Translate

Monday, April 8, 2013

Sítrónumarengs :)

Ég er alltaf að leita að góðum kökum og skoða matar og kökublogg mikið.  Eitt af þeim bloggum sem ég skoða mikið er Ljúfmeti og lekkerheit.   Svo mikið af gómsætum uppskriftum hjá henni :)


Uppskriftina tók ég hér :

Marensbotnar
  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice crispsies
Hitið ofninn í 125° og klæðið tvö bökunarform með bökunarpappír í botninn og smyrjið hliðarnar. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar og léttar. Bætið sykri út í og hrærið þar til blandan myndar stífa toppa. Hrærið Rice crispies varlega út í og skiptið deginu í formin. Bakið í 80 mínútur. Látið botnana kólna áður en sett er á þá.
Sítrónucurd
  • 1,5 dl. sykur
  • 2 stór egg
  • hýði af 2 stórum sítrónum og ca 3/4 dl. af ferskum sítrónusafa
  • 50 gr. smjör við stofuhita
Setjið sykur, egg, fínrifið sítrónuhýði og sítrónusafann í hitaþolna skál og setjið yfir sjóðandi vatn. Hrærið stöðugt með handþeytara (ekki rafmagns) svo að eggin hlaupi ekki í kekki. Blandan á að ná svipaðri þykkt og hollandaissósa. Þegar blandan hefur náð réttri þykkt er hún tekinn af hitanum og smjörinu hrært saman við. Þegar smjörið er bráðnað er sítrónucurdið sett í lokaða krukku, það geymist í rúma viku í ískáp. 

Þessi terta er svo sumarleg.  Við það fá sér bita þá er ég komin með sumarfíling og fiðrildi fljúga í kringum mig :)  Verðið ykkur að góðu.

No comments:

Post a Comment