Hann var ekki lítið ánægður með seðlaveskið sitt ( einns og hann kallar það ). Hann bað fljótt um að fá að fara út í buð að versla og fá pening í veskið sitt.
Um daginn var voru svo drengirnir báðir heima þannig að við röltum út í Nóatún. Víkingur réði ferðinni, sagði til um hvar við ættum að ganga, hvað leið við ættum að fara og hvar við ættum að fara yfir Háaleitisbraut og hvenær við mættum fara yfir. Þetta gekk allt mjög vel. Hann hafði fengið miða i veskið sitt þar sem voru 4 hlutir skrifaðir niður ( hann er eiginlega orðinn læs þannig að hann var mjög spenntur að fa að lesa hvað hann ætti að kaupa ) 1 L af nýmjólk, 2 litlar kókómjólk og 1 pakki pulsubrauð.
Hann fann sér fljótt barnainnkaupakerru. Svo æddi hann fram og tilbaka um búðina, þurfti smá hjálp frá mömmu gömlu við að finna pulsubrauðin. Næst var að borga :) Mamma mátti ekki hjálpa til við það og við áttum ( ég og Kári Steinn ) áttum að halda okkur á okkar stað í röðinni, hann var að versla :) Hann rétti fram peninginn sinn, hann hafði fengið að kaupa sér frostpinnapakka þannig að það vantaði smá uppá sem ég hjálpaði til við að borga. Svo vildi hann kvitta þvi þannig gera fullorðna fólkið. Nú vandaðist málið þvi hann náði ekki upp en hann deyr ekki ráðalaus drengurinn og náði sér í stól af næsta kassa ( sem var laus ) og settist á hann og kvitta á kvittunina nafnið sitt . Afgreiðslukonan var alveg æðisleg við hann og svo þolinmóð ( eins og við hin í röðinni ). Síðan bað hann um poka, færði stólinn og raðaði vörunum sínum i pokann. Yndislegur og svo montinn af fyrstu innkaupaferðinni. " Næst mamma, ætla ég að kaupa 5 hluti en ekki bara 4 !" heyrðist í honum meðan hann sagði til um hvar og hvenær við ættum að ganga yfir götuna á leiðinni heim.
Frábær hugmynd! Sem ýtir svo aftur undir þroska drengs sem vill fara sjálfur að versla með svona fínt seðlaveski :) Og gaman að sjá að hann heitir Víkingur, ég á líka Víking, sá er reyndar orðinn 22 ára :)
ReplyDeleteMeð kveðju,
Kikka
Já þetta er mjög skemmtileg hugmynd, þau hafa verið mjög dugleg að föndra úr mjólkurfernum og nyta þær ásamt eggjabökkkum, klósettrúllum, dollum og krukkum.
ReplyDelete