagleði er hjá okkur hjónunum hehe.  Rólegur Kiddi minn , þetta er fyrir árið ekki næsta mánuð haha.

Verkefnalistinn 2013
 
  • Setja upp vinnuaðstöðu í hjónaherberginu
  • Klára fataskápinn í hjónaherberginu
  • Klára fataskápinn í Víkingsherbergi
  • Klára herbergið hans Víkings
  • Klára að gera hjónaherbergið okkar tilbúið
  • Taka ákvörðun með hvernig við ætlum að fela þurrkarann
  • Klára að setja upp hillur og þess háttar í eldhúsinu
  • Láta sprautulakka eldhúsinnréttinguna
  • Láta sprautulakka eða mála baðinnréttinguna
  • Finna lausn á prjónahorninu
  •  

Friday, January 4, 2013

Dagur 1 í áramótaheiti 1

Ég setti mér nokkur áramótaheiti og tvo af þeim snerta heilsuna beint.  Annað þeirra er að vera duglegri að elda kvöldmat og borða reglulega yfir daginn ( stundum hreinlega gleymi ég að borða og fatta það seint og síðarmeir að ég hafi ekki borðað neitt allan daginn nema kannski morgunmat ).

Í gær var ég að skoða eitt af uppáhalds íslensku matarbloggunum og sá þar fiskrétt sem ég ákvað að prófa.  Ég hef alltaf verið mjög ódugleg við að elda fisk og yfirleitt látið Kidda um þá eldamennsku en nú skal vera breyting á.  Ég ætla að elda 3-4 sinnum í viku góðan fisk eða kjúklingarétti, borða hollt og reglulega.

Hérna má sjá matarbloggið þar sem ég fann fiskuppskriftina.  Hún heitir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og hún setur inn reglulega inn matar og baksturuppskriftir.  Hérna er hennar fiskuppskrift.

Þar sem ég átti ekki allt sem var i upprunalegu uppskriftinni breytti ég henni og aðlagaði hana að ísskápnum okkar hehe.

Upprunalega uppskriftin.
Fyrir ca. 4
1x Stórt epli
1/4 x Brokkólíhaus
1/2 Rauðlaukur
1 x Rauð paprika
3 x Stórar gulrætur
4 x Ýsubitar (stórir bitar)
3/4 x dós, philadelphia light rjómaostur
2 - 3 msk. Karrí (ég notaði aðeins meira til þess að fá fallegan gulan lit og meiri bragð) Smekksatriði.
Salt og pipar
Ooog rifinn ostur.
Min Uppskrift
4 stórir sveppir
Blaðlaukur
1 rauð papirkka
3 gulrætur
750 g ýsa
3/4 dós , philadelphia rjómaostur papriku og steinselju kryddaður
2-4 msk karrí
salt og pipar
rifinn ostur
smá vatn
  1. Snöggsteikja grænmetið
  2. Krydda með karrí, salt og pipar
  3. Setja rjómaostinn út í grænmetið
  4. Smávegis af vatni
  5. Skera ýsuna í bita og setja ofan i eldfast mót
  6. Hella grænmetisblöndunni yfir fiskinn
  7. Rifinn ost yfir
  8. Inn i ofn í ca 30 mín við 190°C
Borið fram með hrísgrjónum og ég hefði haft salat með ef það hefði verið til.
Nú er að leggjast í matreiðslubækurnar og bloggin og finna næsta góða rétt.
Rétturinn hugsanlega ;) aðeins of lengi inni í ofninum hehe
 

Þessum fannst fiskurinn MJÖG góður
 

 
 
Víkingurinn var hinsvegar ekki hrifinn hehe
 
 
 
 

 
 
 

Thursday, January 3, 2013

Hanna Bára og Alda

Loksins loksins loksins komst kjóllinn Alda i hendur vinkonu minnar.  Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Kanada og seinasta sumar eignuðust þau 3ja gullmolann sinn hana Hönnu Báru.  Ég prjónaði á þá litlu kjól en það tók svo timana tvenna að koma kjolnum til hennar.  Ég notaði svo tækifærið um daginn þegar þau komu hingað til landsins í jólafrí.  Þau voru svo indæl að taka mynd af snótinni í kjólnum fyrir mig og gáfu leyfi til að birta þær hér á blogginu.

 
Er hún ekki fin og yndisleg..?
 
Kv. Prjónarós

Wednesday, January 2, 2013

Gleðileg nýtt ár.......

......... megi það verða farsælt og gleðiríkt fyrir okkur öll.   Hlakka til að skoða matarblogg, prjónablogg og önnur skemmtileg blogg sem ég skoða MJÖG reglulega.  Verkefni ársins er að prjóna skemmtilegar flíkur, bæði flíkur sem hafa verið pantaðar hjá mér og svo flíkur sem lenda í gjafaumbuðum hjá mér og öðrum.  Ég ætla að prófa nýjar uppskriftir bæði í mat og bakstri og þið munuð oftar en ekki sjá árangurinn hér :)  Ég hlakka til að takast á við nýjar áskorarnir bæði í prjónaskap, bakstri, matreiðslu, föndri sem og myndatöku.
 
Gamla árið var sprengt upp hér á bæ með glæsibrag en bóndinn og elsti sonurinn fóru út í garð með raketturnar.  Pabbinn kynnti Víkingi fyrir flugeldunum og ég hugsa að hér eftir komumst við ekki upp með að horfa bara á flugeldana haha. 
 
Eftir æðislegan mat heima hjá tengdaforeldrum mínum héldum við heim á leið og gerðum allt tilbúið fyrir huggulegt gamlárskvöld með móður minni og bróður.  Káralingur sofnaði yfir áramótaskaupinu og við máttum halda Víkinginum við efnið svo hann myndi ekki sofna líka en mikið var hann glaður yfir því að það væri komið nýtt ár.  Honum fannst líka alveg stórmerkilegt að það væri komið nýtt ár hjá öllum í einu hehe.
 
Fyrsta blogg ársins á enda, meira á morgun :)