Translate

Monday, June 4, 2012

Fjölskyldan

Við áttum alveg frábæra helgi.  Gerðum svo margt skemmtilegt saman fjölskyldan, hittum fullt af skemmtilegu fólki og skemmtum okkur vel.

Laugardagurinn byrjaði á þvi að fara i fjölskyldudag með vinnunni hans Kidda.  Það var haldið niðri í Kríunesi þar sem við gátum farið út á hjólabát, kanó og klifrað upp klifurvegg og svo var grillað.


Kára Steini langaði líka út að róa

Svo var það sumargrill Tilveru.  Frábært að hitta þetta skemmtilega fólk og öll kraftaverkakrílin.Á sunnudeginum byrjaði dagurinn snemma , strákarnir fóru í heimsókn til frænku sinnar og hittu þar lítinn strák og léku við hann.  Við sóttum þá síðan og fórum í bæinn, fengum okkur að borða , kiktum á sjómannadagsskemmtunina.  Um kvöldið var svo matarboð hjá vinahópnum okkur, æðislegur endir á góðri helgi.

 

1 comment:

  1. Skemmtilgar myndir! Þetta hefur greinilega verið góður dagur...

    ReplyDelete