Translate

Monday, April 22, 2013

Göngutúr............

.................í kirkjugarðinum.

Vikingur Atli hafði fengið að gista hjá mömmu minni ( ömmu Ásu ) á laugardagskvöldinu og við hittum þau á sunnudeginum í kirkjugarðinum í Fossvoginum.  Við fórum til að kíkja á leiðið hjá ömmu minni og afa og Benedikti litla.  Að því loknu fórum við í smá göngutúr um gamla kirkjugarðinn.  Það er viss sjarmi yfir gamla kirkjugarðinum og friðsæld þótt strákarnir mínir hafi aukið lifið meðan við vorum þar ahahaha.


Mamma, Kári Steinn og Víkingur Atli
Þeir höfðu fengið hlaupahjól daginn.  Víkingur fékk sitt í sumargjöf, ákváðum að gefa honum hana núna þar sem hann fer i stóra fótaaðgerð snemma i maí og verður í gifsi langt fram í miðjan júni.  Kári Steinn fékk sitt í afmælisgjöf en hann á afmæli 7. mai.


Þeir voru og eru alsælir með hlaupahjólin sín.


Hér hvila Sigurður langafi, Ása langamma, Benni afi, Inger Elise amma og Benedikt Bjarni litli frændi okkar.  Leiðið var mjög fallegt , fullt af vorblómum.


Fínu hlaupahjólin Fallegu strákarnir mínir

No comments:

Post a Comment