Translate

Friday, April 27, 2012

Vanillubollakökur

Ég fékk nokkra hressa vini i heimsókn og þvi ákvað ég að baka.  Það kom að því að ég bakaði vanillubollakökurnar aftur.  Þær eru svoooo góðar, bæði með eða án krems.  Bóndinn vill hafa þær berar en ég er alltaf að prófa nýtt og nýtt krem ofan á þær.


Vanilla ( höfundur Friðrika H. Geirsdóttir, úr bókinni Bollakökur Rikku )

Vanillukökur

270g sykur
150g smjör
2 egg
1/2 tsk lyftiduft
50 ml mjólk
1 tsk vanilludropar ( ég nota vanillusykur )
  • Hitið ofninn i 170°C
  • Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli.
  • Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni og vanilludropunum ( vanillusykrinum ).
  • Sprautið deginu jafnt i fromin og bakið kökurnar i 14-16 mín.


No comments:

Post a Comment