Translate

Friday, April 5, 2013

Afmæliskakan mín


Í ár var það þessi sæta blómakaka.  2 Súkkulaðisvampbotnar með brómberjafrómasi á milli og rjóma á milli og ofan á og svo þessi sykursæti sykurmassi ofan á með sykurmassablómum.  Ég var nú svo löt þetta árið að ég keypti hreinlega bara súkkulaðisvampbotnana úti í búð en gerði brómberjafrómasinn sjálf og skrautið.

Brómberjafrómas :

300g af berjum sett i mixer og saxað í mauk, 3 msk af sykri bætt við .  12 blöð af matarlími sett i kalt vatn í 20 mín og svo blandað við berjamaukið.  1/2 L af rjóma þeyttur og blandað varlega við berjamaukið og inn i ísskáp til næsta dags.


Sykurmassann og skerana fyrir þessi blóm fékk ég í allt í köku í Síðumúlanum.






Knús og krús og eigið góða helgi.




No comments:

Post a Comment