Mér finnst pavlóvur svo góðar, skemmtilegt að prófa mismunandi gerðir af pavlóvum. Ég bjó þessa hér til fyrir 2-4 árum ( man það ekki alveg ) fyrir eitthvert afmælið hjá okkur og hún sló i gegn.
Pavlóva með súkkulaðifrauði ( úr bókinni Ostakökur, pavlóvur og triffli efftir Anne Wilson )
Undirbúningstími : 50 mín
Eldunartími : 45 mín
Fyrir 10-12 manns
Pavlóvan :
6 eggjahvítur
335g sykur
2 1/2 msk kakó
- Hitið ofninn í 150°C
- Setjið bökunarpappir á 2-4 bökunarplötur ( fer eftir þvi hversu marga botna þú vilt hafa í kökunni, ég er hér með 2 botna )
- Stifþeytið eggjahvíturnar í þurri skál og bætið síððan sykrinum í smám saman og þeytið á fullum krafti á meðan. Þeytið í 5-10 mín eða þangað til sykurinn er uppleystur og marengsinn þykkur og gljáandi.
- Blandið kakóinu varlega í
- Skiptið marengsinum á milli platnanna.
- Bakið í 45 min.
200g dökkt suðusúkkulaði, brætt
6 eggjarauður
1 msk skyndikaffiduft
1 msk vatn
625ml þeyttur rjómi
- Setjið bærtt súkkulaði í skál og þeytið eggjarauður og kaffiduft, uppleyst í vatninu saman við. Þeytið þar til mjúkt.
- Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og hrærið þar til allt hefur aðlagast vel.
- Kælið frauðið í ísskáp þar til það er kalt og þykkt.
Vá ekkert smá girnilegt! Og gaman að finna bloggið þitt, sá það hjá Stínu Sæm. :)
ReplyDelete