Translate

Friday, June 22, 2012

Pönnukökur


Ég elska pönnukökur en þvi miður bý ég þær allt of sjaldan til.  Í gær ákvað ég að gera smá skammt af pönnukökum til að gleðja hetjuna mina hann Viking Atla.  Hann var heima hjá mér í gær að jafna sig eftir að fá gifs á báða fætur ( verið að teygja á vöðvum og sinum í kálfunum ).


Uppskrift


Hráefni :

3 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 msk sykur
2 egg
3 dl mjólk
1/2 tsk vanillusykur
25g smjör
  • Bræddu smjör á pönnunni við miðhita
  • Settu hveiti , sykur, lyftiduft í skál
  • Þeyttu saman egg og mjólk og settu vanillusykurinn út í eggjablönduna
  • Helltu helmingnum af mjólkurblöndunni í þurrefnin og hrærðu degið strax með þeytara þar til það er kekkjalaust
  • Hrærðu bræddu smjörinu saman við og síðan afganginum af mjólkurblöndunni
  • Búðu til pönnukökurnar.
     


No comments:

Post a Comment