Translate

Saturday, April 7, 2012

Ljóta , góða kakan :)

Ég bakaði MJÖG góða köku á páskadag en skreytti hana herfilega hehe.  Ég hef verið að leika mér dálítið með þessa köku , prófa mig áfram, ath hvort ég geti ekki gert hana að minni.  Svo ákvað ég að skreyta hana og æfa mig með sprautupokann.  Stor mistök hehe en allt i lagi, ég veit betur næst :)


Næst slaka ég aðeins á með sprautupokann.

Hindberjaterta

10-12 sneiðar
2 stór egg
100g smjör, mjúkt
100g sykur
100g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilluduft
Hitið ofninn i 180 °C
Hrærið egg, smjör, sykur, hveiti, lyftiduft og vanilludropa saman i hrærivél  þar til allt er vel samlagað.
Hér er hægt að bæta smávegis af matarlit út í og ath að kakan verður dekkri en deigið er.
Blandið vel saman.
Setjið bökunarpappír í botninn a 2 22cm smelluformum og skiptið deginu jafnt i formin. 
Bakið botnanna i miðjum ofni i 15-20 mín.
Losið botnanna úr forminu og kælið þá.
Afþýðið hindber og stráið sykri og vanillusykri á þau.
Leggið botnana saman með rjóma og berjum á milli.
Þekið kökuna með rjóma og skreytið með rósarblöðum og glimmeri.



No comments:

Post a Comment