Translate

Wednesday, April 24, 2013

Eldurinn logar.......



Eldur

Eldurinn logar

langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.


Spýtist úr gígum

með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.


En handann við sortann,

háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.

Stofan hans Kára Steins, Furustofa, á leikskólanum hans Sólborg söng þetta lag með hreyfingum og búningi.  Allur leikskólinn var samankomin uppi á hólnum að syngja saman þúsaldarljóðið (nú man ég ekki eftir hvern það er).  Furustofa var með eldshlutann og voru búin að búa til fallegar kórónur og eldarmbönd til að sveifla á réttum stöðum í laginu.  Kári Steinn var nú ekki að deila leikhæfileikum sínum með foreldrum hinna krakkana, honum finnst greinilega nóg að fjölskyldufólkið hans fái að njóta þeirra hér heima.

Furustofa og eldurinn.  Kári Steinn situr fyrir miðju

Kári Steinn " leikari "



Flotti strákurinn minn

Barbapabbaregngallinn var flottur við eldsbúninginn :)








No comments:

Post a Comment