Translate

Monday, January 28, 2013

Heimsins besta kjúklingasúpa :)

Já ég sagði heimsins besta kjúklingasúpa, þegar ég smakkaði hana fyrst var það heima hjá tengdaforeldrum mínum.  Þá sagði tengdamamma sem eldaði hana að hún héti það hehe þannig að titillinn fær að standa enda er súpan mjög góð :)

 
Reyndar verðið þið að afsaka gæði myndanna, ég er ekkert allt of klár á myndavélina og er því miður alltaf að taka myndir á kvöldmatartíma og þá er orðið dimmt úti og dagsbirtan því engin :)

Ég er ekki með nákvæmt innihald að þessu sinni enda er hún aldrei eins elduð á minu heimili en svona nokkurn veginn eins.

Að þessu sinni fór eftirfarandi í hana

3/4 L matreiðslurjómi
1 flaska af HP chili sósu
Rauð og gul paprikka
1 pakki kjúklingalundir
 Púrrulaukur


Grænmetið var steikt á pönnu , á meðan var rjóminn og chilisósan að hitna í rólegheitunum í potti á hellunni við hliðin á.  Grænmetið fór svo út i rjomann þegar það var orðið steikt og kjúklingurinn fór í bitum á pönnuna.  kjúklingurinn fór svo sömu leið og grænmetið og fékk að svamla um stund í rjómanum.

Súpan var svo borin fram með nachos og rifnum osti.  Líka gott að vera með salsasósu og sýrðum rjóma.


No comments:

Post a Comment