Translate

Wednesday, June 6, 2012

Morgunmatur

Þessa dagana , eins og svo oft að sumri til , reyni ég að borða hollt.  Það er miklu skemmtilegra að borða sumarlegan mat sem er ferskur og fallegur a að líta.  Grillið kemur lika sterkt inn og ekki skemmir fyrir að stákunum finnst fiskur svo góður og því er hann oftar þessa dagana. 

Allavegana þá er ég að reyna að borða hollara og oftar yfir daginn núna.  Meira grænmeti, minna um mjólkurvörur nema skyr, fetaost og kotasæla og svo einn ostur i viðbot sem ég man ekki hvað heitir hehe.  Svo er það kjötið.  Kjúklingur er inni, svinakjöt er úti.  Hreint nautakjöt og lambakjöt ( það er að segja ekki keypt grillkjöt sem hefur legið í plaspakkningum i marengingu í lengri tima. 

Með brauðið þá er ég yfir höfuð ekki mikið fyrir brauð en ég borða það alveg þegar það er í boði.  Hér heima borða ég meira gróft brauð, spelt brauð, rúgbrauð og þess háttar en ekki fínt hveitibrauð ( en það er gott líka ).

Morgunmaturinn minn í dag er á þessa leið.


Hádegismaturinn verður speltpastasalat :)

Fann ekki speltpastað þannig að það varð venjulegt pasta, þrilita í staðinn.  Svo er það allskonar salat, 2 jarðaber, appelsínugul paprikka, gulrót, steinselja, allskonar baunaspírur, gúrka, kirsuberjatómatar og sveppur.

Komið á diskinn minn með smá dressingu.  Dressingin er búin til með smá sýrðum rjóma ( 10 % ), hunangi , frönsku sætu sinnepi og kotasælu.


Gleymdi alveg myndinni en það var grillaður kjuklingur , hrísgrjón , salat og mangochutneysósa ( og svo franskar fyrir hina ).

Til að halda mér á réttu brautinni þá ætla ég að taka myndir af öllum helstu máltíðunum minum og birta hér næstu 4 daga.  Reyndar ef ég fer eitthvað annað að borða þá veit ég ekki hvort ég nái að taka mynd en hver veit.

No comments:

Post a Comment