Translate

Wednesday, April 18, 2012

Grána


Ég spurði bróður minn hvort ég ætti ekki að prjóna á hann húfu því hann hefur verið í vandræðum með að finna eina slíka sem passar.  Ég byrjaði á því að prjóna húfu á hann úr 2x plötulopa, nýta afgangslopa sem ég átti.  Sú húfa endaði þó ekki hjá bróður mínum heldur hjá mér því hún varð of lítil á bróður minn og garnið búið. 

Hér má sjá húfuna á hausnum á Benna bangsa :)  Benni bróðir minn gaf Víkingi Atla Benna bangsa fyrstu jólin hans Vikings Atla.  Víkingur lánaði Kára Steini Benna bangsa þar til herbergið hans Víkings Atla væri orðið alveg tilbúið.  Mér fannst viðeigandi að Benni bangsi yrði fyrirsætan á húfunni Gránu því hún var upphaflega ætluð Benna bróður.

No comments:

Post a Comment