Translate

Friday, March 30, 2012

Uglukjóllinn

Ég fékk þessa gríðarlega löngun að prjóna ungbarnakjól um daginn.  Var búin að sjá æðislegan kjól í prjónabúðinni ömmu mús í Ármúlanum og ákvað að hann yrði fyrir valinu.  Keypti þetta dúnmjúka garn hjá þeim sem heitir Silki/Merinó.  Þetta voru dálítil viðbrigði hjá mér þar sem eg hef verið að vinna svo mikið með lopann undanfarið að prjóna úr svona fínlegu garni en þetta var ansi skemmtilegt.

Jólasveinahúfur



Seinustu jól ákvað ég að prjóna a guttana mina þessar fínu jólasveinahúfur sem hægt er að nota uti við.  Þær eru prjonaðar úr 1 földum plötulopa, mohair kitten garni og i hvita hlutann notaði eg eitthvert skrautgarn hvitt.  Mjög hlýjar og góðar húfur.  Þeir voru alsælir með þessar húfur i aðfentunni og um jólin.

Ég hef ákveðið að hafa svona húfur til sölu næstu jól.

Thursday, March 29, 2012

Fiðrildi

Falleg, fjólublá fiðrildapeysa leit dagsins ljós i desember.  Hún var prjónuð að beiðni konu i Noregi.  Ég hef prjónað nokkrar peysur fyrir þessa konu og haft gaman af.
Hér má sjá mynsturbekkinn.  Peysan er prjónuð úr léttlopa og svo er saumað glitgarn i búkinn á fiðrildunum.

Wednesday, March 28, 2012

Verkefni nr. 2


Þar sem ég hef sýnt verkefni nr. 3 vil ég lika sýna verkefni nr. 2 :)  Peysa sem ég prjónaði á Viking Atla.  Átti að vera á Kára Stein en hún passaði svo vel á stóra kútinn minn að hann notaði hana þar til hún var orðin of lítil á hann og þá tók litli kútur við. 
Þetta er allavegana peysa úr Tinnublaði, lanet garn og prjónuð á prjóna nr. 2,5.

Norska settið

Ég prjónaði þetta sett á Kára Stein, minnir að þetta sé verkefni nr. 3 hjá mér eftir að ég byrjaði að prjóna.  Já , ég reyni dálítið að ögra sjálfri mér i prjónaskapnum.

Þegar ég var komin langleiðina upp að ermum fattaði ég að það ætti að klippa fyrir ermunum og ég bara svitnaði því það kunni ég ekki.  Ég ákvað samt að klára prjónaskapinn og vonandi gæti einhver hjálpað mér.  Loksins eftir langan tíma hitti ég eina æðislega sem hjálpaði mer ( lesist gerði þetta fyrir mig ) og ég gat farið að nota settið á litla kútinn :)

Þetta sett er prjónað ur lanetull og prjóna nr. 2,5 ( enda tók það langan tima ).

Kraginn

Mig vantaði flottan kraga og skellti mér í að prjóna þennan hér úr einu lopablaðinu.


Þarf vonandi ekki að taka það fram að hann er voðalega hlýr og góður.

Kraginn er prjónaður úr léttlopa

Krummapeysan min

Hér er nýjasta peysan mín sem ég hef klárað :)  Krummapeysan mín.  Fór gróflega eftir uppskrift fra Litlu prjónabúðinni en breytti henni eftir mínum hentugleika.  Hun er er úr 2x plötulopa.  Passar a ca 6 ara.

Þessi er til sölu.

Tuesday, March 27, 2012

Lopi

Ég hef verið að prjóna lopapeysur undanfarið og er robotryksugan farin að kvarta. Hún gafst svo upp i dag þannig að ég þurfti sjálf að fara yfir gólfið með stóru ryksuguna þar sem lopinn sem leggst yfir allt gólfið hafði svoleiðis fyllt robotinn að hann fór í nett verkfall.

Allavegana þá er ég núna að prjóna lopapeysu á Kidda, búin með búkinn og ermarnar og er byrjuð á mynsturbekknum. Það finnst mér skemmtilegasti hlutinn af peysunni, þá er líka svo litið eftir af peysunni hehe.

Ef þið vitið um einhvern sem vantar að láta prjóna lopapeysu þá megið þið hafa mig i huga :)