Translate

Monday, April 30, 2012

Döðlugott

Ég elska að prófa nýjar uppskriftir.  Svo bíð ég í ofvæni eftir þvi hvernig kakan smakkast þvi ekki get ég skorið i kökuna áður en gestirnir koma, það myndi bara ekki líta vel út.  Hinsvegar þegar ég bjó til döðlugottið þá gat ég það og varð ekki fyrir vonbrigðum :)  Prjonahópurinn minn datt þvi i lukkupottinn þegar ég bar þetta fram ( vona bara að þeim hafi þott þetta jafn gott og mer ).


Súkkulaðidöðlubitar ( úr kökublaði Vikunnar 24. nóvember 2011 )

200g smjör
500g döðlur, saxaðar
120g púðursykur
150g Rice Krispies
200g siríus Kosnum suðusúkkulaði
3 msk matarolia

  1. Bræðið smjörið i potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið saman þar til að döðlurnar mýkjast.
  2. Látið Rice Krispies saman við og setjið i form.
  3. Setjið formið i frysti i 10 min.
  4. Bræðið súkkulaðið  yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við.
  5. Hellið yfir Rice Krispiesblönduna og frystið i uþb 30 mín.
  6. Sekrið i bita og berið fram.
Þetta nammi er bara gott, rosalega gott.No comments:

Post a Comment