Translate

Monday, April 15, 2013

Afmæliskakan hennar Lindu systurLinda systir var 50 ára 6. apríl síðastliðinn.  Hún var búin að biðja mig um að baka fyrir sig köku til að hafa í kaffiboði á sunnudeginum ( hún átti afmæli á laugardeginum ), svona til að hafa ef einhver skyldi kíkja í heimsókn.  Það sem hún vissi ekki var að það var búið að undirbúa óvænta afmælisveislu fyrir hana á laugardagskvöldinu.  Kvöldið heppnaðist stórvel, afmælisbarnið vissi ekkert af þessu og fékk konunglega móttöku af ölllum veislugestunum þegar hún kom á staðinn í sjúkrabílnum hehe.


Sykurmassann og alla litina og plastfiðrildin fékk ég í allt i köku í ármúlanum

Þetta er súkkulaðikaka með smjörkremi með jarðaberjabragði og svo jarðaberjafrómasi á milli laga.

 Kveðja og knús Prjónarós með meiru
No comments:

Post a Comment