Translate

Saturday, April 28, 2012

Smörkrem með hvitu sukkulaði

Ég bjó til vanillubollakökur um daginn sem eru mjög góðar einar og sér en stundum er gaman að hafa þær með kremi, svona til hátíðarbrigða.  Ég fann þessa uppskrift í kökublaði vikunnar frá því nóvember 2011.  Það er rosalega gott.  Smjörkrem með vanillubragði og hvítu súkkulaði, nammi namm.

Hvitt sukkulaðikrem ( Höfundur : Guðriður Haraldsdottir úr Kökublaði Vikunnar 24. nóvember 2011 )

230g mjúkt smjör
4 dl flórsykur
200g hvitt sukkulaði ( t.d súkkulaðidroparnir frá Nóa Siríusi )
2 tsk vanillu extract ( ég notaði vanillusykur )
  1. Blandið florsykri og smjöri vel saman.
  2. Bræðið sukkulaðið yfir vatnsbaði og kælið i smástund
  3. Bætið súkkulaðinu og vanillusykrinum saman við blönduna og blandið varlega en mjög vel saman i nokkrar mín.
  4. Kælið í uþb 20 mín áður en það er sett á kökurnar.

No comments:

Post a Comment