Translate

Tuesday, April 16, 2013

Systkinin

Ég er nokkuð rík kona.  Ég á yndislegan eiginmann sem er mjög upptekinn þessa dagana og ég sé hann ekki mikið en það er bara timabundið.  Þegar hann skilar af sér mastersritgerðinni sinni fáum við hann aftur til baka.  Ég á 2 yndislega drengi sem gefur lífinu lit á hverjum degi og fá mig til að horfa á lifið og tilveruna með öðrum augum en ég hefði gert án þeirra.  Ég á yndislega foreldra og tengdaforeldra og svo auðvitað systkinin mín og Kidda.  Bara yndislegt.

Ég hitti systkinin mín ekki oft, það er að segja fyrir utan Benna bróður sem er alltaf tilbúinn að hjálpa til þegar mig vantar hjálp eða bara til að spjalla og fá eitthvað gott að borða.

Í afmælinu hennar Lindu systur vorum við næstum því öll systkinin saman komin. Hér eru nokkrar myndir af okkur saman komin.


Benni bróðir, Linda systir og ég


Benni bróðir, Linda systir, ég og Magga Steina ( sem er hálfsystir Lindu og Jónu Bjarkar )


Linda systir og ég, fyrir aftan okkur sést í Benna bróður og pabba okkar


Ég með kökuna sem ég bakaði fyrir afmælið hennar Lindu systur


Ég, Linda, Magga Steina, Jóna Björk systir og Benni


Að lokum Linda fallega afmælisstelpa.
No comments:

Post a Comment