Translate

Tuesday, April 9, 2013

Súkkulaðikaka með pip karamellukremi


Enn ein góð kaka sem ég fann a netheiminum.  Það bætir andann að prófa nýjar uppskriftir.  Ég ætlaði að hafa afmælið mitt einfalt í þetta skipti og það varð það því þessar 3 kökur sem ég gerði voru einfaldar OG mjög góðar. Mæli með þessari.  Ég fann þessa uppskrift inni á bloggsíðunni Eldhússögur.


Uppskrift:
  •  250 gr suðusúkkulaði
  • 180 gr smjör
  •  2 tsk instant Nescafe, kaffiduft mulið, t.d. í morteli (má sleppa)
  •  2 dl sykur
  •  4 egg
  •  2 tsk vanillusykur
  •  1/2 tsk lyftiduft
  •  1/2 dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)
Aðferð:
Ofninn hitaður í 175 gráður. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í morteli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til að blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til að blandan er slétt. Deiginu er helt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45 – 50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.
Krem:
  •  25 gr smjör
  •  1/2 dl rjómi
  •  200 gr Pipp með karamellukremi (selt í 100 gr. plötum) eða með piparmyntu
Krem:
Hráefnið í kreminu sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til að Pipp súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni.
Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðaberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Ég þurfti reyndar að gera kremið 2x því ég las aaaaaaaaaaaaaaaaaaðeins vitlaust í fyrra skiptið og setti 1/2 L af rjóma í staðinn fyrir 1/2 dl hehe, hún varð ansi þunn en mjög bragðgóð hehe.  

No comments:

Post a Comment