Translate

Wednesday, June 27, 2012

Hugmyndir

Þessa dagana er framkvæmdarviljinn mikill en ég kem litlu sem engu i framkvæmd ;S.  Ég keypti fallega hillu í Góða hirðinum um daginn og ætla að mála hana í öðrum lit en handleggurinn minn er enn í hálfgerðum lamasessi þannig að ég kem litlu í verk þessa dagana, því miður.  Einnig langar mig mikið til að gera herbergið hans Víkings Atla mins fint, huggulegt og strákalegt og hausinn er alveg á fullu.  Ég er búin að finna gardínuefnið og sé herbergið alveg fyrir mér með þær og hvað er hægt að gera í viðbót, eini gallinn er að gardínuefnið er heldur dýrt.  Ætlum að mála herbergið, allavegana 1 vegg og setja á veggina myndir, kaupa handa honum skrifborð því hann er jú að byrja í skóla í haust.  Nota það sem til er og bæta svo við til að fá meiri hlýleika í herbergið þvi það er ansi kalt og tómlegt eins og það er núna.  Mig langar að honum finnist herbergið sitt vera sinn griðarstaður og að honum líði vel þar inni og vilji leika við dótið sitt þar INNI hehe.

Annað sem mig langar að fara að gera er að koma myndum af strákunum í ramma og koma þeim upp á veggina.  Stundum er framkvæmdarviljinn meira i höfðinu en að koma þessu í raun og veru í framkvæmd. 

Næstu dagar fara sem sagt í það að hugsa um það sem mig langar til að gera og skoða mig um hvað er í boði fyrir stóra strákinn minn og hvar er hægt að fá hlutina ódýrast.

No comments:

Post a Comment