Translate

Tuesday, April 30, 2013

Nan brauð

Um daginn buðum við bróður mínum í lambakjöt og ákváðum að búa til okkar eigið nanbrauð.  Ég fann uppskrift af nanbrauði í einni Hagkaupsbókinni minni  ( Brauð- og kökubók hagkaups ) og skellti í brauðið.


Nanbrauð

500g hveiti
1 1/2 tsk salt
20g pressuger ( ég notaði þurrger í staðinn )
250 ml vatn
80g jógúrt
1 tsk cummin


  1. Setjið allt saman í hrærivélina og vinnið saman með krók rólega í 2 min, vinnið svo á miðjuhraða í 5 mín.
  2. Látið degið standa í 1 klst . undir rökum klut.
  3. Skerið niður degið i þá stærð sem þið viljið.
  4. Hitið pönnu og hafið hana mjög heita, fletjið degið út mjög þunnt með kökukefli.
  5. Setjið smávegis olíu og smjör á pönnuna og steikið brauðið þar til góður litur er kominn á það, snúið þá við og steikið hinum megin.

Kiddi að "búa " til brauðið.

Brauðið steikt á pönnu


Flottu nanbrauðin okkar og þau voru líka góð á bragðið
Nammi namm


No comments:

Post a Comment