Translate

Monday, April 29, 2013

Smakkkaka

Ég fékk ótrúlega spennandi tilboð og tækifæri um daginn.  Samstarfskona hans Kidda er að fara að gifta sig og bað mig um að íhuga hvort ég gæti bakað brúðkaupstertuna :)  Þvílíkur heiður að vera beðin um þetta og um leið kom þessi hnútur í magann  - hvort ég gæti það, er ég nógu góð og get ég bakað nógu góða köku.  Alveg ótrúlegt hvað óöryggið er fljótt að koma upp.  En ég ákvað að slá til og gefa þeim smakkköku og í gær komu þau.

  Ég gerði 2 kökur.  Báðar súkkulaðikökur eins og þau voru búin að biðja um.  Önnur kakan var með jarðaberjafrómasi en hin með jarðaberjum og smjörkremi.


Þessi gutti beið bara í "bátnum sinum " meðan ég setti saman kökurnar.


Um daginn var hann svo heppinn að fá að sleikja sítrónurjóma af sleifinni eftir að ein terta var tilbúin.No comments:

Post a Comment