Translate

Monday, April 1, 2013

Páskaborðið 2013


Ég var næstum því búin að gleyma að skreyta fyrir páskana !!!  Tvær ástæður fyrir því, heilmikil veikindi hafa herjað á fjölskylduna mína og ég sjálf legið í 3 daga í rúminu með háan hita en við erum öll að verða hressari. Hin ástæðan er að páskaskrautið var niðri í geymslu oooooooooooooooooooooooogggg ég var ekki alveg að finna lyklana að henni og svo er hún svo stútfull að ég var ekki viss um að ég myndi finna það i snarheitum en það tókst :)

Við fengum góða gesti í heimsókn , þau Benna bróður minn og Önnu Maríu móðursystur mína.  Kiddi eldaði æðislegan hamborgarhrygg ( sem var í boði mömmu minnar sem sólar sig þessa stundina ) og ég hafði búið til æðislegan ís til að hafa i desert í gær.


Hér sjáið þið flott hrygginn Þar sem það eru nú bara páskar 1 sinni á ári þá var mávastellið dregið fram til að hafa páskaborðið enn hátiðlegra.


En við Kiddi fengum matarstellið þegar við giftum okkur fyrir bráðum 11 árum frá ömmu minni og afa.

Strákarnir sömdu og sýndu örleikrit um 3 endur sem synda á tjörninni ( reyndar voru þær bara 2 sem syntu um á tjörninni því sú 3ja var dáin að sögn höfundarins hans Víkings Atla ).

Ég fékk 4 svona kaninur úr dánabúi ömmu og afa, nokkuð gamlar og svooooo krúttlegar


Að lokum góði daim ísinn minn, þarf að eignast betra ísform.  Set inn uppskriftina á morgun.

Knús í krús og svo gott að vera komin aftur eftir að hafa verið í burtu ( tölvulaus ) i svona langan tíma.
1 comment: