Translate

Thursday, June 21, 2012

10 ár


Seinasta föstudag áttum við hjónin 10 ára brúðkaupsafmæli.  Þetta er buið að vera yndislegur tími, við höfum gengið í gegnum margt saman bæði gott og slæmt en enn  erum við jafn sterk og við vorum þegar við gengum upp að altarinu.Ég fékk þessar rósir í tilefni dagsins, þær eru keyptar beint frá bónda í Mosfellsdal, ofboðslega fallegar.  Við áttum yndislegan dag saman hjónin.  Gerðum íbúðina hreina, fórum í sund, nutum þess að vera 2 ein saman, barnlaus því strákarnir voru hjá mömmu og Önnu Maríu og fórum út að borða.  Prófuðum stað á Snorrabrautinni sem heitir Roadhouse.  Ég fékk rosalega gott salat þar og franskarnar sem Kiddi fékk með hamborgaranum sínum voru æðislegar ( ath ! þetta er ritað af konu sem borðar venjulega ekki franskar ).

1 comment: