Súkkulaðimiðja
Hráefni :
7-8 meðalstór egg
140 g sykur
275g sykur
2 dl vatn
500g dökkt sukkulaði, smatt saxað
330g smjör, skorið i litla bita
Hitið ofninn i 160°C
Smyrjið 2 hringlaga form með svolitlu smjöri og straið hveiti inn i þau.
Sláið vel ur formunum til að losna við umfram hveiti.
Þeytið eggin og bætið 140g af sykri mjög vel saman við a meðalhraða i uþb 10-12 min eða þar til blandan er orðin mjög ljós og létt.
Setjið 275g af sykri i pott ásamt vatni og hitið að suðu, látið malla við hægan hita i 2-3 min eða þar til sykurinn er alveg bráðnaður.
Bætið súkkulaði og smjöri út í sykurlöginn og hræðið vel saman við. Takið pottinn af hitanum, þeytið blönduna þar til hún er orðin alveg slétt og leyfið henni síðan að kólna i pottinum i nokkrar mínútur.
Stillið hrærivélina a meðalhraða og blandið súkkulaðihrærunni saman við eggjablönduna i uþb halfa min.
Hellið deiginu i smurðu formin og bakið, helst i vatnsbaði i 45 min eða þar til botnarnir eru orðnir lettir og svampkenndir.
Leyfið botnunum að kólna i forminu og hafið ekki áhyggjur af þeim ef myndast hörð skel, botnarnir eiga ekki eftir að sjast ;)
Marengsbotnar
Hráefni :
5 eggjahvitur
150g sykur
1 tsk edik
1 tsk kartöflumjöl
1 1/2 tsk vanilludropar ( eg nota vanillusykur )
150g hnetur af eigin vali, gróft malaðar
Hitið ofninn i 160°C.
Þeytið eggjavitur i tandurhreinni skál þar til þær eru farnar að freyða vel.
Bætið sykri út i smátt og smátt. Hrærið áfram i 2-3 min eða þar til blandan er orðin hvít, þykk og glansandi.
Bætið ediki, kartöflumjöli og vanilludropum út í og hrærið áfram i stutta stund.
Blandið hnetum saman við að lokum með sleikju. Ég hef notað hunangsristaðar salthnetur eða karamelluhnetur fra H-Berg.
Klæðið ofnplötu með bökunarpappir og teiknið 2 hringi, alika stora eða aðeins stærri en súkkulaðikökubotnanna
Skiptið marensblöndunni i hringina og dreifið ur henni.
Bakið marengsbotnana i uþb 20 min og latið þa siðan kolna alveg.
Latið rakt viskastykki liggja við bökunarpappirinn svo auðveldara verði að losa hann fra.
Karamella
Hraefni :
1 dl síróp
240g sykur
5dl rjómi
3 msk smjör
1 tsk vanilludropar ( eða vanillusykur )
2-3 dl salthnetur eða aðrar hnetur að eigin vali
Setjið síróp, sykur, rjóma og smjör i pott og sjóðið vel saman.
Sjóðið karamelluna i 40-45 mín. við góðan hita og hrærið i öðru hverju.
Fylgjast þarf með karamellunni allan timann, hún á að sjóða vel en hitinn má ekki vera svo mikill að sjóða upp úr pottinum. Bætið vanilludropunum út í karamellan er búin að sjóða i uþb 30 min.
Karamellan má ekki verða of þykk. Prófið karamelluna með þvi að dýfa teskeið i pottinn, þekja hana með karamellunni og dýfa henni svo i glas með köldu vatni. Vatnið ætti ekki að gruggast nema örlitið af karamellunni.
Takið pottinn af hellunni og hrærið salthnetur saman við karamelluna, leyfið blöndunni að kólna svolitla stund.
Salthneturjómi
Hraefni :
1 L rjómi
1 tsk vanilludropar
4 dl salthnetur eða aðrar hnetur að eigin vali, gróft malaðar.
Þeytið rjóma og vanilludropa saman þar til rjóminn er orðinn léttþeyttur.
Blandið þá salthnetunum saman við með sleikju.
Samsetning :
Leggið marengsbotn a kökudisk og fjarlægið bökunarpappírinn.
Dreifið 1/4 af karamellunni jafnt yfir botninn og toppið með 1/4 af salthneturjómanum.
Leggið súkkulaðibotn ofan á og smyrjið öðrum fjórðungi af salthneturjómanum yfir. Dreyfið karamellu yfir rjómann að lokum og skreytið ef til vill með muldum salthnetum.
Farið eins að með hina botnana.
Tekið ur Gestgjafanum13 tbl. 2011
No comments:
Post a Comment